fimmtudagur, janúar 06, 2005

Svikari

Jamm, yðar einlægur er farinn að hanga miklu meira á hinu blogginu og vanrækja ykkur Íslendingana. Ágætt að breyta um umhverfi fyrst maður hefur ekki efni á að fara neitt, tilbreyting að skrifa á ensku og allt það. En kannski helsti munurinn að þetta er öllu ferskara, þetta er orðið óttalega þreyttur og kaldhæðinn þessi íslenski bloggheimur – og kannski fyrst og fremst fyrirsjáanlegur. Enda þurfum við öll að halda andlitinu, kúlinu. Hinsvegar eru eintómir snillingar á Benrik, stundum þegar maður slysast inná blogg 15-16 ára krakka þá ætlar maður að forða sér en ákveður að kíkja en kemst svo að því að þetta er alls ekkert svo vitlaust. Það yrði ekki alveg tilfellið með flestar íslensku gelgjurnar ... fyrir utan það að það tjáir sig ekki sála hérna orðið ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home