sunnudagur, desember 29, 2002

Þetta er náttúrulega einstaklega óguðlegur tími til að standa í þessari vitleysu en þar sem ég er tepptur hér í Brno fram á morgun þá er best að kvelja ykkur aðeins. Strætóbílstjórar nenna almennt ekkert að vinna í dag, það er annað en harkan í lestarstjórunum. Bið með allar ferðasögur þar til ég kemst aftur í litlu góðu tölvuna mína með íslensku stöfunum. Þannig að pivo og smá samband við umheiminn verður að duga í bili, svo hlýt ég að fara að verða syfjaður bráðum fjandinn hafi það.

föstudagur, desember 20, 2002

Spurning dagsins:

Hvað heitir hostelið sem ég gisti á í Búdapest
In the town where I was born
Lived a man who sailed to sea
And he told us of his life
In the land of submarines

So we sailed up to the sun
Till we found the sea of green
And we lived beneath the waves
In our yellow submarine

We all live in our yellow submarine,
Yellow submarine, yellow submarine
We all live in our yellow submarine,
Yellow submarine, yellow submarine

And our friends are all on board
Many more of them live next door
And the band begins to play

We all live in our yellow submarine,
Yellow submarine, yellow submarine
We all live in our yellow submarine,
Yellow submarine, yellow submarine

As we live a life of ease
Everyone of us has all we need
Sky of blue and sea of green
In our yellow submarine.

We all live in our yellow submarine,
Yellow submarine, yellow submarine
We all live in our yellow submarine,
Yellow submarine, yellow submarine

We all live in our yellow submarine,
Yellow submarine, yellow submarine
We all live in our yellow submarine,
Yellow submarine, yellow submarine

miðvikudagur, desember 18, 2002

Snjór

Þessi skítakuldi sem verið hefur í rúma viku skilaði loksins einhverjum árangri á mánudagsmorgun. Ég leit út um gluggann og heimurinn var hvítur, einhver óljós sæla hríslaðist um mig og ég var í hinu besta skapi á leiðinni niður brekkuna. Kannski ætti ég að fara að íhuga jólaskap? Auðvitað entist fílingurinn ekki nema svona hálf tíma, þá var þetta bara orðið hversdagslegt slabb. En hvað um það, nú er Gambrinn að hugsa um að fara að hætta þessu í bili. Nei, ég er ekki að hóta að hætta elskurnar mínar, bara á leiðinni í jólafrí. Aðallega vegna þess að ég verð eitthvað minna í grennd við tölvur á næstunni. Kannski kemur eitthvað fram að því en ekki reikna með neinu fyrr en milli jóla og nýárs, Gambrinn vill því nota tækifærið og óska landsmönnum öllum nær og fjær Gleðilegra jóla!
Íslandsförin

Bókahorn Gambrans heldur áfram að leita upprunans

Fyrsta bókin sem tekin er fyrir í bókahorninu sem ég er að lesa í annað skiptið. Ástæðan eiginlega sú að mér fannst að ég væri ekki alveg að ná henni fyrst, hafði á tilfinningunni að ég hefði lesið hana of hratt eða eitthvað. En nei, því miður verður bara að viðurkennast að þetta er langslökust af fjórum bókum Guðmundar Andra – tek þar með afbragðsgott greinasafn hans Ég vildi að ég kynni að dansa sem hefur að geyma allskonar frumlegar pælingar sem maður kíkir í aftur og aftur. Gallin við Íslandsförina er fyrst og fremst hliðarsagan, þessi óljósa kona sem bíður í Englandi, Charlotte, og öll sagan í sambandi við það. Sú hliðarsaga virkar einfaldlega aldrei, er öll hálf óspennandi. Að öðru leyti er bókin nefnilega fín, hugmyndin að sýna fortíð okkar í ljósi útlendings með alls kyns rómantískar grillur um Ísland alls ekki slæm og virkar oft ágætlega þó vissulega falli hún í einstaka gryfju. Fékk ég heimþrá? Nei, enda er þetta Ísland sem ég hef aldrei átt heima í, minnti eiginlega í því hvað það var ýmist pirrandi eða sjarmerandi eftirá í sumum hlutum meira á Austur-Evrópu nútímans en Ísland í dag.
Oink, oink

Bókahorn Gambrans leitar upprunans

Jamm, við erum öll komin af öpum. Vona að ég sjokkeri engan strangtrúaðan lesanda en það var víst kominn tími til að þið kæmust að þessu. Eða eru aparnir komnir af okkur? Houston, we have a problem! Vandamálið er Planet of the Apes, ekki kaldastríðsklassíkin né nærbuxnamódel-í-geimnum-hösslar-apa-myndin heldur bókin. Hún er eftir Pierre Boulle sem er franskur og skrifaði líka Bridge on the River Kwai. Kannski er hann líka frægur fyrir einhverja aðra bók ekki bara út af því það var gerð bíómynd af henni. Vonum það.
En Apaplánetan hans Boulle dettur einhversstaðar mitt á milli myndana, ekki jafn útpæld og Charlton Heston útgáfan og ekki jafn útvötnuð og Tim Burton útgáfan. Þó ætti Burton að minnsta kosti skilið prik frá þeim púritönum sem kvabba endalaust ef einhverju er breytt frá bókinni hvort sem það er til bóta eður ei – því ólíkt fyrri myndinni er Burton-myndin merkilega trú bókinni. Plánetan er ekki jörðin heldur önnur fjarlæg pláneta þar sem menn eru yfir öpum og svo er einhver dularfull borg sem hefur hugsanlegar vísbendingar – og endirinn er nokkurn veginn eins og hjá Burton að íkonagrafíunni slepptri. Gallinn við bókina er þó að hún er eiginlega ótrúverðugri en báðar myndirnar, það vantar skýringuna sem er þó í bók Burtons á því að á þeirri afar ólíklegu tilviljun að á þessum hnetti séu bæði menn og apar alveg eins og á jörðinni. Það er þrátt fyrir það meiri kraftur í bókinni en andlausri mynd Burtons – hvenær fer Hollywood annars að hætta að ráða þennan væmna Marky Mark krakka í bíómyndir þar sem hann á að vera macho? – en stendur þó Heston útgáfunni langt að baki. Fær þó plús fyrir að aðalhetjan heitir Ulysse, svoleiðis aulahúmorsvísanir höfða til bókmenntafræðinörra eins og mín. Eins er mjög athyglisverð gagnrýni um menntun í henni, brandarinn helst sá að þar sem menntun okkar mannana snýst aðallega um páfagaukalærdóm þá séu apar ekkert ólíklegri en menn til þess að ná að apa eitthvað eftir kennaranum. Vona að enginn eipi nú yfir þeirri gagnrýni.
Ein pæling samt, núna er Heston orðinn að virðist helsti talsmaður ofbeldis í Bandaríkjunum (fyrir utan Bush náttúrulega) í nafni NRA sem var heyrist mér álíka saklaust og Skotfélag Reykjavíkur áður en Heston breytti því í pólitískt apparat fyrir áframhaldandi skotvopnaeign. Hvern er hann þá að bannfæra á þegar hann öskrar: „You did it, damn you! You did it! damn you all to hell!”

