miðvikudagur, mars 31, 2004

Ótakmörkuð hamingja, búin að leggja Skattmann frænda að velli þetta árið - og tókst á einhvern dularfullan hátt að sannfæra hann um að endurgreiða mér!

þriðjudagur, mars 30, 2004

Er á fullu að sækja um hluti núna, núna eru það kennsluréttindin. Er semsagt svefnvana núna af því að eftir að ég var búin að horfa á Survivor og undirbúa glósur fyrir Land hinna hinstu hluta þá þurfti ég að skrifa greinagerð um hvað ég sé nú æðislegur kennari. Á að vísu eftir að stytta þá greinagerð úr 600 orðum í 300, eðlilega :)
Þriðjudagsbíó

Along Came Polly

Okkur Þorsteini var náðarsamlegast boðið með á þessa “stelpumynd”, hnuss. Kvenrembur sem þessar kennslukonur eru :) – fyrir utan það að hver almennilegur karlmaður hefur smekk fyrir Ben Stiller. Rétt eins og Starsky & Hutch þá er þessi einfaldlega formúla sem einfaldlega þrælvirkar út af því maður hefur á tilfinningunni að fólk sé virkilega að skemmta sér og reyna að gera góða bíómynd frekar en að mala gull. Ekki alveg í sama klassa og Starsky & Hutch en nálægt þó. Stjarna myndarinnar er þó ekki Stiller heldur sjóndapri mörðurinn – og legg ég til að hann fái aðalhlutverk í eigin mynd sem allra fyrst. Stundum eru einföldustu brandararnir nefnilega bestir.

mánudagur, mars 29, 2004

Heaven & Hell ...

Langt millilandasímtal í gær, mikið gerst síðan síðast. En það er gott að fá jafn frábærar fréttir af manneskjum sem eiga það svona innilega skilið, slæmar fréttir líka en þær eru allar orðnar gamlar fréttir, hættar að vera sorglegar á einhvern einkennilega dularfullan hátt, stundum vegur hið góða einhvern veginn svo miklu meira en hið slæma. Viðurkenni samt öfund, mitt líf (og flestra sjálfsagt) frekar tilbreytingarsnautt í samanburðinum ... en þetta kemur í törnum, maður eyðir líklega stærstum hluta ævinnar einhvers staðar á milli kafla í ævisögunni. En ég held samt að ég hafi jafnvel fengið smá innblástur - eitthvað sem hefur sárlega vantað undanfarið þegar maður þarf alltaf að reyna að hjálpa öðrum að reyna að blómstra - af hennar innblæstri.
Survivor All-Stars

ix

Þá er Ethan úr leik, spurning hverjum maður á að halda með núna? Helst Rupert ef hann tekur hausinn loks upp úr sandinum. Sameiningin væntanlega á næsta leiti, spurning hverjir koma best út úr henni. Núna er staðan náttúrulega ójöfn, 6 á móti 4 – en hversu trú verða Chapera hvort öðru? Það er óljósóra hverjir verða trúir hverjum í Chapera, Amber og Rob jú, Big Tom, Alicia, Rupert og Jenna virðast öll vera frekar sóló. Hinum megin eru Shi-Ann og Kathy annars vegar og Lex og Jerri hins vegar, Lex samt alveg trúandi til að kjósa Jerri út næst – en þá yrðu fáir eftir sem treystu honum. Hins vegar gæti Jerri náttúrulega fengið fyrrum félaga sinn, Amber, yfir og þá væntanlega fylgdi Rob eins og hlýðinn hundur, Kathy hefur einhver tengsl líka, í raun er Shi-Ann líklega berskjölduðust í augnablikinu – Jenna og Big Tom gætu líka lent í vandræðum.

sunnudagur, mars 28, 2004

Sunnudagsgöngutúr

Ég man varla í hvaða landi ég er núna, skrítin tilfinning. Vel að merkja, hvaða land þýðir hvaða leið ég nota til að spila tónlistina mína í. Mér fannst ég vera að fara að setja diskinn í fartölvuna mína þegar ég mundi eftir því að geislaspilarinn minn er í herberginu. Ólíkt Tékklandi, haustið 2002. Hámark kaldhæðninnar er þó sú að útvarpið + geislaspilarinn minn er tékkneskur, Panasonic tæki sem ég fékk í gegnum sambönd frá Tabor, bróðir sálfræðingsins míns í Oxford, er fartölvan er alískensk, fengin í gegnum sambönd í Menntaskóla Akureyrar. En tónlistin er Gary Jules, sándtrakkið við síðustu stundir mínar í Tékkó, last time around. Ég kem náttúrulega alltaf aftur. Þó takmarkið sé vissulega að sjá gervalla veröldina þá toga vissulega sumir staðir meira í en aðrir. En nú er veröldin Sauðárkókur, staður sem á merkilega mikið í manni þó mann hlakki til þess að komast annað. Það sem maður saknar aðallega er fólk á mínum aldri, ég hitti bara aldraða kennara eða kornunga nemendur hér. Ekki það að það sé ekki mikið af snillingum þar á meðal. Lögfræðingurinn minn ræður mér frá því að birta nöfn, en allavega … Það er nokkuð ljóst að ég verð ekki hérna næsta haust – sem eru rosalega blendnar tilfinningar. Jú, ég er meira en til í að komast eitthvert þar sem er almennileg bókabúð, alvöru bíó og eitthvað fólk á mínum aldri. En best að feisa hitt líka, ég hef aldrei verið í starfi sem mér hefur verið jafnt annt um. Ef maður lenti í erfiðri viku í einhverri annari vinnu þá hugsaði maður alltaf með sér: þetta er að verða búið, það er bara x langur tími eftir. En hér er maður að missa dýrmætan tima. Og það er oboðslega lítið eftir … óendanleg tilhlökkun samtvinnuð við óendanlega eftirsjá, hluti af mér vill vera áfram, en það myndi ekki ganga almennilega upp þó ákveðnir hlutir gætu gengið upp … flókið mál … en hvenær munu stjörnurnar svo sem raða sér þægar upp í rétta röð, tilbúnar til þess að uppfylla þau örlög sem manni voru ávallt ásköpuð?

föstudagur, mars 26, 2004

Föstudagslagið

Eitthvað svo ekta þannig dagur, ef ekki þannig vika. Mér finnst ég ekki hafa sofið neitt alla vikuna en samt ekki verið vakandi alla vikuna, og merkilegt nokk virðast flestir aðrir vera í álíka ástandi ... endalaus hringavitleysa ...

life in a fishbowl - maus

spending the rest of our lives,
swimming in circles,
chasing our own tails.
compare reflections of our scales,
silver in moonlight,
iron by daylight.

we forget who we are in 15 seconds time,
and after a while a year has gone by.

always hoping to catch our own sparks,
in the blank eyes of others,
who just return what was offered.
and then we can't see,
though we focus our eyes,
through our little fishbowl,
only our watered-out egos.

we forget who we are in 15 seconds time,
and after a while a year has gone by.

we choose to accept all the same old songs,
choose to accept this exact same day,
the same today as yesterday,
the same old things as everyday,
the same today,
the same old thing.

we choose to accept this same old month,
choose to except this same old year,
choose to except this same old tired round.

