miðvikudagur, nóvember 13, 2002

Ég er svangur! Af því tilefni;

Topp 5 heitur matur:

Salami Gorgonzola-pizza hjá Waldklause Infang í Längenfeld, Austurríki

Kjúklingamixtúra Alfredo hjá Uglunni í Prag, Tékklandi

Tagliatelle Gorgonzola hjá Arena í Prag

Hvaðsemþaðnúvarsemégfékkmér (man helst eftir gómsætum hrísgrjónunum – í eina skiptið sem ég minnist þess að hafa notað orðin gómsætt og hrísgrjón í sömu setningu) í eina skiptið sem ég fór á La Vita e Belle á Akureyri (Hann opnaði eftir að ég flutti og er vissulega ansi dýr. Líklega eins gott, ég gat varla hreyft mig um kvöldið eftir að ég var búinn að troða mig út þar)

Hamborgari í Lindinni, Akureyri. The memories, the memories ...

Hmm, ég er nú með móral yfir að koma Greifanum og Eldsmiðjunni ekki að ... en jæja:

Og topp 5 fyrir mat eftir fyllerí:

Devitos

Bagettu- og Pizzustandurinn rétt hjá Jungmanovagötu í Prag, sérstaklega með Villa Finnska

Pylsa í Nætursölunni á Akureyri (nestin eru of langt í burtu, þú þyrftir að vera á bíl – og þá þyrftirðu náttúrulega að vera edrú)

Hlöllabátar

Pylsurnar hjá vini mínum hjá barnum með sundlauginni (hey, it’s been seven years!) í Albu Feira, Portúgal. Pik-nik snakk með pylsum er náttúrulega eitthvert stórkostlegasta framlag Portúgals til matagerðarlistar heimsins

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home