mánudagur, febrúar 28, 2005

Ellidýrkun

Clint fær óskarinn fyrir að gera mynd sem löglegt gamalmenni á meðan allir leikarar Þjóðleikhúss Íslands sem ekki eru orðnir nógu gamlir til þess að vera að íhuga lífeyrissjóðsmál alvarlega fá uppsagnarbréf. Ofan á það að ríkisstjórnin virðist hafa það efst á stefnuskránni að gera alla námsmenn gjaldþrota. Enn ein sönnun á gamalmennadýrkun okkar tíma, ég held það sé löngu kominn tími á alvöru uppreisn.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Minn kæri, þú verður bráðum þrítugur - áður en þú veist af sjötugur - allt of seint að fara í uppreisn núna - þá verður ellidýrkunin passlega búin þegar þú verður orðinn gamall;-) Er þetta ekki bara annars spurning um að virða fólk - óháð aldri. Frábært þegar menn eins og Clint Eastwood hafa orku til að starfa áfram og þýðir ekki að þeir séu þar með að taka eitthvað frá unga fólkinu. Mér leiðist eiginlega æskudýrkun enn meira en ellidýrkun.

10:53 f.h.  
Blogger Ásgeir said...

Það er vissulega rétt að þessi málflutningur minn er passlega ómálefnalegur - og frábært hjá Clint að ná þessum hátindi ferilsins á þessum aldri. En pointið var meira að sýna hvað hugtakið æskudýrkun er á allan hátt fáránleg uppfinnings biturs gamals fólks, sjaldan þó gamals fólks sem býr á Stúdentagörðum eða einhverjum litlum kitrum útí bæ.

11:06 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home