...og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur
...og einu sinni enn...

fimmtudagur, mars 25, 2004

Hugsanleg endurkoma bókmenntafræðinemans

Var að skrá mig aftur í HÍ. Það er svo sem óvíst að það sé eitthvað að marka þetta, kannski fæ ég alltof stórskemmtilega vinnu til að fara í skólann, kannski syngja nemendurnir fyrir mig og ég fæ ekki af mér að yfirgefa þau (It worked on Michelle Pfeiffer you know) og kannski enda ég á að fara í kennslufræðina eða Hagnýtu fjölmiðlunina. En í tilefni þess að ég var að skrá mig er best að lifa sig inní þetta og vera algjörlega sannfærður um að ég sé að fara að halda áfram í MA-námi næsta haust - í þessum fögum ...

05.01.18 Málstofa: Einkalíf og opinberun 2.5 e
05.01.19 Málstofuverkefni: Einkalíf og opinberun 2.5 e
05.01.21 Rannsóknarverkefni A 5 e
05.07.24 Myndasögur 2 e
05.16.21 Málstofa: Bókmenntakennsla 2.5 e
05.16.22 Málstofuverkefni: Bókmenntakennsla 2.5 e

05.00.64 Menningartímarit 2.5 e
05.00.65 Gagnrýni og ritdómar 2.5 e
05.00.78 Fyrirlestur á nemendaráðstefnu 1 e
05.07.75 Kvikmyndalist í síðnútíma 2 e
05.99.45 Menning og markaður 3 e
05.42.24 Skáldsögur við aldamót (1990-2005) 5 e

Alltof mikið púsluspil vissulega en það bjargast ...
Lífið getur verið ískyggilega kaldhæðið og sum nöfn fylgja manni eins og gamlir draugar.

miðvikudagur, mars 24, 2004

Skólagjöld

Það er loksins að færast smá líf í umræðuna um skólagjöld núna, sakna þess að vera ekki nær HÍ í augnablikinu. En ein röksemd fer mjög í taugarnar á mér og það er sú della að sumar deildir taki upp skólagjöld en ekki aðrar. Það sér það hver heilvita maður að ef heimild verður veitt til að taka upp skólagjöld við skólann þá enda allar deildirnar á því að taka þessi gjöld upp.
Þær deildir sem hafa talað með skólagjöldum af því þær vilja það, hinar deildirnar af því þær verða þvingaðar til þess. Það er augljóst að ef að t.d. viðskiptadeild er komin með skólagjöld og Heimspekideild fer að betla pening – sem Háskóladeildir þurfa því miður að eyða alltof mikilli orku í eins og ástandið er – þá á hún eftir að fá sömu svörin alls staðar: Af hverju takið þið ekki bara upp skólagjöld?

Hvað Lánasjóðinn varðar þá eru engin rök að segja bara að lánin hækki ósjálfrátt við þessa breytingu og það sé eitthvað sem þarf ekki að hafa áhyggjur af, það er fátt sem bendir til þess að LÍN fari að taka það upp hjá sjálfum sér að hækka námslánin upp úr öllu valdi. Nei, til þess að þessi röksemd haldi þá þarf að tryggja það fyrst að lánasjóðurinn taki nauðsynlegum breytingum ÁÐUR en farið er að taka ákvarðanir um skólagjöld.

Að lokum er þó rétt að taka fram að skólagjöld þurfa ekki endilega að vera að hinu illa, þetta er í flestum löndum sem við berum okkur saman við og er alls ekki alslæmt. En það merkilega er að engin fylgismanna skólagjalda sem ég hef heyrt í hefur minnst á einu raunverulegu röksemdina með þeim – þá að þau geti hugsanlega þýtt betri skóla, skóla þar sem nemendur geti gert raunverulegar kröfur á þá menntun sem þeir fá í staðinn fyrir að fyrirgefa allar brotalamir endalaust út af blankheitum Háskólans. Það að líta á kennarana sem einhverja sem þú vilt fá einhverja menntun frá, ekki einhvern fátækling sem er að reyna að ströggla í gegnum þetta á horrimini eins og þú.

En öll rökin hafa hins vegar byrjað á vitlausum enda, þeirri útópíu að vinnuveitendur eigi allt í einu eftir að fara að borga fólki himinhá laun bara af því það borgar skólagjöld. Samkvæmt því ættu til dæmis þeir sem hafa lært í Bandaríkjunum og Bretlandi að geta komið hingað og fengið himinhá laun hvert sem þeir fara bara af því þeir borguðu svo há skólagjöld. En er það að gerast – og mun það gerast af sjálfu sér ef HÍ tekur upp skólagjöld? Svarið við því er augljóslega nei.
Dramatík í boltanum í gær, ég lendi í samstuði við Palla tannlækni (boltinn á milli, ekkert brot) og tekst að fara úr lið í hnénu. Það sem var óhugnanlegast var samt þetta: Þegar ég lá þarna á gólfinu og horfði á hnéið á mér snúa öfugt allt í einu, sem er vissulega ekki fögur sjón, þá var ekki fyrsta hugsunin hversu vont þetta yrði eða hvort ég gæti eitthvað hreyft mig af viti næstu vikurnar, nei, ég hugsaði með hryllings til þess að ég þyrfti kannski að gefa frí daginn eftir í skólanum ef þetta væri alvarlegt. Og það ber náttúrulega vitni um alvarlegt ástand.
Var samt svo heppin að það var læknir á staðnum sem kippti mér í liðinn þannig að ég þurfti ekki að haltra upp á spítala og er í ágætis standi í dag, vel kældur og svona ...

þriðjudagur, mars 23, 2004

Þriðjudagsbíó

iii

Starsky & Hutch

Tveir félagar í löggunni sem virðast andstæður? Lögreglustjóri sem telur þá báða vandræðagemsa? Passlegur skammtur af klappstýrum? Mótórhjólagengi? Svartur eyturlyfjasali / uppljóstari? Dularfullur pervert? Mafíuforingi sem allir halda að sé heiðvirður borgari? Endurgerð á hundgömlum sjónvarpsþætti? Öllu haldið opnu fyrir framhald? Algjör klisjusúpa?

Svörin við öllum þessum spurningum eru vissulega já.

En það er í hinu allra besta lagi þegar bíómynd er jafn yndislega skemmtileg og þessi. Klisjur eru fínar ef allir eru virkilega að skemmta sér, taka sig passlega alvarlega – og sketsarnir eru þrátt fyrir allt virkilega fyndnir. Fyrir utan það sem gerir þessa mynd það sem hún er, er eitthvað leikarapar heitara saman en Ben Stiller og Owen Wilson? Þeir gætu lesið upp úr símasrkánni saman og það væri þess virði að borga sig inn.
Þriðjudagsbíó

ii

The Passion of the Christ

Þá var það þessi margumtalaða píslarsaga. Armeiskan nokkuð skemmtileg en myndin ekki alveg að ganga upp. Það hefur þó ekkert að gera með meint gyðingahatur eða gróft ofbeldið. Gyðingarnir koma ekkert verr út heldur en Rómverjarnir (helst að Pontíus sjálfur sleppi vel en útúrdrukknir kvalarar Krists eru allir Rómverskir hermenn) og hitt er að mörgu leiti styrkur myndarinnar.

