laugardagur, maí 14, 2005

Öfugsnúin þróunaraðstoð

Ég hreinlega næ ekki uppí nef mér yfir þessum bjánalega flugvélarskatti sem Evrópusambandið ætlar að setja á til þess afla fés til aðstoðar vanþróaðri ríkjum (Skv. fréttum Stöðvar 2 áðan). Ég tek fram að ég sé ekkert af því að einhver skattur sé lagður á okkur í velferðarríkjunum til þróunarmála, sérstaklega í ljósi þess hve stór hluti ástandsins þar er okkar sök. Þetta er bara einhver öfugsnúnasti staður sem hugsast getur til þess að taka peninginn. Ef verð á flugferðum hækkar þá verður fólk ólíklegra til þess að ferðast, þ.á.m. til vanþróaðra ríkja. Fólk sem hefur ekki komið til vanþróaðra ríkja er almennt skeytingarlausara um hlutskipti þeirra en þeir sem hafa komið, þannig fúnkerar nú einu sinni bara mannsskepnan oftast. Þessu til viðbótar þá er þetta kostnaður sem fellur að einhverju leyti á vanþróuðu ríkin sjálf, íbúar þeirra þurfa að hafa enn rýmri fjárráð en áður til þess að eiga þess einhvern kost að ferðast eða flytja til annarra landa. Þannig að í staðinn fyrir þessar krónur sem vanþróaðar þjóðir fá fyrir þennan fyrirhugaða skatt þá eykst aðskilnaður á milli fyrsta heimsins og þess þriðja enn meir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home