mánudagur, desember 16, 2002

Hið fullkomna kommbakk

Það er búið að vera heilmikið í umræðunni hvort þetta bloggsamfélag sé orðinn eins og versti gagnfræðaskóli, einelti og slúðursögur upp um alla ganga. Það er svo sem ekki við öðru að búast að einelti og slúðursögur rati hingað inn eins og aðrir þættir mannlegs samfélags – þó er ein ansi mikilvæg breyting frá því sem var á skólalóðinni. Það er í raun auðveldara að svara fyrir sig. Sjáum þetta fyrir okkur; einhver segir eitthvað við þig sem svíður, hvort sem um er að ræða slúðursögu eða móðgun, satt eða logið, ef þetta væri á skólalóðinni eða einhversstaðar annars staðar í kjötheimum þá mundirðu væntanlega sjá rautt og muldra eitthvað í reiði þinni – en það væri svo ekki fyrr en þegar mesta reiðin er runnninn sem þér vitrast hið fullkomna kommbakk – en þá er náttúrulega allt yfirstaðið og möguleikinn á uppreisn ærunnar úr greipum runninn. Þannig er þetta aftur á móti ekki í rafheimum, þú getur íhugað heillengi hverju þú svarar og engin sér hvort þú ert eldrauður í framan eða pollrólegur fyrir framan tölvuna. Í rauninni eru fórnarlömb slúðursagna eða eineltis í mun betri aðstöðu hérna en venjulega. Svo framarlega sem þau halda úti eigin síðu það er að segja, enda er aumt að skjóta á þá sem hafa ekki vettvang til málsvarnar.

p.s.: Þetta er almenn hugleiðing um þessi mál en ekki afstaða í neinni af þeim deilum sem hafa geisað – enda erfitt að taka afstöðu þegar að það er búið að ritskoða stóran hluta deiluefnanna eins og virðist vera að færast í vöxt.
The whiskey sent the world away …

Bókahorn Gambrans

Já, bókahornið er í stuði þessa dagana enda ekki seinna vænna að afgreiða fyrirjólalestur áður en jólabækurnar verða teknar upp þann tuttugastaogfjórða. Næst var A Star Called Henry, sem þýdd var á íslensku undir nafninu Ég heiti Henry Smart. Ég las ensku útgáfuna og get því ekki sett út á annað en nafnið – en það verð ég að gera af því þar þykir mér þýðandinn taka sér óeðlilega mikið skáldaleyfi. Jú, þessi setning á sér vissulega sinn stað í sögunni en þú gjörbreytir áherslunum í sögunni með því að kjósa þennan titil frekar en Stjarna nefnd Henry eða eitthvað í þá áttina. Jú, það var líklega óþjálla á íslensku – en hins vegar missir nafnið öll þau tengsl sem það hefur við dauðann og sögu Írlands sem enski titillinn hefur. Ekkert toppar þó enska titilinn á Der Himmel Über Berlin, Wings of Desire sem er sú glæpsamlegasta þýðing sem gerð hefur verið. Þó neyðist maður til þess að taka sér það í munn ef maður vill spyrja um myndina á íslenskri myndbandaleigu. Hnuss og aftur hnuss segi ég nú bara til þess að vera nú málefnalegur!
En nóg af misgáfuðum þýðendum og aftur að bókinni. Hún er að mörgu leiti írska útgáfan af Midnight’s Children, gjörólík upp að vissu marki en sá munur skýrist eiginlega fyrst og fremst á þeim mun sem er óneitanlega á Írum og Indverjum. Það eru meiri læti í Miðnæturbörnunum, Henry er rólegri þrátt fyrir öll morðin og eltingarleikina. Sagan gerist fyrstu tvo áratugi síðustu aldar (mér finnst ennþá jafn skrítið að tala um tuttugustu öldina sem síðustu öld), á það sameiginlegt Miðnæturbörnunum að greina fyrst frá forfeðurunum áður en hann kemur í heiminn en lætur sér þó að mestu duga að greina frá tilhugalífi foreldra hans þó lítillega sé máluð mynd af bakgrunni ömmunnar, þannig að Henry sjálfur fæðist ólíkt fyrr í bókinni heldur en Saleem Sinai. Lyktin skiptir miklu máli hér líkt og í Miðnæturbörnunum, lyktin af skítugum og blóðugum frakka föður Henrys, leigumorðingjans, er eins og hálfgert leiðarstef seinna meir í baráttu hans í blóðidrifinni frelsisbaráttu Íra – og fær mann þannig til þess að spyrja sig, hver er munurinn? Annað er fyrir ríkan og spilltan ósýnilegan yfirmann, hitt fyrir meint frelsi þjóðarinnar – en lyktin er sú sama. Og fleira en það er líkt. Kynlífslýsingarnar hefur hún framyfir Rushdie, Rushdie hefur kannski fullgaman af því að gera þær gróteskar – í Henry eru þær oft skondnar, en um leið einkennilega fallegar líka. Baráttuaðferðir írska lýðveldishersins gagnvart ofurefli eru líka merkilega svipaðar og hjá landa þeirra O’Sullivan í Road to Perdition (teiknisögunni – ég er í bíósvelti hérna og veit ekki hvort sömu aðferðir eru notaðar þar).
Eitt er mikið talað um í umfjöllun um bókina, það er að hún sé algerlega órómantískt sýn á frelsisstríð Íra. Það er vissulega kjaftæði skrifað af fólki sem hefur ekki hundsvit hvað felst í orðinu rómantík. Svonefnd þjóðernisrómantík sem er skrifuð af hæfileikalausum áróðursfulltrúum þar sem öll jákvæð gildi eru hafin lengst upp til skýjanna er áróður og hefur ekkert með skáldskap eða rómantík að gera. Það að þykja vænt um eitthvað, hvort sem það eru lifandi hlutir eða dauðir, það er rómantík. Það getur verið konan þín, það getur líka verið lykt á pabba þínum sem táknar dauða. Það að þykja vænt um fólkið sitt eins og það er – og eins og það var – það er rómantík. Doyle þykir vænt um samlanda sína af því hann veit hvernig þeir eru – honum þykir aftur á móti lítið vænt um lygar, þær hugmyndir sem siðapostular og falsspámenn hafa um það hvernig Írar eigi að vera.
Uppáhaldsneðanmálsgreinarnar mínar:

Aðeins meira um ritgerðina sem fer í póst til Ástráðs í dag, BA ritgerðina sem ég bað systur mína á að giska hvað væri löng. Hennar BA ritgerð var 25 síður, MA ritgerðin 85 – hún ætlaði að vera seif og giskaði á að mín væri einhversstaðar á milli. Wrong answer! Nú er hún strax byrjuð að hafa áhyggjur af hvað MA ritgerðin mín verði löng. En eins og í öllum almennilegum BA ritgerðum er töluvert um neðanmálsgreinar enda eigum við víst að sýna fram á að við kunnum heimildavinnu eða einhvern fjandann. Þessar tvær neðanmálsgreinar eru í sérstöku uppáhaldi:

59: Sjá neðanmálsgrein 80

60: (brot) Rauntíminn er framandgerður á meðan afturábaktíminn er raungerður.

Hinar eru aftur á móti svona nokkurn veginn skiljanlegar – og reyniði bara að tegra þetta!
Setið á Karlsbrúnni