Það er ágætis effekt að hafa þessa djöfulsímynd af óræðu kyni, það hefur mikið verið reynt að lesa út úr því einhverja fordóma gagnvart samkynhneigðum en mig grunar að þetta hafi einfaldlega verið vel heppnað bragð til þess að láta persónuna vera ómennskari, ekki af þessum heimi. Þá var leiksigur myndarinnar tvímælalaust túlkun Maia Morgenstern á Maríu mey sem dýpkaði heilmikið í meðförum hennar. Eins var Monica Belucci sterk sem María Magdalena og atriðið þar sem Jesú bjargar henni með þeim sterkari. Lærisveinarnir einnig ágætir þó maður ætti það til að rugla þeim saman.

En stóri veikleikinn í myndinni var Jesúinn sjálfur, Caviezel virtist sjaldnast þjást sérstaklega, oftast fannst manni hann frekar vera að sofna. Og það dregur oft heilmikið úr vægi myndarinnar sem vissulega er fínasta bíó á köflum. Þessar margumdeildu pyntingarsenur eru margar sterkar – og raunar er í mörgu sammála þeirri hugmynd um kristindóminn sem kemur þar fram. Þetta er trú sem er byggð upp á þjáningu, það er engin látin velkjast í vafa um að trúartákn kirkjunnar er pyntinga- og líflátstæki – og það er einnig krystaltært hvernig Rómverjar krossfestu Jesú til að halda lýðnum góðum – og það hefur dugað í tvöþúsund ár út af því að síðan þá hafa þeir gert út á samviskubitið, fyrst Rómverjar og þegar veldi þeirra leið undir lok þá tók kirkjan við og hefur viðhaldið trúnni með góðum árangri með því að nota hatur, samviskubit og fleira skemmtilegt sem finna má í þessari Píslarsögu Galíleumannsins, Ástríða Kristsins er vitanlega ást mannkynsins á því að pynta meðbræður sína sem krystallast í þeim táknum sem þeir velja til þess að tákna trú sína.
Þriðjudagsbíó

Akureyrarferð um síðustu helgi, fyrir nörda eins og mig þýðir það náttúrulega menningarferð í Borgarbíó og Nýja bíó.

i

School of Rock

Önnur tilraun Linklater til að gerast mainstream – og í þetta skipti tekst það. Hann er aldrei sérstaklega að reyna að smygla einhverjum indíartífartí dæmi inní myndina, heldur tekur hann einfaldlega það besta úr Hollywood hefðinni og forðast verstu gildrurnar af lagni.
Krakkarnir eru alltaf skemmtilegir en aldrei sætir – og merkilega sannfærandi lýsing á dæmigerðum bekk með mismunandi týpur (the teacher talking here). Jack Black er fæddur í hlutverkið og fær virikilega tækifæri til þess að flippa út, sem er vissulega hans helsti styrkur sem leikari. Boðskapurinn er svo einfaldur er merkilega hvöss útlegging á gildi rokksins – fyrir utan það að hamra á því sem maður er alltaf að bíða eftir að nemendagreyin geri sér grein fyrir – einkunnir skipta ekki máli.

mánudagur, mars 22, 2004

Loksins, loksins, Survivor ritdeila með fínu innleggi hérna. Segið svo að bloggrifrildi séu ekki merkileg.
Survivor All-Stars

viii

Colby hvarf síðast, so long Texas. Spurning hvort Lex sé að skjóta sig í fótinn með þessu. Annars heyrist mér að Colby hafi, eins og margir aðrir Texasbúar, ástæðu til þess að lögsækja Bush jr. fyrir mannorðsmorð – það er alveg sama hvað þú gerir, ef þú missir það út úr sér að maður sér frá Texas reikna allir með að þú sért sækópati innst inni.
Skrítið annars hversu margir halda með krípunum, það er eins og fólk setji sama sem merki á milli þess að vera óféti og að hafa persónuleika – en það er náttúrulega líka hægt að hafa góðan persónuleika. Samanber Ethan, Colby, Cathy og Big Tom, Alicia að einhverju leiti. Rupert var náttúrulega með frábæran persónuleika en hefur sýnt sorglega lítið af honum undanfarið. Well, við lendum öll í óstuði stundum. Stundum tekur ansi langan tíma að hrista slenið af sér.
En hver fer næst? Ef Mogo Mogo tapar þá er þetta spurning hvort Ethan eða Jerri fara, Jerri væri líklegri ef það væri ekki fyrir það að hún og Lex hafa bundist nokkuð traustum böndum virðist vera – sem borgar sig væntanlega fyrir Lex að halda þar sem óvíst er að Ethan treysti honum aftur. Hinum megin er þetta ansi óljóst, helst að maður sé bjartsýnn á að Jenna fari – en kæmi ekki á óvart að krípí Rob fái fólk með sér á móti Aliciu. Svo reikna ég með að sameining fylgi í kjölfarið, enda alltaf gerst hingað til þegar það eru 10 eftir.

laugardagur, mars 20, 2004

Laugardagsminningar

Íslendingar eru vanir að monta sig af öllum fjöllunum. Væntanlega af því að “löndin sem við berum okkur saman við” er oftast Danmörk. Þess vegna kemur manni á óvart þegar maður kemur til Týról – þá er eins og maður sé að sjá fjöll í fyrsta inn. Það fyrsta sem ég skrifaði í stuttlífa dagbók Austurríkisveturinn …

Þriðjudagur 9. desember 1997:

Það var snjór. Þungur, myrkur, dökkur - samt hvítur. Fyrir ofan snjóin var himinn og fyrir ofan himininn voru fjöll. Fjöllin sem guðirnir búa í? Nei, Guð er dauður - en þetta er samt stórkostlegur - og óhugnanlegur minnisvarði. Veistu, ég ímynda mér að þarna búi maður. Maður sem er jafngamall fjallinu, maður sem hefur séð marga eins og mig horfa, stara, á fjallið sem hann ólst upp með. Ég hugsa mér að ég hitti hann, spyrji hann - hvers? Að hverju getur maður spurt fjall? Manninn í fjallinu. Fyrir einhvern sem hefur alltaf verið þarna og mun alltaf vera þarna, einhvern sem hefur séð allt og mun sjá það allt aftur - skiptir eitthvað af þessu öllu einhverju máli lengur? Falla okkar lítilfjörlegu spurningar ekki dauðar? Grafast í fönn.

Ég held að ég sé að fá hausverk. Samt, mér líður vel en það er bara sumt sem er ekki hægt að skrifa um, er ekki hægt að tala um, lýsa, er varla einu sinni hægt að upplifa - en maður verður samt að reyna. Manni finnst stundum eins og lífið sé tilraun til þess að reyna að gera hið ómögulega, segja hið ósegjanlega og þess vegna göngum við í gegnum það og gerum heimskulega hluti af því að heimskan er það eina sem við höfum fram yfir almættið. Storkum Guði. Bíddu,af hverju er ég að skrifa þetta, ég trúi ekki á Guð. Það er kannski þessvegna. Ég meina, ef ég tryði á Guð, hvað gæti ég þá skrifað? Hallelújah og Amen? Jæja, ég er komin til Austuríkis, fjöllin hérna eru stór og Guð er ekki til. Amen.
Nýbúin í borgarastríði ... ég vissi að það væri eitthvað. En nú verða Zoran, Goran, Goran, Miladin og uppvasksfjölskyldan ánægð með mig ...



