mánudagur, júní 23, 2003
Gamla lögregluhrukkudýrið var með mjög sniðugar hugmyndir í Kastljósinu. Nú er löggan farin að fjarlægja fólk sem vekur einhverju öðru fólki urg og óróa. Með öðrum orðum getur maður nú alltaf kallað á lögguna og beðið hana að fjarlægja allt fólk sem fer eitthvað í taugarnar á manni. Næst þegar maður fer á knæpu tekur maður náttúrulega löggu með sér til að rýma staðinn af leiðinlegu fólki. Ég er samt ekki alveg að átta mig á af hverju þeir gleymdu að fjarlægja Davíð líka. Væntanlega haft eitthvað með burðarþol að gera.
sunnudagur, júní 22, 2003
föstudagur, júní 20, 2003
Mirek var mjög sáttur við pólskuna mína. Stundum er pólska tékkneska. Stundum er hún meira að segja íslenska. Knæpa. Já, af hverju ekki? Einhver með?
Ætti ég máski að reyna að vera ögn skiljanlegri hérna? Skrifa færri færslur í einu en reglulegar? Hmm, nei, sérvitringarnir í Slóvensku löggunni mundu aldrei sætta sig við það hvað þá heldur allir bókmenntafræðingarnir. Það þarf að rannsaka og greina glæpinn og búðarhnupl er ekki nógu krefjandi.
Ef maður skoðar forsíðuna á Esquire endar maður á að kaupa það? Ef forsíðufyrirsögnin er “Carrie-Ann Moss Takes the Leather Off” er svarið augljóst.
Nýja mausplatann einokar spilarann og mun væntanlega gera um helgina. Röddin Bigga brotnar á meðan menn stunda þrælaverslun á nýjum kynstofnum, útrýma heimshöfum og staðsetja vitsmunalífið í efri heilaberkinum.
Pólakkinn spurði hvað ég væri að gera hérna fyrst ég væri búinn með háskólapróf. Kannski fá bókmenntafræðingar í Póllandi eitthvað gáfulegt að gera.
Fyrsti í nýrri vinnu. Tímabundinni ef allt fer ekki til andskotans. Ágætis mannskapur sýndist mér svosem, Ísafjarðarjaxlinn Valur, Pólski rólyndistöffarinn Mirek, TsjokkóLettinn Stanislav og – hmm, sjáum til, well, það er ekki eins og það sé hægt að ætlast til að maður nái meira en þrem nýjum nöfnum á kvöldi!
Rólegheit undanfarinna daga afsakast helst með Akureyrarferð og langdregnu millibilsástandi í tölvumálum – fyrir utan það var ég náttúrulega líka í verkfalli enda finnst mér algjört hneyksli að fá ekki borgað fyrir þetta.
Í dag er Gambrinn eins árs! Ekki seinna vænna að halda upp á það með langþráðu bloggi, ég veit þið söknuðuð mín. Sérstaklega löggurnar í Slóveníu og geimvísindamennirnir á Nasa sem eru óneitanlega exótískustu gestirnir síðan talningar hófust. Fyrir utan þá sem hafa óskað nafnleyndar, vitanlega. Eða eru óteljandi.
Stundum eru góðu hlutirnir slæmir, góðu fréttirnar vonbrigði og lífið hættulega ölvað af síminnkandi væntingum sem drepa draumana hægt og rólega þangað til að einn góðan dag saknarðu þeirra og finnur þá loks einhversstaðar týnda á milli strengjana í skrokknum, ógreiddra skulda og ógerðra hluta. Selur þá svo sem hlutabréf í framtíðinni á meðan þú lifir núið af. En núið kemur alltaf aftur, hættir aldrei og framtíð og fortíð hverfa áður en þær verða.
mánudagur, júní 09, 2003
Special Olympics
Ég er aðalspassinn! Eða mesta gamalmennið. Með yfirburðum. Boccia og bjór, hin fullkomna leið til að slútta fermingarveislu. Was Jesus special? O yeah!
Ég er aðalspassinn! Eða mesta gamalmennið. Með yfirburðum. Boccia og bjór, hin fullkomna leið til að slútta fermingarveislu. Was Jesus special? O yeah!
miðvikudagur, júní 04, 2003
ParkódínJaxl
Loksins laust hjá Tannsa á morgun. Af hverju þurfa allir endajaxlarnir mínir að uppgötva á sama tíma að þeir séu óþarfir og reyna að bora sig út í gegnum vangann á mér? Fáránlegar reglur að mega bara kaupa 10 töflur af parkódíni í einu. Já, það kemur kannski í veg fyrir að ég fremji sjálfsmorð en þar sem ég er ekki á bíl þá er ég ekki líklegur að nenna í roki og rigningu upp í Lágmúla akkúrat þegar töflurnar eru búnar. Fyrir utan að þó ég væri á bíl ætti ég náttúrulega ekkert að vera að keyra í þessu ástandi en gæti freystast under the circumstances. En það væri bara umferðarslys en ekki sjálfsmorð þannig að það væri ekki lyfjaversluninni að kenna. Þannig að ég drakk bara bjór í staðinn, það virkaði svosem alveg jafn vel. Var samt orðinn skrítinn í hausnum í morgunsárið eftir stuttan svefn og hafði skyndilega öðlast ofurheyrn og veit núna miklu meira en ég kæri mig um um ástir nágrannana sem og krakkana á leikskólanum fyrir neðan. Hvað var þetta með köngulærnar og ánamaðkana annars? Börn nú til dags ...
Loksins laust hjá Tannsa á morgun. Af hverju þurfa allir endajaxlarnir mínir að uppgötva á sama tíma að þeir séu óþarfir og reyna að bora sig út í gegnum vangann á mér? Fáránlegar reglur að mega bara kaupa 10 töflur af parkódíni í einu. Já, það kemur kannski í veg fyrir að ég fremji sjálfsmorð en þar sem ég er ekki á bíl þá er ég ekki líklegur að nenna í roki og rigningu upp í Lágmúla akkúrat þegar töflurnar eru búnar. Fyrir utan að þó ég væri á bíl ætti ég náttúrulega ekkert að vera að keyra í þessu ástandi en gæti freystast under the circumstances. En það væri bara umferðarslys en ekki sjálfsmorð þannig að það væri ekki lyfjaversluninni að kenna. Þannig að ég drakk bara bjór í staðinn, það virkaði svosem alveg jafn vel. Var samt orðinn skrítinn í hausnum í morgunsárið eftir stuttan svefn og hafði skyndilega öðlast ofurheyrn og veit núna miklu meira en ég kæri mig um um ástir nágrannana sem og krakkana á leikskólanum fyrir neðan. Hvað var þetta með köngulærnar og ánamaðkana annars? Börn nú til dags ...