Sitjandi á Karlsbrúnni, ég er eins og stytturnar hérna. Fyrir ofan mannlífið, einsamall og eins og ég hafi verið hérna frá örófi alda þó ég hafi bara komið hingað fyrir fimm mínútum. Lít á mannfólkið og velti fyrir mér; Hvert er þessi að fara? Hvaðan kemur hann? Er hann að hugsa eitthvað háleitt eða er hann bara í túristaleik eða á hann kannski heima hérna rétt hjá? Kannski einhver einkennileg blanda af öllu þrennu. Það var verið að biðja mig um tvær krónur. Ég er hálf svekktur, ég var að vona að einhver gæfi mér pening. Var að vona að ég væri passlega betlaralegur. En nei, ég sit fyrir ofan fólkið, maður á að sitja fyrir neðan það ef maður vill fá pening.Þannig ég er örlátur andi brúnnar sem gef þurfandi með mér af alsnægtum mínum, fer svo seinna heim og borga skuldir.
Tilhugsunin um að fyrir stuttu hafi húsin sem umkringja brúnna farið á kaf og íbúarnir verði margir ansi lengi að borga brúsann stoppar mig sem betur fer frá því að vorkenna sjálfum mér, Íslendingi með visakort í útlöndum. Það er þó merkilegt hversu lítil ummerki sjást orðið um flóðin hér. Helst ef maður fer nógu langt frá helstu ferðamannagötunum í miðbænum að maður rekist á götur í molum og einstaka húsarústir. Skoðaði einmitt afar áhugaverða ljósmyndasýningu í listasafninu Manes (sem er einmitt að stóru leiti út í ánni) um flóðin.
Myndirnar eru mun áhrifameiri og betri en nokkuð sem maður hafði séð í blöðunum heima og á innlendum og erlendum fréttavefjum. Sniðmyndir af Vltava-ánni fyrir og eftir, óteljandi sandpokar og drulla út um allt. Brúnleitt vatnið umkringir hús, slökkviliðsmenn berjast við að bjarga gömlu fólki og hundvotum köttum, fólk ferðast um borgina í gúmmíbátum, vélbátum og einstaka pallbílum. Húsarústir blasa við sem og varnargarðar. Kvenstytta á einni brúnni ber hendi við brjáluðum vatnsflaumnum á meðan hvítklædd kona, berfætt, er innikróuð inní hliðargötu. Röð báta róa frá hringekju sem er hálf í kafi, ónýtir járnbrautarteinar sökkva í jörðu og fólk reynir að bjarga verðmætum. Ónýtur, og hugsanlega eitraður, matur er fjarlægður af björgunarmönnum klæddum hlífðarfatnaði og gasgrímum. Vörur verslana liggja á götunum eins og hráviði á meðan fiskur spriklar í skóflu stutt frá Þjóðleikhúsinu. Maður á kajak rær fram hjá metrostöðinni Florence, það er lokað. Einnig eru myndir frá eldri flóðum, á einni er mestöll Karlsbrúin þakin rekaviði, væntanlega leifar annarar brúar úr veikara efni. Besta myndin er þó af ungum dreng sem lítur á okkur úr aftursætisglugga bifreiðar sem hefur stoppað rétt áður en vegurinn breytist í fljót. Svipur hans er örvæntingarfullur, enda virðist hamlaust vatnið fossa í áttina að bílnum – rétt fyrir framan þá er ekki hægt að sjá betur en að önd nokkur sé að stjórna umferðinni, fullkomlega yfirveguð í öllu brjálæðinu.
Allt þetta brjálæði hefur þó ekki stoppað Íslendinga í að heimsækja borgina. Aldamótaveturinn sem ég var hér til náms heyrði ég ókunnugar raddir tala íslensku þrisvar sinnum yfir allan veturinn. Það er líklega dagsskamturinn núorðið – og er þá ótalin helgin þegar starfsmannahópur gamals vinnustaðar var hér mér til ómældrar ánægju. En það er í miðbænum. Úthverfi eins og Holesovice eða gamla hverfið mitt í Žižkov sem ég heimsótti eitt kvöldið, gripinn skyndilegri gamalli heimþrá. Nostalgíu eftir dansandi Slóvökum, Pakistönskum barþjónum, ísjakahlaupi til að forðast hundaskít, trúðnum og skáldinu, hinni einu sönnu Borijova-götu, tegötunni minni, sjónvarpsturninum … og Palac Akropolis. Dró tvo Íslendinga og einhvern hrekklausan Ísraela í þetta vafasama mekka Pragverskrar jaðarmenningar. Eftir skamma stund þá var mig eiginlega farið að langa heim í bælið - en bölvuð ábyrgðartilfinningin er alltaf söm við sig hversu skakkur sem ég verð þannig að ég bíð eftir að þremenningarnir séu búinn að dansa nægju sína. Enda ekki alveg staðurinn til að skilja grunlausa græningja eftir í Prag. Eignast góðan vin meðan ég bíð, góðan mann úr Jesseníkí-fjöllunum sem er mjög glaður að heyra að ég hafi eitt þremur ljúfum dögum á þeim slóðum.
Undir morgun var svo loks kominn tími á heimferð, ég uppfyllti loforð við mann sem ég kann ekki að nefna og skilaði þríeykinu heim, þvínæst skilaði ég sjálfum mér heim þó engu hafi verið lofað þar um.
Ekkipistill

Ég er náttúrulega löngu á eftir með þetta – en ég fékk sem sagt tvær lesbækur með jólapakkanum. Þar sem þær höfðu þegar þjónað því hlutverki að passa kónana mína þá var ástæða til að glugga aðeins í blöðin. Það er helst ein grein sem ég sé ástæðu til að tjá mig um hér, grein Kötu Jakobs um „Fjölnismenn vorra daga: Íslenska í rappi og fræðum”. Löngu tímabær grein og minnti mig á pistil sem ég ætlaði einhverntímann að skrifa hérna og komst aldrei í að gera. Ég hef ekki beinlínis mikið við greinina sem slíka að athuga – enda skrifuð frá frekar hlutlausum sjónarhóli þó Katrín sé íslenskunemi sem er vissulega nokkuð afrek – frekar töluvert sem ég vildi bæta við. Það varð hinsvegar svo mikið að ég er eiginlega að hugsa um að nota það annars staðar – hvar kemur í ljós síðar. Til að hugga ykkur er ég að hugsa um að láta í staðinn fylgja gamla pælingu sem ég var að hugsa um að nota í annað en hætti við, smá viðbót við Pragpistlana frá því í haust.

föstudagur, desember 13, 2002

Ekkert sár …

Mér er sko alveg sama þó ég hafi misst af Nick Cave út af því að í staðinn þá fær hann að syngja tvær línur í ritgerðinni minni! Auk þess er hann að hugsa um að kíkja um áramótinn í pivo, spurning hvort ég fæ hann ekki bara með í Stórsvigið. Ef hann er smeykur get ég bent honum á að það er engin höfn í Prag til að hafa áhyggjur af en ég get samt farið með hann á sjóarabar …
Skærin ofurskapandi

Kom loksins jólagjöfunum í póst, ég var víst ekkert að skoða of vel skærin þegar ég keypti þau – þetta eru víst super creative scissors, sem þýðir að það lítur út fyrir að maður hafi notað litla gæluhákarlinn sinn til að klippa jólapappírinn. Sem gengur náttúrulega ekki af því þá hefði ég annað hvort þurft að taka hákarlinn upp úr vatninu og hann hefði drukknað eða að ég hefði þurft að bleyta pappírinn sem hefði náttúrulega eyðilagt hann. Svo kemur ókindinni minni og zebranum mínum ekki sérlega vel saman þannig að ég þurfti að fara til dáleiðslusérfræðings sem sannfærði zebra um að hann væri vatnshræddur til að hindra að allt fari í hund og kött. Hvað jólagjafirnar varðar, fullseint kannski en hver hefur ekki gaman af eins og einum þriðja í jólum pakka?
Krossgötur

Cross Roads eftir meistara Èapek var næst, smásagnasöfnin Wayside Crosses og Painfull Tales saman í einu bindi. Wayside Crosses er eitt af fyrstu verkum kalls, oft skemmtilegar pælingar en það virðist hver einasti mannræfill í þessum sögum vera heimspekingur um leið og hann opnar munninn, ekki alveg að virka þó þær séu vel skrifaðar. Þó er síðasta sagan, Love Song, átakanleg undantekning og stystu sögurnar ná einhverri undurfallegri lýrík. Painful Tales, jú, stendur undir nafni. Ekki mikil hamingja hér – sögurnar eru mun jafnari að gæðum en þó standa Insulted og Money upp úr, báðar fjalla um menn sem fá óvænta heimsókn frá sjaldséðum bróður / systur – í annari getur hann aðeins gefið ráð, í hinni getur hann aðeins gefið pening. Ráðin duga ólíkt betur þó ekki sé það nema að hluta til happy ending þar en um leið og bróðirinn í hinni sögunni opnar budduna þá koma skyldmennin svermandi að og klípan sem hann lendir í einhvernveginn sérstaklega ömurleg – en um leið örugglega ekkert einsdæmi.
Bókahornið snýr aftur!