You're Bosnia-Herzegovina!

You've just been through a big tragedy.  You weren't sure you were
going to make it at all.  Now that you have, there's a lot to pick back up in your life,
and not enough people are helping you.  You just wanted a little more freedom, a chance
to be away from those who thought poorly of you.  Now it's time to build up some
confidence, and it looks like you have a good chance at that.  But you'll need a lot of
therapy.

Take
the Country Quiz at the href="http://bluepyramid.org">Blue Pyramid



Þvældist inná Sjalla í hálftíma áðan, sorglega fámennt sem var afskaplega ósanngjarnt gagnvart bandinu - Sent, bandi sem ég hef aldrei heyrt um áður en var þétt og skemmtilegt, sem er sérstaklega afrek í ljósi þess að það voru stundum ca. 3 á gólfinu

föstudagur, mars 19, 2004

Föstudagslagið

Þetta tveggja ára gamla cover-lag er tileinkað Cameron Crowe af augljósum ástæðum (og hugtakið cover-lag notað í mjög víðri merkingu í anda Crowe, sem væntanlega einn manna hefur talað um að gera cover-bíómynd), passar alveg ágætlega við þennan föstudag. Textinn vissulega alltof langur, væntanlega efni í átta mínútna lag, en það að stytta hann er seinni tíma verkefni. Eina skiptið sem ég hef slysast til að semja lag, efast um að slík slys gerist aftur en lofa engu.

Lady of Morocco

being uncool
waiting in line,
make me a fool
just one more time

hiding in shadows
glimmer in light
you always seem to be out of sight

taking my hand
letting it go
a foreign land
and you can’t say no

There is not even a Penny Lane
I don´t even know your real name
I didn´t invent the rainy day
They just seem to come my way

But I almost wrote this song,
about a boy and girl in love,
and I almost went along
with the life there is above

With Elvis and Jesus,
drinking the wine,
shooting the line,
make me look fine

But I don´t have your alibi
I´m stuck here on a street called try
the city´s called hope
the land is despair
you can find me almost anywhere

Look out the window,
I´m down below
trying not to put on a show

cause you need something real
beyond your eyes,
whatever you conseal
your face defines

cause...

There is not even a Penny Lane
I don´t even know your real name
I didn´t invent the rainy day
They just seem to come my way

But open umbrellas,
hand out some treats,
and let us sing this song in peace

Give me a dose of reality
for I just want some humanity

but...

there is not even a Penny Lane
I don´t even know your name

hand me a ticket
out in the street
we´ll always have Paris
if we ever meet

nearing the end
not wanting to stop
cause without your hand
this is all I got

Cause I´m all out of money
and I´m all out of words

the bank is not open
and the pen now is broken

for there is not even a Penny Lane
I don´t even know your real name
let us get out of this rainy day
and out of this country, far far away

for there never was a Penny Lane
I just want to know your real name
and on that very famous day
everything might just end our way

fimmtudagur, mars 18, 2004

Fimmtudagsbíó

Madonna og dansararnir sjö

Madonna: Truth or Dare

Skjár 1 með tónlistarbíóþema þennan mánuðinn og einhvern veginn festist ég við þessa þegar ég nennti ekki að fara að undirbúa morgundaginn. Ekki nærri því jafn sjokkerandi og hafði verið lofað, smá skot á Kevin Costner og einstaka ögranir og kynlífshjal en lítið meira. En sem heimildarmynd um Ljóskumetnaðstónleikaferðina er hún oft forvitnileg, gallinn er kannski helst sá að myndir einna sterkust þegar fókusinn er á dönsurunum og hinum í fylgdarliðinu – þegar kemur að Madonnu sjálfri þá er hún, eðlilega sjálfsagt, oftast frekar vör um sig. Ekki alltaf þó, þegar hún er spurð um ást lífs síns svarar hún einfaldlega “Sean” – og svo er hún ósköp skotin í Antonio Banderas og kemst svo að því að hann er giftur. Veit væntanlega ekki þarna að hún á eftir að leika á móti honum í Evitu fjórum árum seinna. En mest megnis er hún einhvers konar einkennileg blanda af táningsstelpu og móðurlegum – en mjög kröfuhörðum – yfirmanni. Virkar sem alger vinnualki – og vissulega stórmerkilegt til þess að hugsa að það eru 20 ár síðan hún sló í gegn – ég efast um að margir hafi spáð henni viðlíka langlífi í bransanum þá.

Þó forvitnilegt hvað henni er tíðrætt – þegar hún heimsækir Ítalíu og Kanada sérstaklega – um málfrelsið og hve sterkt það er í Bandaríkjunum. En er vissulega löngu búin að sjá í gegnum það, flutt til Bretlands og semjandi lög þar sem Bandaríski draumurinn og hið svokallaða málfrelsi þeirra er dregin saman í háði. Eða var ástandið kannski svona miklu skárra þar árið 1991?
Deja vu

Sofnaði eftir vinnu í gær og vaknaði klukkan sex og var viss um að ég hefði sofið yfir mig. Vaknaði svo aftur klukkan sex í morgun, ennþá sannfærðari um að ég hefði sofið yfir mig. En sem betur fer gerðist það ekki enda hefði það valdið ævarandi sorg hjá 503 hópnum mínum.

Annars er ljóst að RÚV er aldrei þessu vant að sinna menningarhlutverki sínu þessa helgi - bæði Donnie Darko og High Fidelity. Svo ekki sé minnst á "Epplabollugengið enn á ferð" sem ég held að hljóti að fá þýðingarverðlaun ársins. Svo voru nemendur mínir að tjá mér að He-Man sé sýndur á Stöð 2 á sunnudagsmorgnum. Besta ástæða sem ég hef heyrt lengi til þess að fara snemma á fætur um helgar ...

miðvikudagur, mars 17, 2004

Er að fara norður um helgina. Af því tilefni vil ég biðja sýningarstjóra Borgarbíós að vera svo vænan að sýna School of Rock a.m.k. í nokkra daga í viðbót. Það væri fínn balans í því að sjá hana á eftir Píslarsögunni ...

mánudagur, mars 15, 2004

Survivor All-Stars

vii

Það virðist taka ansi mikið á taugarnar að fara í Survivor í annað sinn, fólk hættir bara hvert um annað þvert. Ekki á ég nú samt eftir að sakna Sue, helst að það sé ástæða til að taka undir með Kathy sem fær mörg prik fyrir að benda á hvernig hún spúði hatri sínu yfir alla. Ekki það að Richard hafi endilega verið neitt geðslegur en athugum að þetta er sama konan og pissaði á fleka hópsins síns til að skýra hann, steinar úr glerhúsi allan tímann. Einkennilegt sjálfshatur í rauninni, fátt virtist fara meira í taugarnar á henni en Richard og Big Tom, kannski dæmigert hvítt rusl að einhverju leiti en langt frá því að ná hennar standard í þeim efnum.
En núna er þetta hnífjafnt, ég held vissulega með Mogo Mogo, Ethan, Colby og Kathy eiga allt gott skilið og Lex og Jerri fara ekkert sérstaklega í taugarnar á mér ennþá. Hef ekki myndað mér skoðun á Shi-Ann ennþá, ekki alveg komin nógu vel inní deilur hennar og Colby – en það er vissulega sterkt diss að sletta Captain America framan í einhvern enda með leiðinlegri ofurhetjum.

