fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Zagreb

Fótanudd

Rútan til Zagreb var ótrúlega snögg, ég var rétt byrjaður að koma mér fyrir og bjóst við 3 tímum í viðbót þegar hún renndi í hlað. Líklega orðinn of vanur seinum lestum. Leitaði að einhverju smálegu að eta og fann bara vondan hamborgara sem gerði ekkert annað en að minna mig á hvað gyrosstaðurinn fyrir utan hostelið í Belgrad var góður, besti gyros í gervallri Evrópu so far. Ísinnn í Zagreb er hins vegar sá allra besti.

Rölti um bæinn um kvöldið og þegar ég var að labba heim þá fékk ég skyndilega þá hugmynd að prófa hvernig væri að ganga berfættur þarna. Og auðvitað voru göturnar í miðbænum akkúrat passlega hrjúfar, að labba berfættur þarna í kvöldhitanum var eitthvert besta fótanudd sem hægt var að hugsa sér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home