föstudagur, maí 27, 2005

Tímabelti

Grafarvogsbúinn Eddie Spænski ætlaði að kíkja hingað klukkan hálf í bjór. Tekur sérstaklega fram að hann sé venjulega fashionably early. Hringir svo auðvitað klukkan hálf og segist hafa verið að klára að borða og sé á leiðinni. Sem sannar náttúrulega bara að 101 er í allt öðru tímabelti.

2 Comments:

Blogger Siggi said...

Hvurslags DV blaðamennska er þetta maður? Þú "gleymdir" alveg að segja að þetta var allt Domino's að kenna, því það var svo mikið að gera hjá þeim.

Ég vildi bara koma þessu á framfæri. Og lifi byltingin. Og litli hnötturinn þinn sem ég braut næstum því.

8:14 e.h.  
Blogger Ásgeir said...

Sko, þó ég eigi það til að tala illa um vini mína þá er ég ekki svo grófur að kjafta því í umheiminn þegar þeir leggjast það lágt að panta frá Domino's. En hnötturinn hefur það gott, ísbjörninn er aftur kominn á sinn stað eftir að hafa legið afvelta í gluggakistunni í gær.

8:41 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home