Chapera hins vegar óspennandi sem fyrr, það verður reglulega ljúft þegar Boston-Rob og Jenna ganga plankann. Amber er manni mest megnis sama um either way en Big Tom og Alicia eiga betra skilið. Svo er Rupert náttúrulega yndi – eða var? Finnst hann hálfpartinn vera að lifa á fornri frægð, var yndislegur í síðustu seríu, núna er hann til skiptist paranojd og trúgjarn – ég vil fá gamla Rupert aftur!

sunnudagur, mars 14, 2004

Bangladeshskt kynlíf, Urdu og Japan

Nýkominn með teljara aftur eftir langt hlé og svo virðist vera að þessi síða sé með eindæmum vinsæl í Austurlöndum fjær, meðal leitarorða sem gáfu þessa síðu upp fyrst vpru Most sexy story in Urdu og Bangladesh sex story book, auk þess sem annar hver einstaklingur sem flakkar hingað inn kemur frá japönskum server. Ég vil því nota tækifærið og biðja siðsama lesendur mína afsökunar á öllu kynlífshjalinu sem á sér greinilega stað hér.

laugardagur, mars 13, 2004

Laugardagsljóð

Ég hef aldrei komið til Madrid. En ég var í Barcelona þegar Real varð Evrópumeistari 1998. Þá var Barca stóra liðið, Real lifði aðallega á fornri frægð. Skrítið að hugsa til þess nú, ekki nema fimm árum seinna. En allavega, svo fór ég yfir til Frakklands, en þurfti að stoppa hér fyrst:

Landamærastöð

Þessi stórkostlega sól
brennir gat á himininn
í gegnum hausinn á mér

Það er bara sól þar núna
- eitt sekúndubrot –
bara sól.

Ég skil það bara ekki,
skil ekki sólina
hamingjuna,

gleymi öllu sem ég hef lært

og finn að ég er á heimsenda

föstudagur, mars 12, 2004

Föstudagslagið

Ég er óákveðin í dag, hef verið að hlusta á aðdáendur Cohens, m.a. Geoffrey Oryema með Suzanne, The House of Love með Who by Fire og Fatima Mansions með A Singer Must Die - og ég get ekki ákveðið mig þannig að ég hendi bara öllu inn. Góða helgi!


Suzanne

Suzanne takes you down to her place near the river
You can hear the boats go by
You can spend the night beside her
And you know that she's half crazy

But that's why you want to be there
And she feeds you tea and oranges
That come all the way from China
And just when you mean to tell her

That you have no love to give her
Then she gets you on her wavelength
And she lets the river answer
That you've always been her lover

And you want to travel with her
And you want to travel blind
And you know that she will trust you
For you've touched her perfect body with your mind.

And Jesus was a sailor
When he walked upon the water
And he spent a long time watching
From his lonely wooden tower

And when he knew for certain
Only drowning men could see him
He said "All men will be sailors then
Until the sea shall free them"

But he himself was broken
Long before the sky would open
Forsaken, almost human
He sank beneath your wisdom like a stone
And you want to travel with him

And you want to travel blind
And you think maybe you'll trust him
For he's touched your perfect body with his mind.
Now Suzanne takes your hand

And she leads you to the river
She is wearing rags and feathers
From Salvation Army counters
And the sun pours down like honey

On our lady of the harbour
And she shows you where to look
Among the garbage and the flowers
There are heroes in the seaweed
There are children in the morning
They are leaning out for love

And they will lean that way forever
While Suzanne holds the mirror
And you want to travel with her
And you want to travel blind
And you know that you can trust her
For she's touched your perfect body with her mind.

Who By Fire

And who by fire, who by water,
who in the sunshine, who in the night time,
who by high ordeal, who by common trial,
who in your merry merry month of may,
who by very slow decay,
and who shall I say is calling?

And who in her lonely slip, who by barbiturate,
who in these realms of love, who by something blunt,
and who by avalanche, who by powder,
who for his greed, who for his hunger,
and who shall I say is calling?

And who by brave assent, who by accident,
who in solitude, who in this mirror,
who by his lady's command, who by his own hand,
who in mortal chains, who in power,
and who shall I say is calling?

A Singer Must Die

Now the courtroom is quiet, but who will confess.
Is it true you betrayed us? The answer is Yes.
Then read me the list of the crimes that are mine,
I will ask for the mercy that you love to decline.

And all the ladies go moist, and the judge has no choice,
a singer must die for the lie in his voice.
And I thank you, I thank you for doing your duty,
you keepers of truth, you guardians of beauty.

Your vision is right, my vision is wrong,
I'm sorry for smudging the air with my song.
Oh, the night it is thick, my defences are hid
in the clothes of a woman I would like to forgive,

in the rings of her silk, in the hinge of her thighs,
where I have to go begging in beauty's disguise.
Oh goodnight, goodnight, my night after night,
my night after night, after night, after night, after night, after night.

I am so afraid that I listen to you,
your sun glassed protectors they do that to you.
It's their ways to detain, their ways to disgrace,
their knee in your balls and their fist in your face.

Yes and long live the state by whoever it's made,
sir, I didn't see nothing, I was just getting home late.

fimmtudagur, mars 11, 2004

Fimmtudagsbíó

Dead Poets reunite

Sá yðar sem syndlaus er

Meistari formsins


Hef haft skelfilega lítinn tíma til að nota þetta dvd tæki mitt eftir að ég keypti það en fyrsta myndin sem ég horfði á í því var Spóla. Tape, sjöunda mynd Richard Linklater. Og það er skemmtilega margar fyrirsagnir sem manni detta í hug eins og sjá má. Ethan Hawke er þarna með sínum gamla félaga úr Dead Poets Society, Robert Sean Leonard, og þeir leika gamla vini, eiginlega gæti maður alveg séð fyrir sér að þessir tveir væru tveir af Dauðraskáldafélaginu uppvaxnir (ef persóna Leonard hefði ekki framið sjálfsmorð í myndinni). Sömuleiðis eina myndin sem Ethan og Uma gerðu á meðan þau voru hjón – eftir að þau hittust í annari vanmetinni snilld, Gattaca. Og síðast en ekki síst þriðja myndin sem Hawke gerir með Linklater.
Sagan hverfist í rauninni í lokin um það að allar persónurnar eiga sér sínar beinagrindur í fortíðinni, draugar sem myndin leiðir hægt og rólega í ljós. Líklega sterkasta mynd sem ég hef nokkurn tímann séð um nauðgun – án þess að það sé eitt einasta augnablik af ofbeldi eða klámi. Ekki bara afleyðingarnar á fórnarlambið og gerandann, heldur merkilegt nokk, þriðja aðila. Og í raun einfaldlega um sambönd yfir höfuð, ástarsambönd, vinasambönd – nauðgunin er á endanum bara einn atburður, sem er þó vissulega ákveðin vendipunktur, í samskiptum þeirra þriggja við hvort annað, annað fólk og ekki síst eigin sjálfsmynd.

