þriðjudagur, apríl 26, 2005

Ich bin ein kugelschreiber

Þetta próf virðist vera að ganga aftur, allt gott um það að segja enda fátt hollara en að hvíla sig á hinum prófunum með því að taka eitt þar sem engin námslán eru undir. Þá meina ég samt ekki að þetta skipti minna máli ... en sem sagt, þeir sem eiga eftir að prófa þekkingu sína á eiganda þessarar síðu geta gert það hér.

Í algjörlega óskyldum fréttum heyrist mér að ég sé að fara að leika í þýskri stuttmynd. Helsta takmark mitt verður vitanlega að smygla línunni hér að ofan inní handritið.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvurslags. Tróni ég bara þarna á toppnum ennþá.

9:13 f.h.  
Blogger Siggi said...

Mér fer skánandi, fékk 30 stig núna en 10 í fyrra skiptið. Þetta helvítis Prag rugl er alltaf að þvæla mann.

Ef þú gleymir línunni þá máttu segja "Ich bin ein Kugelschreiber", en það er annars ekki partur af handritinu! Það kemur bara í outtakes eftir á! ;-)

8:45 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home