Khomeini hefur gefið okkur tækifæri til að endurheimta okkar brothættu trú ... trúna á mátt orðsins – Norman Mailer

Já, ég veit ég hef svikið ykkur um uppáhaldsdagskrárlið ykkar – en hér snýr Bókahorn Gambrans loks aftur. Nú hefur bókahorn Gambrans nefnilega loks náð í skottið á sér, þetta hófst allt saman þegar ég hafði nýlokið Danskennslu fyrir eldri borgara eftir Bohumil Hrabal og var ég lítillega búin að tjá mig um hana þegar ég ákvað að byrja á byrjuninni og fræða ykkur um allar þær skruddur sem ég hef lesið eftir að til Tékklands kom. Eitthvað var ég búinn að tjá mig um þetta verk Hrabals, best að vitna í sjálfan mig til þess að halda þessu í réttri röð:

Bókin er ein setning – bara dálítið löng setning, rétt 100 síður. Margar kommur, einstaka spurningamerki en enginn einasti punktur. Þetta er náttúrulega glæsilegt ull-á-ykkur á alla sérskipaða stílista sem fullyrða að stuttar setningar séu forsenda góðs stíls. Og gengur þetta upp? Hrabal er náttúrulega alltaf skemmtilegur, en nei, ekki alveg. Kannski ef þetta væri styttra, kannski ef þetta væri á íslensku – það skiptir mig venjulega ekki miklu máli hvort bók er á íslensku eða ensku en ég hugsa að í tilfelli eins og þessu þá telji þessi aukaprósent sem móðurmálið hefur. Maður heldur frekar athyglinni.

Og ekki var hún jafn skemmtileg og Alveg glymjandi einsemd og Lestir undir smásjá. Talandi um glymjandi einsemdina – einhverntímann verður maður að taka Stórsvigið í Prag, he he. Einhver memm? Líkurnar á að villast ekki eru líklega um það bil engar en það er óþarfi að láta það stoppa sig.

Og næst var Miðnæturbörn Salmans Rushdie. Hvað er hægt að segja um Midnight’s Children? Til að byrja með er rétt að geta þess að ef einhver lesandi heldur að Salman Rushdie sé aðallega frægur fyrir hina alræmdu fötwu sem Khomeini útdeildi honum þá, jú, hefur hann að vísu rétt fyrir sér. En hann á þá frægð margfaldlega skilda, Midnight’s Children vann Bookerinn (og seinna Booker of bookers, besta bókin til að vinna í 25 ár) löngu áður en Söngvar Satans kom út.
Það að lesa Rushdie minnir eiginlega á að sjá einhverja brjálæðislega fimleikasýningu sem þar sem hann stekkur alltaf lengra og lengra og textinn verður brjálæðri og brjálæðri. En aldrei virðist hann detta. Hann er oft fjandi nálægt, manni sýnist hann oft vera um það bil að taka dýfu – en alltaf lendir hann á löppunum. Þessi bók, hún er eiginlega uppreisn gegn spakmælum Stalíns að dauði eins sé harmleikur en dauði (og ef út í það er farið líf) milljóna sé tölfræði. Spakmæli sem eru væntanlega hvergi sorglegri en í þessum óhugnanlegu fjölmennu milljarðalöndum tveim, Indlandi og Kína. Við sjáum fyrst afa hans í Kasmír, einkennilegt tilhugalíf hans og verðandi ömmunnar, ferjumanninn ævaforna sem segir sögur þegar hann ferjaði Jesú, spikfeitan og sköllóttan, nei, ég ætla ekki að fara lengra, það er of margt sem kemur á óvart, en einhvernveginn tekst Rushdie að gæða sögu Indlands lífi – þú færð Indland beint í æð því Saleem Sinai fær Indland beint í æð – og Pakistan og verðandi Bangladesh, systurlöndin tvö sem það á í eilífu stríði við.
Upphafid af newsletterinu hja Empire i dag:

This week...
It's been a bitterly cold week, with temperatures falling below those of Reykjavik - which is in Iceland for Chrissakes!

fimmtudagur, desember 12, 2002

Ástæða tvö

Sum skrímsli vilja bara fá meira að borða þegar þú hendir einhverju í þau og stækka bara og stækka. En nú tókst mér loks að temja litla skrímslið mitt og senda það í próförk. Þetta litla skrímsli sem mun víst vera af tegund BA ritgerða er víst orðið frekar langt, aðeins lengra en það átti upphaflega að vera, ekki samt nema svona þrefalt lengra sko … annars finnst mér asnalegt að það sé ekki hægt að meta BA ritgerðir nema 10 einingar. Ekki það að það skipti neinu máli, ég er fyrir lifandis löngu búinn að klára nítíu einingar, ef rétt er talið þá er ég með 109 einingar. Hef eiginlega ekki hugmynd um hvort þeir eru eitthvað strangir með lengdina í sambandi við efri mörkin, ætli ég þurfi að stytta kvikindið? Sjáum til, Ástráður hefur að minsta kosti nóg að lesa um jólin. Er ég geðveikur? Já vissulega. En að lokum vil ég þakka eftirtöldum fyrir þátttökuna, ég hefði ekki getað gert þetta án ykkar:

Karel Èapek, Halldóri Laxness, Christopher Nolan, Jonathan Nolan, Guy Pearce, Carrie-Ann Moss, Joe Pantalino, Paul Auster, Ástráði Eysteinssyni, Nick Cave, Roddy Doyle, Einari Má Guðmundssyni, Eiríki Guðmundssyni, Sigmund Freud, Halldóri Guðmundssyni, Guðmundi Andra Thorssyni, Gunnari Gunnarssyni, Gunnari Kristjánssyni, Kristjáni Albertssyni, Ivan Klíma, Margréti Eggertsdóttur, James Mottram, Radiohead, Salman Rushdie, David Siegel & Scott McGehee,Sigríði Þorgeirsdóttur, Sverri Pál Erlendssyni, Kurt Vonnegut og Wachowskibræðrunum.

Hver segir svo að heimildaskrár þurfi að vera leiðinlegar?
Lyklakippan Ásgeir og Ásgeir lyklakippa

Jú, svo var líka lyklakippa með nafninu Ásgeir í pakkanum. Nú á ég tvær lyklakippur með nafninu, sú gamla er vissulega svalari enda hún sérútskorin Malawísk gæðahönnun. Þessi er samt skemmtileg, þessi týpa sem við vorum að selja í Bóksölunni og ég týmdi aldrei að kaupa mér – og ég get frætt ykkur um að þjófavarnamerkið er inní henni. Hmm, Gneistinn er að smita mig með tilgangslausum fróðleikspunktum frá vinnustöðum. En þetta er sem sagt skilgreining á Ásgeirum:

Merking nafnsins er spjót helgað guðunum.
Ásgeir er gæddur staðfestu og hagsýni. Hann er auðveldur í umgengni og sýnir sjaldan tilfinningar en á það til að vera þungur í lund, þyki honum að sér veitt.


Jú, jú, passar alveg sæmilega – nema hvað varð um þessa hagsýni?

Fyrir áhugasama er rétt að benda á að umræddur Ásgeir er ritari og hversdagssjálf Gambrans. Hver er Gambrinn? Það er verðlaunagetraun desembermánaðar. Verðlaun fyrir besta svarið er splunkuný BA-ritgerð. Svör sendist á ati@hi.is. Tekið skal fram að þetta er ritgerðaspurning og svör styttri en ein og hálf A4 blaðsíða eru ekki tekin gild.