Linklater fer frábærlega með efnið, yndislegt að sjá þennan meistara kominn aftur í toppform, vona að School of Rock sé álíka góð – og heyrist það á öllu.

Þó að fleiri þekki nöfn eins og Tarantino, Gus van Sant (stundum), Lynch og Kevin Smith þá er í mínum huga Linklater hinn eini sanni guðfaðir óháðra kvikmyndagerðamanna í Bandaríkjunum. Ekki af því að hans myndir séu betri heldur af því að hann er endalaust að gera tilraunir, þá djörfustu líklega fyrst þegar óháðar bíómyndir varla sáust nema í örfáum sölum – og það eru ekki nema þrettán ár síðan.
Tilraunir með formið, möguleika bíósins, frásagnatæknina – en þó alltaf með söguna í huga – hugmyndin er alltaf: hvaða frásagnaaðferð hentar þessari sögu best? Fyrstu fjórar myndirnar eiga það allar sameiginlegt að gerast á einum sólarhring eða minna – í þeirri fyrstu, Slacker, er engin einasta manneskja í mynd í meira en mínútu, myndavélin einfaldlega eltir fólk og missir svo áhugan um leið og einhver meira spennandi kemur, kvikmyndatökuvélin sem gægjutæki, eltandi uppi lífsviðhorf ungs fólks í Austin, Texas, þegar X – kynslóðin stóð í blóma, Slacker í raun ekki síður mikilvæg fyrir þá kynslóð og sjálf bók Coupland, Generation X. Og orðið sjálft, Slacker, gekk í endurnýjun lífdaga. Síðan var það Dazed and Confused, ákveðið millistig að 3 myndinni, persónugallerí en ekki nærri jafn stórt og í Slacker, meira í ætt við American Graffiti (og ekki færri stjörnur uppgötvaðar í þessari, þó engin Ford) – á meðan sú lýsti lífi unglinga á 6 áratugnum og var gerð á þeim 8 þá lýsti þessi lífi unglinga á 8 áratugnum og var gerð á þeim tíunda. En svo kom Before Sunrise og þá var hann búin að fara hringinn, úr engri eiginlegri aðalpersónu yfir í tvær persónur sem eru á skjánum nær allan tímann, einstaka aukapersónur og þá eingöngu þær sem þau Jesse (Ethan Hawke) og Celine (Julie Delpy) hitta. Síðan var SubUrbi@, ágæt í sjálfu sér en bætti litlu við hinar þrjár. Svo lenti kall í óstuði, fraus þegar hann vann í fyrsta skipti fyrir stúdóin og The Newton Boys var alltaf hálf misheppnuð – og þó tilraunin sem hann gerði með að teikna ofaní raunverulega leikara í Waking Life hafi verið skemmtileg – og útlitið fínt – þá var sagan alltof veik. En síðan kemur Tape, þar sem hann notfærir sér alla helstu kosti ódýrrar stafrænnar tækni, það hversu líkt þetta getur verið fjölskyldumyndböndum – það er eins og maður sé að gægjast. Öll myndin gerist í einu einasta herbergi, aðeins 3 leikarar, framan af meira að segja aðeins tveir – en aldrei verður þetta þó eins og maður sé að horfa á leikrit (sem það er vel að merkja byggt á). Þetta er alltaf einkennilega cinematic (vantar skikkanlegt íslenskt orð yfir þetta) á hráan hátt – og svo er bara vonandi að maður komist fljótlega í tíma hjá honum og Jack Black!

miðvikudagur, mars 10, 2004

Besta lið í sögu Bretlands? Vissulega.

mánudagur, mars 08, 2004

Survivor All-Stars

vi

The king is gone

Jæja, þá er hinn upprunalegi sigurvegari farinn á brott, heimildir herma að þetta sé útsmogið plott tæknimannana sem voru ósáttir við að fá ekki borgaða yfirvinnu fyrir að fela vininn. En ég var sáttur við að Ethan hafði þetta af, hann er búin að vera upp við vegg frá fyrsta degi en hangir alltaf inni – og er síðasti sigurvegarinn sem er eftir. Sömuleiðis sáttur við að Colby hafi haft þetta af, sýnist ansi líklegt að Colby, Ethan og Lex verði í bandalagi – hljómar ágætlega en verst að Lex stendur sjálfsagt að mörgu leyti best því hann er í ákveðinni oddastöðu, búin að vera með Colby það sem af er og var með Ethan í Ástralíu. Shi-Ann, sem ég er einhvernveginn ekki búin að mynda mér neina skoðun á ennþá, Kathy og Jerri eru líklegar til þess að standa saman, nema einhver ein fari yfir til strákanna.

En sameiningin var vel útfærð aldrei þessu vant – og í raun engin sem tapar á þessu, nema helst Jenna sem er bara gott mál. Sabogahópurinn var með gott fólk en var einhvernveginn ekki að ná saman þannig að þau eru sjálfsagt feginn og þetta breytir sjálfsagt litlu fyrir hin.

Hinn ættbálkurinn, Chapera, telur ennþá 7 – og það eru ólíkt fleiri þar sem eiga skilið að það sé slökkt á kyndlinum – yfirkrípið Rob, Susan, aka hvítt rusl dauðans og tapsári vælukjóinn hún Jenna. Amber litlaus sem fyrr en vonandi að Alicia, Big Tom og Rupert standi saman og sparki þessum 3 fyrst nefndu í burt sem fyrst.

Er alveg að verða búin að fara yfir miðannarprófin, en fyrst er náttúrulega vort vikulega Sörvævorblogg ...

laugardagur, mars 06, 2004

Laugardagsljóðið

Já, og af því tilefni að í kvöld verður verkið "Rauðhetta, úlfurinn og bláu skóhlífarnar" frumflutt er ástæða til að láta þetta ævintýri fljóta með, ljóðið sem aflaði mér á sýnum tíma gistingar í London í boði Rásar 2 ...

