sunnudagur, apríl 24, 2005

La mala educación

Opnunartitlarnir, þessir ýktu litir, allt í einu áttaði ég á mig hvað Almodóvar er ótrúlega líkur Hitchcock. Því til viðbótar hefur maður oft á tilfinningunni með þá báða að þeir séu að vinna úr sínum eigin óuppfylltu perversjónum, sem er auðvitað hið besta mál - og ef eitthvað er þá er þessi mynd Vertigo Almodóvars. Næ samt líklega betur að tengja mig við perversjónir Hitchcocks en það eru frábærar senur hérna og sagan merkilega margbrotin, en samt er eins og eitthvað vanti. Kannski ákveðna samúð með aðalpersónunum? Bernal er hins vegar hreint út sagt stórkostlegur.

1 Comments:

Blogger roald said...

fílaði þessa mynd i tætlur og fannst gæjinn sem leikur handritshöfundinn frábær. sammála þessu með hitchcock samlíkinguna

5:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home