Ástæða eitt

Jólapakkinn er kominn! Ólíkt hinum jólapökkunum sem komu í byrjun desember og gera ekkert nema kvelja mann, þetta er þrekraun enda enginn nema ég sjálfur til að stoppa mig í að rífa pappírinn af, þá eru ekki bara jólapakkar í þessari sendingu heldur líka slatti af lesbókum og blaðadóti, jóladúkur, lítil ljósmyndamappa og tattarada! Kökur! Jólakökur!! Ég hef verið frekar duglegur með bakarískökurnar (enda þær náttúrulega ekki offísjal jólakökur og alltílagi að stelast smá) en ekki snert á kónunum sem hefur vissulega krafist heilmikils sjálfsaga. Síðan voru Fréttablöð notuð til að fóðra kassann – ég er ekki frá því að snepillinn hafi snarbatnað síðan ég fór. Eða er þetta bara enn ein sönnunin að heimþrá hjá mér kemur venjulega fram á mjög einkennilegan hátt? Ég hef til dæmis aldrei fengið jafn mikla heimþrá og í Eiffelturninum … Annars er ég venjulega að mestu laus við þessa blessaðu heimþrá, maður er nokkuð öruggur með að sjá Ísland og mest allt liðið þar aftur, hitt er alltaf frekar óöruggt hvort maður á eftir að sjá suma útlendingana sína aftur.
Mér er kaaalt! (já og svo blogga ég hér um perur í fyrsta og vonandi eina skiptið á ævinni)

Og er búið að vera undanfarið. Allt í einu á mánudaginn blossaði kuldinn upp, ég hljóp upp hluta af brekkunni heim bara til að halda á mér hita – og eftir smá dund þá ætlaði ég að klára að setja upp ritgerðina. Það gekk hægt, það var kalt í herberginu mínu, puttarnir mínir voru frosnir og músin var skítköld. Þá ákvað ég að fara að sofa og vonast til að ofninn hitnaði. Það gekk ekki mikið betur út af því mér var ennþá kalt, fór í sokka en átti ekki möguleika á að dúða mig mikið meira út af því flest fötin mín eru niðrí Zlín í þvottahúsi. Það er kannski álíka kalt hérna núna og á köldum vetrardegi heima en ólíkt því sem þar gerist þá eru ekki öll hús ofhituð til andskotans, Reykvíkingar eru sérstaklega grófir í þessu og venjulega er alltof heitt í húsum í Reykjavík. Það eru aftur á móti algengt að Akureyringar þrjóskist til að hafa gluggann opinn til að hleypa fersku lofti inn í 15 stiga kulda. Núna tveim dögum seinna er orðið lífvænlegt í herberginu mínu – það er samt ennþá kalt þó ofninn hafi verið á fullu í tvo daga og gluggar og svaladyr aldrei þessu vant lokaðir – en þess í stað er ég ljóslaus. Ég virðist nefnilega draga að mér þessi misserin húsnæði með asnalegum loftljósum. Það kannast líklega margir við þessi fáránlegu loftljós á Eggertsgötunni sem tekur heila eilífð að losa þegar þarf að skipta um peru, þetta er svona svipað hér nema hér þarftu að hafa skrjúfjárn líka. Og mitt er heima. Komst að því að það þyrfti skrúfjárn þegar peran fór þegar ég var nýkomin hingað, hóaði í húsbóndann á neðri hæðinni og hann reddaði þessu. Ég tók þá ákvörðun að vera samt ekkert að kaupa skrúfjárn þó mér sé almennt illa að vera erfiður leigjandi út af því að varla klára ég nema eina peru í viðbót, sem ég gerði á sunnudaginn, redduðum því – svo springur það helvíti þegar ég kem heim núna á miðvikudegi! Klukkan tíu þannig að allir eru farnir að sofa. Þannig að talvan og nokkur ræfilskerti eru eina ljósið sem ég hef. Venjulega væri hlýtt bólið besti kosturinn í stöðunni en nú er það ekkert sérlega hlýtt, ef einhver áttar sig ekki á því þá er þetta náttúrulega skrifað í gær að ykkar tíma, ég nenni ekki að pikka blogg eða tölvupósta inná tölvurnar niðrá Zlín út af því að þær gera ekki ráð fyrir að íslendingar reki þar nefið inn. Þó hafa þær fram yfir ýmsar tölvur í Prag að vera samt alveg að höndla íslenska stafi sem koma inní hana. En hvað um það, ef þessi kuldi og þetta perurugl hefði komið upp í síðustu viku til dæmis væri ég örugglega alveg hundfúll og væri búinn að hringja í Havel og lýsa frati á þetta land hans og óskað því alla leið aftur í kommúnismann ef ekki hreinlega til Habsborgaranna. En þessi vika er aftur á móti búinn að vera skitsófrenísk í meira lagi (vikan sjálf, ekki ég – við skiptumst á) og tvær mjög góðar ástæður fyrir að vera í góðu skapi.

mánudagur, desember 09, 2002

Það er verið að rífast um stimpilklukkur. Bráðum verður fólk farið að hóta því að fara í bloggverkfall ef það fær ekki sínu framgengt.
Ég fékk póst á föstudaginn frá finnskum Andrésar Andar og teiknimyndasagnafræðimanni eftir að hann hafði fundið heimasíðuna mína á leitarsíðu. Ég er mjög stoltur þó ég muni að vísu ekkert eftir að hafa minnst Herra Önd hér. En hins vegar var hann mjög heppin að lenda á mér enda býst ég við að við Starri séum einu mennirnir sem gert höfum fræðilega úttekt á stöðu teiknimyndasagna á Íslandi. Úgg!
Í framhaldi af ummælum þessarar konu (nenni ég að nafngreina hana? Nei.) hafa margir talað um að blogg sé náttúrulega aðallega ætlað vinum og kunningjum. Þeim er vissulega velkomið að kíkja í heimsókn hingað enda alltaf gaman að fá góða gesti. En þessi síða er alls ekki síður sárabót fyrir þá sem eru svo óheppnir að þekkja mig ekki.
Það er kona á einhverjum ungliðavefritinu að gefa í skyn að það að blogga bendi til að fólk eigi ekkert líf. Það er vissulega misskilningur. Það að eiga ekkert líf er að slá metið í öllum styrkleikastigum af minesweeper sama daginn. Og snake líka.

föstudagur, desember 06, 2002

Sverrir Páll kenndi mér íslensku í tvo vetur með misjöfnum árangri – ég var nokkuð stoltur af því að mig vantaði bara 1,2,7 og 10 til að klára einkunaskalann í þeirri ágætu grein á menntaskólaárunum þó áttur og níur yrðu algengari með árunum eftir að ég slapp úr helvíti fánýtrar setningafræði og málsögu. Ég fékk til dæmis 4 og 9 í tveim tilraunum við Njálu, það hjálpaði að hafa í seinna skiptið lesið bókina en hana hafði ég ekki opnað þegar ég fékk fjarkann. Lesturinn var þó tímasóun af níunni slepptri enda Njála vond og ofmetin bók. En það var ekki það sem ég ætlaði að minnast á hér. Ég ætlaði bara að benda ykkur á þetta, af því þetta er fallegt og þetta er djúpt. Þetta er líka satt.
Uppáhaldslög

Running to Stand Still – U2
Nightswimming – R.E.M.
Loveletter – Nick Cave
Lítill fugl – 200.000 Naglbítar
The Prophet Song – Queen
Cure for Pain / The Night – Morphine
Svefninn laðar / Fram á nótt – Nýdönsk
Maðurinn með járnröddina – Maus
Ágætis byrjun – Sigur Rós
Mad World – Gary Jules
Blister in the Sun – Violent Femmes
Miss Misery – Elliot Smith
China – Tori Amos
Angie – Rolling Stones
Who by Fire – Leonard Cohen
Sound of Silence – Emilíana Torrini
The Power of Love – Frankie Goes to Hollywood
Miss Sarajevo – George Michael
What a Wonderful World – Louis Armstrong
As Time Goes By – Dooley Wilson