Systir Öskubusku

Ég sá þig í bíó
þú varst þrem sætum fyrir framan mig
og þú varst líka upp á tjaldinu
með ljósa hárkollu

nú sé ég ekki þýskubókina á borðinu
heldur þig í G 15
lesandi "Aschenputtel" gegnum rauðar varir
og ég byrjaði að hugsa um hvað þú ert með fallegar tær

ekki höggva þær af
Laugardagssagan

Í tilefni af því að það er árshátíð í kvöld (og var árshátíð heyrist mér hjá mínum gömlu félögum í bókmenntafræðinni í gærkvöld) þá er spurning um að henda saman stuttri frásögn af síðustu árshátíð sem ég fór á á síðustu öld:

Árshátíð bókmenntafræðinema 1999

- persónuleg reynslusaga

Þetta gerðist allt fimmta mars. Árið var 1999, síðasta ár aldarinnar. Einu aldarinnar sem ég þekki. 21. öldin, hvað veit ég um hana? Ekkert ennþá. Bráðum. En það er bráðum, þetta var þá. Í mars, fimmtudagurinn sem literatúrinn fór á fyllirí og ég með. Ég er nefninlega svo menningalega sinnaður. Til að byrja með hafði ég slegið öllu upp í kæruleysi og stungið af til Akureyrar í þrjá daga með hluta af útlendingagenginu mínu. Eftir nokkra roklausa daga þá kom ég "heim" (um leið og ég fór að heiman, ha, ha) í Smoke City, Iceland. Well, you know, I'm fucking fullur when I rite this so the stafsetningarspelling og tungumálið verður allt ósköp óljóst. Þannig verður þessi frásögn nefninlega, timbruð, óljós og ekta. Timbruð eins og öldin sem er núna að hefja sitt lokafyllerí, eina spurningin er hvort eitthvert okkar lifi það af. Ég hafði fyrstu lotuna af. Það var bara grís að ég komst að þessari árshátíð, ég var af betla meðmæli af Ástráði og Róberti fyrir Prag-ferð (ég er ekki ennþá búin að ákveða hvort ég á að fagna aldamótunum í Prag eða heima) og hitti Baldur formann sem dobblaði mig á árshátíð sem ég hafði ekki hugmynd um. Annars er ég svoltíð eins og Sókrates, eina sem ég veit er að ég veit ekkert. Að vísu er ég öllu skarpari en hann, ég veit eitthvað - ég man það að vísu ekki en ég veit það. Ég veit líka að þetta er afskaplega óskýrt, samhengislaust og svo framvegis en það sannar aðeins þá fullyrðingu mína að þetta er ekkert feik, ég er nýkominn heim og ég er alltof fullur til að skrifa samhengislausa edrú sögu. Drekka sögur annars? Hvort sem heldur, ég keypti buxur til að gefa rónalúkkinu smáfrí, þurfti að vísu að plokka límmiðan af buxunum í klukkutíma og varð of seinn, en það stöðvaði mig ekki í því að eta - og náttúrulega drekka. Eftir smá chatt við Ólaf ljóðskáld Stefánsson og fleiri helti ég í mig tveim Baileys - og það var upphafið af miklum og góðum endurfundum mín og Bakkusar frænda. Þar næst lá leiðin í partý á óljósum stað á gleymdum tíma - en ég drakk Bacardi-Spritið mitt, Sibbi(eða var það Ingibjörg? - eða bæði?) og Ágústa gáfu mér bjór, síðan spjallaði ég helling við Sigurlaugu), Ágústu og Guðmundu. Um hvað man ég ekki - það skiptir ekki máli, það er mómentið sem gildir. Mómentið sem þarf að skilja - með öðrum orðum, þetta er ekki léleg og hallærisleg fylliríssaga eins og þið gætuð haldið heldur vantar ykkur bara innsæi til að skilja hvernig allt það sem hér er ritað skiptir miklu máli í menningarlegu, sögulegu og heimspekilegu samhengi. En, semsagt, svo kenndi ég Bjössa að drekka - Akureyrian Style. Þvínæst dansaði ég og djammaði, þar á meðal hið eina sanna, lagið mitt, Blister in the Sun, Grosse Pointe Blank rúlar. Svo var það löggusagan, Köbenhavn-Lolitu-sagan hans Bjössa og síðast en ekki síst pikkupplínan ódauðlega: "Ég er Anakin Skywalker, þú ert Natalie Portman." Ég fann að vísu ekki Natalie, enda leitaði ég varla. Ég er enn ástfanginn af Dísu, þessari gullfallegu stúlku á Ráðhúskaffi, ég skil ekki veit ekki, ástin - ég talaði ensku við hana fyrir feil, samt aðallega íslensku. Hún brosti, kannski ekki mikið, kannski ekki alveg sérstaklega til mín, en ég var þarna. Ég sá hana brosa. Kannski var það heill hellingur, kannski var það djúpt, kannski var það splunkunýtt bros, búið til handa mér, rétt eins og þessi saga er búin til fyrir hana þó hún sé ekki einu sinni um hana. Hún er bara þarna, á bak við hana, í hausnum á mér. Þetta gerist nefninlega allt í hausnum á mér. Mér og Guðmundi Andra, hann mætti samt ekki, ég veit ekki af hverju, en ég mætti. En sem sagt, ég fann ekki Natalie af því ég leitaði ekki en það fundu margir aðrir hana af því ég kenndi þeim pikkupp línuna. Það var að vísu ein manneskja, persóna x eða Helga eins og við skulum kalla hana til hægðarauka, og persóna y sem við skulum til einföldunar kalla Þorvarður, sem enduðu saman - og það var allt mér að þakka. Málið var að "Helga" var nú alltaf svona um það bil að reyna við mig - en síðan þá lentum við "Þorvarður" í rökræðum um gæði - eða öllu heldur skort á gæðum - kaffis. Hans kenning var eitthvað í sambandi við kaffi, koníak og kynlíf. Ég sagði náttúrulega að hann væri með vitlausa þrennu, það er kona, koníak og kynlíf. Við rifumst, "Helga" bættist í hópinn og að lokum keypti "Helga" þrjá kaffi og þrjá koníak, ég drakk koníakið og einn kaffisopa og skildi þau svo eftir, aðeins til að finna þau í hvors annars örmum næst þegar ég labbaði fram hjá. Góðverk dagsins, kvöldsins, næturinnar, ársins og bara aldarinnar, andskotinn hafi það! En hvað um það, þetta er náttúrulega aðallega drykkjusaga með örlitlum undirtónum af óskrifaðri ástarsögu mín og stúlkunnar sem líklega heitir Dísa og var kannski að gráta en brosti alveg örugglega og var falleg hvort sem hún grét eða brosti, svo falleg að hún skín í gegnum allt sem ég skrifa út af því að hún er í hausnum á mér. Hún er örugglega einhversstaðar annarsstaðar líka, ég veit bara ekki hvar. Ég vona bara, óska, að ég fái að vera einhversstaðar inní hausnum á henni. Bara smá, smáhorn, eins og ein heilasella, það er allt sem ég bið um. Heilasellur, þeim hef ég stútað nokkrum í kvöld. Bacardi-Spritið mitt, Baileyarnir tveir, bjórarnir sem ég fékk gefins og sá sem ég stal af Bjössa, Koníakið náttúrulega - en svo má ekki gleyma Fullnægingunni, tvöfalda romminu og allur bjórinn, sá sem ég stal af Bjössa og ?, þeir sem Sibbi gaf mér, ígildi nokkurra flaskna, eitt leiddi af öðru, allt í einu var ég bara orðinn fullur, andskotinn hafi það. Síðan fórum við út, stofnuðum barbersjopp-kvintett(er kvintett ekki fimm?), sungum um Ljónið sem lúllar í kvöld og ég reyndi að kenna þeim Spread You're Wings og svo fundum við ekkert partí þó að Tinni teiknimyndahetja og landkönnuður (sem lofaði að koma teiknimyndasögu um mig á laggirnar innan skamms enda kominn tími til) væri með í för. Þannig að að lokum þá gekk ég með Baldri hinum velskeggjaða heim og skýrði honum frá stórleik Johnny Depp í Fear and Loathing in Las Vegas, hvernig meistaraverk Gilliam um apana tólf gæfi meistaraverki Hitchcock um lofthræðsluna nýja dýpt, hvernig ástin væri tvöföld, þreföld og fjórföld, hvernig Truman Show væri um sambands manns og Guðs, það að vera einn í heiminum, allir aðrir eru feik, um ódauðleikann, hræðsluna við hann, Hálendinginn sem rembist við að láta engann hálshöggva sig svo hann verði eilífur - á meðan Freddy Mercury syngur "Who Wants to Live Forever"! Þversagnir þvers og kruss, sú staðreynd að einn er nær óendanleikanum en allt annað, allir menn eru bræður og um leið einir, bróðurslausir. Ekkert. Ég og Dísa, ekkert líka. Við höfum ekki einu sinni talað saman nema sem kúnni og afgreiðsludama. En Dísa, villtu bara tala við mig? Hér, fyrir norðan, í síma, whatever. Talaðu Dísa, segðu mér hver þú ert, af hverju þú grést, af hverju þú brostir og af hverju í ósköpunum ég er að skrifa allt þetta.

