fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Búdapest 2

Fyrstu tveir dagarnir i Búdapest fóru nær eingöngu í viðtöl og heimsóknir. Daniel túlkur og ég kíktum fyrri daginn út fyrir borgina til Czobanka, lítið en fjandi líflegt úthverfi, hittum Guðföður sígaunanna í bænum, eina húsmóður og einn votta Jehóva. Við Daniel náðum vel saman en það er óneitanlega verra að þurfa að taka viðtöl i gegnum túlk. Umhverfi þorpsins er heillandi, skógivaxinn klettur gnæfir yfir öllu, vinsæll til klifurs - en mér heyrðist að það væri ekkert alltof algengt að menn kæmust i heilu lagi niður.

Seinni daginn fórum við i gettóið, ekki svo langt frá miðborginni í metrum en samt furðu fjarlægt. Allt mun niðurníddara en í Czobanka þó að þetta sé liklega skárra en í Lunik IX. Enduðum hjá þekktum músíkant sem var sérlegur vinur núverandi konungs Habsborgara - þ.e.a.s. ef Habsborgararnir væru ennþá kóngar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home