þriðjudagur, júní 14, 2005

Tiltekt og rán

Hérna er frétt um þjóf sem ógnaði fólki með skrúfjárni. Hvað sagði maðurinn eiginlega þegar hann gekk inn? Réttu mér alla peningana eða ég skrúfa þig í sundur?

Annars er ég að þykjast taka til - sem gengur hægt af því ég er alltaf að finna einhverja skondna hluti. Nú síðast rakst ég á bréf, 4 síður, skrifað á pappír, handskrifað. Í alvöru, ég lýg þessu ekki, svona lagað gerði fólk í gamla daga.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Fyrrverandi umhverfisráðherra á þínum slóðum þessa dagana. Getur þú ekki fengið hana til að safna smá efni fyrir þig í ritgerðina? (sjá: siv.is)

11:30 f.h.  
Blogger Ásgeir said...

Það er auðvitað eina ástæðan fyrir því að hún er þarna ;)

3:16 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home