Michelle, Yesterday og Hey Jude voru nálægt því að komast inn, en það væri alfarið vegna eftirminnilegra minninga, gullfallegrar Slóvakískrar söngkonu í Vín, jólasnjós um nótt og fallegasta rónapars í heimi. Að öðru leiti er ég ekki að fíla Bítlana neitt sérstaklega.
Uppáhaldsbækur:

The Country of Last Things -Paul Auster
Three Novels: Hordubal, Meteor, An Ordinary Life -Karel Èapek
Sagan endalausa -Michael Ende
Mín káta angist -Guðmundur Andri Thorsson
Hverjum klukkan glymur –Ernest Hemingway
About a Boy –Nick Hornby
Góðir Íslendingar –Huldar Breiðfjörð
Elsku Míó minn – Astrid Lindgren
Sólskinsrútan er sein í kvöld – Sigfús Bjartmarsson
Mother Night – Kurt Vonnegut
Nei – Ari Jósefsson
Þegar hendur okkar snertast – Hrafn Jökulsson
Long Day´s Journey Into Night – Eugene O’Neill
Launsynir orðanna – Einar Már Guðmundsson
Mín káta angist – Guðmundur Andri Thorsson
MAUS -Art Spiegelman
The Loneliness of the Long Distance Runner -Allan Sillitoe
Lesarinn –Bernhard Schlink
Midnight’s Children –Salman Rushdie
A Star Called Henry –Roddy Doyle
Uppáhaldsmyndir:

Der Himmel Über Berlin
12 Monkeys
Bringing Up Baby
Vertigo
Fight Club
American Beauty
The Hustler
Truman Show
The Sixth Sense
Beautiful Girls
Heat
Schindler´s List
Before Sunrise
Braveheart
The Matrix
Casablanca
Almost Famous
Memento
Donnie Darko
Good Will Hunting
3 Topp 20 listar

Var loksins að koma því í verk að kvitta í gestabækur hingað og þangað. Ein þeirra var með svívirðilega erfiðum spurningum og spurning um að láta svörin fylgja hér líka svo lesendur geti rifist út af þessum svörum mínum. Ég ákvað sökum meðfæddrar óákveðni að líta framhjá því að orðin uppáhaldslag og uppáhaldsmynd voru í eintölu. Til að sýna örlitla stillingu fær þó engin höfundur / hljómsveit / leikstjóri fleiri en eina mynd þó einstaka hefði máski átt það skilið. Nema Nýdönsk og Morphine af því ég gat ekki gert upp á milli tveggja laga. Og bókatitlar eru gefnir á því tungumáli sem skruddan var lesin á. Já, ég asnaðist nefnilega líka til að hafa uppáhaldsbækur með enda algjörlega manískur þegar ég á annað borð byrja á þessum listum. Þar fer trúverðugleiki minn sem bókmenntafræðingur – og það áður en ég útskrifast! Enginn Laxness og enginn Shakespeare, enda er ég latur að lesa skáldskap eftir styttur. Þó er Vefarinn ekki of langt undan. Ég er strax kominn með móral yfir þeim sem ég gleymdi en þegar ég verð orðinn ríkur þá ætla ég að ráða einhvern efnilegan bókasafnsfræðing til þess að aðstoða mig við að gera almennilega lista þar sem ekkert gleymist.
Blómarósin Elk er endanlega að brjálast. Hún sakaði mig einhverntímann um að skrifa löng ímeil – núna skrifar hún reglulega tölvupóst sem er 15 A4 síður. En nú veit ég allt um litháískan landbúnað og djammsögurnar hennar eru litríkari en svo að ég fari að hafa þær hér eftir. En þetta er að komast í skáldsögulengd, spurning um að tala við Kristján á Forlaginu? Nei, best að fara á einhverja almennilega útgáfu með þetta frekar. Annars er ég að fara að ímeila útlendingunum mínum, kominn tími til.

fimmtudagur, desember 05, 2002

Hmm, kannski ætti ég að passa mig á því að vera að slúðra svona steypu. Einhverntímann í sumar þá var ég að blogga um bekkjarpartí fyrir stúdentsafmælið mitt í júní þar sem Jónsi komst ekki í sökum spilamennsku með svartklæddu mafíunni sinni en sendi þess í stað disk af uptöku á Gauknum með laginu Nakinn. „Og ég tileinka þetta lag Tomma vini mínum sem er að halda partí á Akureyri” minnir mig að kynningin hafi verið fyrir framan æsta aðdáendur sunnan heiða. Eitthvað minntist ég á hérna á það að þarna hefði ég loksins skilið merkingu lagsins og ég ýmsar aðrar vafasamar útleggingar voru samdar þetta góða kvöld út frá “laginu hans Tomma” og hafa örugglega ratað annað en á þessa síðu. Síðan er sjálfur popppunkts doktorinn að pósta þær fréttir að eitthvað lið sé sannfært um að Jónsi sé hommi! Sem sannar í rauninni eingöngu eitt, allar ósannar kjaftasögur eiga uppruna sinn í húmorslausu fólki. Það er alltaf einhver húmorslaus sem tekur djókinn alvarlega. Eða stundum bara fattlaus, svo ég sé nú sanngjarn. Eins og til dæmis stúlka nokkur sem vann með mér norðan heiða fyrir mörgum árum og er vafalítið sannfærð um að ég sé löngu farinn yfir móðuna miklu sökum alnæmissmits. Ég var að fara í læknisskoðun út af endurnýjun ökuskírteinis sem maður þarf víst að gera þegar maður er 19 ára en afbrigðilegur húmor viðkomandi vinnustaðar leyfði ekki svo sakleysislegar skýringar.
Auður systir var nýkominn heim en er strax farinn aftur til Köben. Ég er farinn að hætta taka þessar fundasögur trúanlegar, örugglega einhver sætur Bauni í spilinu. Að minnsta kosti vona ég það enda vantar alveg gott slúður hérna á síðuna. Það skal þó tekið fram að ef um Bauna er að ræða er eins gott að hann sé góður í ensku eða verði snöggur að læra íslensku ef hann vill fá að tala við mig í fjölskylduboðum enda tek ég ekki í mál að fara að reyna að tjá mig á þessu hrognamáli allra hrognamála. Þó gæti hann fengið undanþágu frá þessum skilmálum ef hann splæsir allri Valhalla-seríunni á mig og kaupir sér spes hotline farsíma sem hann svarar í á öllum tímum sólarhringsins þegar ég er að hringja út af einhverri baunalenskunni sem ég er ekki að skilja í hinum dönsku Goðheimum.
Save the World!

Eina leiðin til þess er vissulega að kaupa Grænskinnu og gefa hana öllum helstu ættingjum og vinum í jólagjöf fyrir utan að geyma sér eitt eintak sjálfur. Þetta öndvegisrit á sviði umhverfismála kom út í vor en er vissulega enn fersk sem íslenskur fjallalækur og einstakt afrek á sínu sviði. Þið getið keypt bókina hér eða labbað barasta útí næstu bókabúð (sem er náttúrulega umhverfisvænna) og lagt ykkar að mörkum.
Ég fékk póst frá netklúbbi Flugleiða og þeir stungu upp á því að ég væri nú frumlegur og gæfi einhverjum utanlandsferð í jólagjöf. Ég er náttúrulega alltof fátækur og ófrumlegur fyrir svona lagað en ef það er einhver frumlegur þarna úti þá væri miði heim vel þegin í jólagjöf!
Dúa Mandela

