föstudagur, júlí 02, 2004

Oxford í dag, Edinborg á morgun, ef að ævintýri mín með breskar rútur halda ekki áfram. Er búinn að vera hérna í 4 daga, hef þegar sofið í 2 herbergjum hérna á Lineacre og bæti því þriðja með í kvöld ef sjónvarpsherbergið telst með. Tæknilega séð ólöglegur hérna þar sem ég er ekki háskólastúdent en flestum er sama og það er bara fundið laust herbergi fyrir nóttina. En á morgun er það hostelin sem taka við, St. Cristopher's á morgun, ætlaði til Dublin í kvöld en það eru allar rútur fullbókaðar - og líka á morgun - þannig að Edinborg græðir náttúrulega á því.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home