fimmtudagur, mars 10, 2005

My Sharona

Var að sjá myndbandið af Knack flytja þetta lag í fyrsta skipti, er vanari að sjá fyrir mér Ethan Hawke, dansandi annað hvort við strákúst á bensínstöð eða Winonu Ryder undir þessu snilldarlagi í fyrsta leikstjóraverkefni Ben Stiller, skrítið að tengja hann Reality Bites í dag ... já, raunveruleikinn bítur fjandakornið ... en allavega þá er alveg ljóst að maðurinn sem syngur My Sharona er eldri bróðir John Cusack. Talandi um það, ætli maður eigi batterí í útvarpið ef maður þarf að taka Say Anything atriði í einhverjum breima? Eða kannski ætti maður bara að vera módern á þessu og kaupa mér ipod? Er ekki alveg að virka í mynd samt ... eða kannski á bara eftir að gera bíómyndina sem kemur þessu í tísku? Matrix tókst nú að láta síma líta út fyrir að vera svala, svo kom Reloaded og Revelutions og Star Wars 1 og 2 og ekki einu sinni geimskip eru almennilega svöl ennþá ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home