Spurning hvort einhverjir vitringar vita hvaða orðabók um ræðir. Ef svo er, endilega kommentið og sýnið heiminum fram á visku ykkar. Eina vísbendingin er sú að ég minntist þessa ljóðs þegar ég var að hlusta á disk með eðalbandinu Clannad. Þeim heyrði ég fyrst í rétt eftir að Daniel Day-Lewis stökk í gegnum fossinn og skyldi Madeleine Stowe eftir, Clannad spila undir hlaupinu frá fossinum. Last of the Mohicans er annars merkileg fyrir lokaatriðið, tólf mínútur þar sem enginn mælir orð frá vörum og þú ert kominn inní nútíma þögla mynd, með snilldarundirspili. Eftir tólf mínútna þögn mælir svo gamli móhíkaninn nokkur orð og myndinni líkur.
Óútgefin orðabók

Ástin er grá
Ég er víst alls ekki nógu drykkfeldur til að geta staðið undir því að vera kallaður fyllibytta, þar af leiðandi fékk ég skilaboð frá góðum manni í gær sem stakk upp á viðurnefninu Villibytta. Ég hef ekki hugmynd um hvað það þýðir (eða vill ekki vita enda í afneitun eins og aðrar byttur) en þar er afskaplega gaman þegar fólk splæsir nýyrðum á mig, It makes me feel special :)

Og nú er komið að ljóði dagsins …
Ég átti giska langt samtal við tvo Tékkóslóvaka í gær. Þ.e.a.s. einn Tékka og einn Slóvaka. Slóvakinn talaði þýsku og ég kem sjálfum mér iðulega á óvart með hversu skikkanlega mér tekst að komast í gegnum samræður á þýsku þegar með þarf. Af þeim loknum er ég svo venjulega með hausverk af áreynslu. Einhverntímann ætla ég að læra þetta tungumál almennilega, þó ekki nema vegna þess að ég held ég þurfi ekki svo langan tíma til að verða góður í þýðverskunni. Hvað Tékkann varðar var hún ástfanginn, því miður var ástin ekki endurgoldin og ætla ég hér með að efna loforð mitt að auglýsa eftir einhverju galdraseiði meðal íslenskra seiðkvenna og –karla sem lesa Gambrann til þess að kippa því í lag. Þarf varla að vera neitt mjög sterk því stúlkan vissulega kvenkostur mikill og eingöngu einhver nærsýni að hrjá viðkomandi ástmögur.
Eftir að krúsa bókadóma og aðrar síður þá eru Herjólfur er hættur að elska og Sólarsaga komnar efstar á óskalistann minn. Það breytist sjálfsagt á morgun miðað við hvað ég er óákveðin með þennan óskalista minn en gaman að geta þess að ónefndur snillingur tók viðtöl við þau tvö auk þriggja annara ungskálda fyrir ári síðan. Það má finna hér, before they were famous … (út frá þeirri sorglegu staðreynd að ljóðskáld geta varla orðið fræg á Íslandi í dag, samt var nú Sigurbjörg orðinn nokkuð nálægt því)
Matlock’s Angels

Evrópudómsþáttaröðin hennar Ásu

Blogghólistinn Ása (sem eftir tuttugu ár verður þekkt fyrir að hafa fyrst komið út úr skápnum og horfst í augu við vandann) er með fína hugmynd af sjónvarpsþætti. Eini gallinn er að hún er eitthvað að hugsa um Egil Ólafs eða einhvern Jóhann Sigurðar í aðalhlutverkið. Aðalleikararnir þurfa náttúrulega að hafa innsæi í heim lögfræðinnar og því væri frekar spurning um að hafa Ásu, Særúnu og Svanhildi í aðalhlutverkum með alla þeirra lögfræðikunnáttu og norðlenska sjarma. Svo náttúrulega Matlock í aðalkarlhlutverkinu, að ógleymdri Godzillu. Ethan Hawke væri hægt að plata í að pródúsera miðað við að hann viðraði ekki ósvipaða hugmynd í Before Sunrise (mínus lögfræðingar að vísu, hann var ekki kominn svo langt) og með hans sambönd þá ætti að vera lítið mál að fá menn eins og Richard Linklater, Peter Weir og Tarantino til að leikstýra nokkrum þáttum.
Miðað við útskýringar sumra á gelgjuvandanum þá mætti halda að karlmenn gangi ekki í gegnum gelgjuskeið. Eina skýringin sem mér dettur í hug á því er að viðkomandi aðili sé ennþá á gelgjuskeiðinu?
Eygló-ekki-lengur-aumingjabloggari er að gera nákvæmar athuganir á bloggi eins og sæmir verðandi bókasafns- og upplýsingafræðinema. Ég nýt þess vonandi að vera framarlega í stafrófinu. Hún líkir blogginu meðal annars við raunveruleikasjónvarp. Það gengur ekki alveg upp með mig samt, ég hugsa að ég röfli meira um flest en mína aumu tilveru. Aðallega af því mig grunar að þá mundi ég sleppa það miklu að þetta mundi virka falskt, hálfur sannleikur. Sú heimspeki er einmitt ástæðan fyrir að ég er alltaf skeptískur á ævisögur. Það breytir því ekki að það eru til mjög góðar ævisögur og mjög góð blogg sem eru afskaplega persónuleg (að vísu hugsa ég að mitt blogg sé í raun persónulegt, bara ekki á þann hátt), en ég hugsa að það sé ennþá gott að hafa þennan vara bak við eyrað.
Ég er að fara að taka próf Doktorsins um hvort ég sé venjulegur. Það er ég alveg örugglega ekki en ef prófið telur svo vera þá er doktorsgráða Gunnars í hættu.

mánudagur, desember 02, 2002

Gleymdir snillingar

Það á bæði við um höfund og sögupersónu viðtalsbókarinnar Talks With T.G. Masaryk, Karel Èapek og T.G. Masaryk. Èapek var fremsti höfundur Tékklands á millistríðsárunum, sænska akademían var að íhuga að afhenda honum nóbelsverðlaunin en Svíar eru nú einu sinni svo sjálfstæðir og hlutlausir að þeir voru dauðhræddir við að afhenda andfasískum gyðingi verðlaunin af ótta við að Adolf myndi eitthvað æsa sig. Þannig að þeir sendu honum skeyti og spurðu hvort hann væri ekki til í að skrifa eitthvað sem mundi ekki móðga neinn svo þeir gætu nú splæst verðlaunum á hann óhræddir. „Því miður, ég er þegar búinn að skila inn doktorsritgerðinni minni” var svarið. Stuttu seinna afhentu verðandi Bandamenn nasistum Tékkóslóvakíu á silfurfati og lífsþrek Èapeks fjaraði út um leið og frelsi landsins sem hann hafði verið samtíða. Höfundarferill Èapeks er nefnilega nokkurnveginn samhliða blómaskeiði Tékkóslóvakíu sálugrar, hann er fæddur 1890 og er fulltíða um það leiti sem Tékkóslóvakía verður til sem land, deyr þegar hún er fallinn í hendur nasista – og seinna kommúnista. Þess vegna er hann tilvalin til að segja sögu fyrsta forseta landsins, landsföðursins Tomaš Garigue Masaryk. (Millinafnið tók hann er hann giftist Charlotte Garigue). Þeir voru vinir, lykilmenn í hinum fræga föstudagshring helstu menntamanna landsins. “Talks” er kannski ekki réttnefni, Èapek er algerlega fjarverandi í prósanum, hann hlustar bara og skrásetur, Masaryk segir söguna sjálfur í fyrstu persónu. Það sem mætti skoða sem forvitnilega þroskasögu menntamanns (og stjórnmálamanns helst í hjáverkum) tekur svo skyndilega mikið stökk þegar Masaryk er 64 ára og fyrri heimstyrjöldin brýst út. Hann er erlendis þegar það gerist, flestir hefðu bara beðið stríðið af sér og sest svo í ruggustólinn af því loknu með sinn ellilífeyri. En Masaryk ákvað þess í stað að gerbreyta landakorti Mið-Evrópu. Ferðaðist allt stríðið, byggði upp sambönd og talaði máli Tékkóslóvakíu, lands sem aldrei hafði verið til sem slíkt. Og um leið máli Póllands og Júgóslavíu, í raun fyrir því landakorti Mið-Evrópu sem við ólumst upp með. Hann fór til Rússlands og tókst, í miðri rússnesku byltingunni, að búa til her úr tékkneskum stríðsföngum til að berjast gegn keisaradæminu hvers merkjum þeir höfðu upphaflega farið í stríðið undir. Varð fyrsti (fyrri) forseti lýðveldisins, dó stuttu áður en það leið undir lok. Benes tók svo við en gat lítið aðhafst þegar áðurnefndir bandamenn notuðu landið til að friða Hitler. Og eftir fasistann kemur kommúnisminn (eftir stutt valdaskeið útlagastjórnar Benes), bæði jafn fjarri Masaryk og Èapek, sem þrátt fyrir um margt afar ólík lífsviðhorf (Masaryk var til dæmis ólíkt trúaðri en Èapek) áttu það sameiginlegt að hallast að miðjunni, miðjunni þar sem almenn skynsemi ræður ríkjum í stað öfga kommúnisma og fasisma. Það er eiginlega hálfvonlaust að finna leið til að útskýra þetta á íslensku enda miðjan alltaf verið fjarverandi í stjórnmálum landsins. Hentistefna Framsóknarflokksins fellur ekki þar undir. Og svo þarf maður víst bráðum að fara kjósa einhvern af þessum vitleysingjum? Mitt atkvæði er á lausu, any buyers? Maður verður náttúrulega blankur þegar maður kemur heim og svona … svo get ég ómögulega séð neinn marktækan mun á þessu jakkafataliði. Jæja, ég lofa sauðtryggum lesendum (vona að það sé rétt hjá mér að þetta sé í fleirtölu) að ég sleppi allri pólitík næst, tja, að minnsta kosti íslenskri pólitík. Það er nú alltaf gaman að spjalla um landbúnaðarflokkinn í Kuala Lumpur til dæmis.
Bókatíðindi

Fékk bókatíðindin í pósti fyrir helgina. Ekkert sérstaklega spennandi bókajól, a.m.k. ekki hvað skáldsögur varðar. Aftur á móti er óvenju mikið spennandi í ævisögunum og barnabókunum. Tilhugalíf Jóns Baldvins gæti til dæmis verið spennandi ef hann er alveg búinn að afskrifa kommbakk í pólitíkina – ef það hins vegar er ennþá í myndinni þá hefur hann sjálfsagt vit á að segja ekki frá öllu. Eins er KK örugglega efni í fína ævisögu, verst að Einar Kárason skrifar hana. Síðan er einhver Þorsteinn Antonsson að skrifa höfundarsögu sína, honum hefur víst tekist að gefa út tuttugu bækur án þess að nokkur taki eftir því sem er vissulega afrek.
Þá er foreldrasaga / bernskuminningar Astrid Lindgren forvitnilegar og miðað við barnabækurnar þá ætti maður kannski að ganga í barndóm aftur. Framhaldið af Ferð Eiríks til Ásgarðs / Jötunheima er komið, en þær eiga vissulega heima við hliðina á Goðheimum og Snorra-Eddu í heiðnum bókaskápum. Og barnabók eftir James Joyce? Sá krakki sem les það verður vafalaust nógu skemmdur til að enda í bókmenntafræði … Ekki það að til dæmis Dubliners sé neitt flókinn, svona við fyrstu sýn. En svo kemst maður af því að í raun hafi maður ekki skilið hana nema hafa kort af Dublin upp úr aldamótunum – allar almennilegar útgáfur eru með svoleiðis þannig að Penguin útgáfurnar eru náttúrulega bara drasl – því það skiptir öllu máli hvort hann labbaði í norður eða suður þegar hann kom heim úr skólanum, til dæmis labbaði hann í suður í einni sögunni og þá endaði hann í Arabíu – en samt bara Araby sko. Æi, Joyce er svona gaur sem bókmenntafræðingar hafa alveg misst sig yfir, rétt eins og íslenskuliðið yfir Laxness. Ekkert slæmir greyin þannig séð, bara ýmist oftúlkaðir og oflofaðir. Svo er Valli sport að gefa út bók, Nennekkja feisaða. Ég held svei mér þá að hann og katrin.is ættu bara að giftast, ef hún er þá hætt að daðra við Gneistann …

En jæja, skáldsögurnar já. Versti titill? Hundrað dyr í golunni. Án vafa, hinir vondu titlarnir eru að minnsta kosti flestir hálfskondnir á sinn Ed Woodíska hátt. Er æxlið illkynja gæti til dæmis alveg verið nafn á mynd and-meistarans. En helst virkar Lovestar spennandi, plottið virkar samt full líkt Bláa hnettinum. Leiðin til Rómar er ég að vona að nái þeim herslumun sem Myndin af heiminum vantaði. Fyrsta bókin í þessari ritröð sem Einar Már er að skrifa var svo óspennandi lesning eitthvað að ég hef engan áhuga á að lesa framhöldin en bíð þess í stað spenntur eftir að Einar Már fari að gera eitthvað spennandi aftur. Spurning með bókagerðarvélina Guðrúnu Evu, ég er ennþá að bíða eftir meistarstykkinu sem hún getur svo augljóslega skrifað, kannski það sé Albúm eða Píanóin? Steinar Braga er ég skeptískur á, mér heyrist að það sé aðallega bókmenntafræðingum sem finnst hann skemmtilegur sem er alltaf varhugavert. Spurning með Mikka vissulega, svo eru það ljóðskáldin tvö sem eru að gefa út fyrstu skáldsöguna, Sigtryggur og Sigurbjörg. Þau virkuðu einmitt meira á mig sem prósaskáld heldur en ljóðskáld einhvernveginn, kannski var það bara af því þau höfðu fengið eitthvað að borða þann daginn? En skáldsögurnar þeirra virka spennandi, ef að þessi bók hans Sigtryggs er þá skáldsaga, það virðist frekar óljóst. Já, og svo gengur forsætisráðherra vor um stelandi. Er það nú skynsamlegt fyrir kosningar? Ætli hann sé kannski að stela listabókstöfum? Jæja, best að hætta þessu, mér tekst aldrei að toppa þennan aulabrandara hvernig sem ég reyni. Best að ljúka bókahorninu af og hypja sig svo heim. Hélduði kannski að þetta væri bókahornið? Nei, nei, þetta var bara rant um bækur sem ég get ómögulega lesið neitt á næstunni af því ég barasta finn ekki íslenskudeildina í bókabúðinum hérna.
Stríð

Gleymið þessum bloggstríðum, hér er almennilegt milliríkjastríð á netinu. Ameríka gegn Evrópu. Þetta stríð er að vísu vissulega orðið frekar gamalt en þetta er óvenju forvitnileg orusta í boði snillinganna á Metaphilm sem vöknuðu loks úr löngum dvala og skelltu einum fimm nýjum greinum upp – hinar fjórar eru um bíómyndir eins og lög gera ráð fyrir. Og ef þið á annað borð kíkið í heimsókn þá er vissulega skylda að lesa umfjöllun Mulder og Scully um The Sixth Sense og útskýringuna á því að Fight Club sé í rauninni framhaldið af Calvin & Hobbes.
Aðvörun til badmintoniðkendans: Fótboltafærsla

Ég hef áhyggjur af meistaradeildinni í ár, þetta gengur eiginlega of vel. Arsenal og AC Milan bæði á hörkusiglingu, hvað geri ég eiginlega ef þau mætast í úrslitaleiknum? Spurning með 3-3 og vítakeppni svo bæði lið geti verið stolt. Annars er þetta náttúrulega anti-Pollýanna, ég er farin að sjá það versta út úr bjartsýninni. Heyrðu já, svo þarf ég náttúrulega að tala illa um Óla fyrst hann les þetta ekki. Andskotinn, mér dettur ekkert prenthæft í hug.