föstudagur, mars 05, 2004

Föstudagslagið

að þessu sinni er mjög skemmtilegt í hlustunarprófi ...

"The Fly" - U2

Oh, baby child
It's no secret that the stars are falling from the sky
It's no secret that our world is in darkness tonight
They say the sun is sometimes eclipsed by a moon
You know I don't see you when she walks in the room
It's no secret that a friend is someone who lets you help
It's no secret that a liar won't believe anyone else
They say a secret is something you tell one other person
So I'm telling you, child

Love, we shine like a burning star
We're falling from the sky tonight
A man will beg
A man will crawl
On the sheer face of love
Like a fly on a wall
It's no secret at all

It's no secret that a conscience can sometimes be a pest
It's no secret ambition bites the nails of success
Every artist is a cannibal, every poet is a thief
All kill their inspiration and sing about their grief
Oh love

Love, we shine like a burning star
We're falling from the sky tonight
A man will rise
A man will fall
From the sheer face of love
Like a fly from a wall
It's no secret at all

Achtung baby

Love, we shine like a burning star
We’re falling from the sky tonight
Love, we shine like a burning star
We’re falling from the sky tonight
A man will rise
A man will fall
From the sheer face of love
Like a fly from a wall
It's no secret at all

It's no secret that the stars are falling from the sky
The universe exploded 'cause of one man's lie
Look, I gotta go, yeah I'm running outta change
There's a lot of things, if I could I'd rearrange

fimmtudagur, mars 04, 2004

The Passion of the Christ

Orðinn forvitin um Píslarsögu Gibsons, það er óneitanlega einsdæmi að mynd sem er á tveimur dauðum tungumálum sé að taka inn hundraðogeitthvað milljónir dala á einni helgi. Allt umtal um hana markast náttúrulega af því hve margir höfðu gert sér upp skoðun á henni fyrir sýningu. Hins vegar er þetta, ólíkt því sem mýtan segir til um, í fyrsta skipti í langan tíma sem virkilega umdeild mynd slær í gegn.
Gyðingahatur? Erfitt að segja, má spyrja sig hvort það sé ekki eins hægt að segja að það sé englendingahatur í Braveheart, þjóðverjahatur í Saving Private Ryan o.s.frv.? Spurning líka hvort ekki sé verið að hengja bakara fyrir smið ef öllu misjöfnu um Gyðinga úr Nýja testamenntinu er klínt á hann. Eins hefur manni þótt gyðingar vera í ákveðinni vörn út af eigin arabahatri í Palestínu sem er óneitanlega öllu alvarlegra en þessi mynd verður nokkurn tímann.
En það er kannski ástæða til þess að skoða myndina einfaldlega sem bíómynd, það er vissulega heilmikið steitment í því að taka myndina á armeisku og latínu – það er alltaf uppörvandi að kvikmyndagerðamenn sætti sig ekki við málamiðlanir og láti markaðinn ekki stjórna sér – þá er ekki aðalatriði að maður aðhyllist ekki sömu trúarsannfæringu. Finnst samt að hann ætti að stytta nafnið aftur í The Passion.
Opnir dagar

Kennaraliðið náði þeim glæsilega árangri að vera í 2 sæti á körfuboltamóti Opinna daga - svo treysti ég því náttúrulega að vinna þetta ljósmyndamaraþon ...

miðvikudagur, mars 03, 2004

Kominn í frí - frá kennslu. Verð víst eitthvað að stússast á opnu dögunum og fara yfir próf. Já, og finna leið til þess að sleppa við að leika Rauðhettu í stuttmynd. Don't ask

þriðjudagur, mars 02, 2004

Þriðjudagsbíó

Borg Guðs (Cidade de Duis) er oft borin saman við Goodfellas Scorsese. Sá samanburður er vissulega ósanngjarn enda er myndin margfalt betri en þau ofmetnu leiðindi. En allavega, hún er töluverðan tíma í gang en þegar maður er kominn inní hana er hún afskaplega sterk. Littli Z eftirminnilegur og óhugnanlegur karakter án þess að það sé farið alla leið í að gera hann að skrímsli – og börn með byssur er einstaklega hryllileg sjón. Öll blindan ... en ólíkt Bandarísku mafíudrömunum sem allir eru að slefa yfir þá er ekki verið að upphefja skúrkana til þess eins að vera töff. Aðalpersónan er ljósmyndari, mitt í öllu en þó passífur og ágætis kontrast við allt brjálæðið.

Pirates of the Carribean minnti mann svo á hvernig sumarmyndir eiga að vera, það er ekki aðalatriðið hvort þær eru fullar af klisjum eða ekki, í tísku eða ekki, hæpaðar eða ekki, nei, það skiptir öllu hvort þær eru skemmtilegar. Just good old fashioned fun, myndin hefur sjálfsagt kostað sitt en það er engin peningalykt af henni, aðalatriðið er að hafa gaman að þessu – og þegar maður er með launatékka í milljónum dollara þá er ástæða til að muna það þegar maður er að gera eitthvað sem á að vera skemmtilegt. Þetta er einhvernveginn alltof útreiknað oft þegar verið er að búa til eitthvað sem á frekar að hafa skemmtunargildi en listrænt. Manni verður eiginlega hugsað til hins furðulega orðs afþreying sem er tiltölulega nýlega byrjað að nota um alls skonar skemtun, orðið gefur samt í raun ekki í skyn að um sé að ræða eitthvað skemmtilegt, bara eitthvað sem hægt er að drepa tíman yfir. En sem sagt, mynd sem minnir mann á hversu sorglega sjaldan það er hægt að segja einfaldlega: Virkilega góð skemmtun. Og Depp átti styttuna skilið, algjörlega frábær karakter.
Bölvað netið hérna lá niðri - eða var á hraða snigils - seinni partinn í gær þannig að það skýrir þessa out-dated færslu á undan, en maður má náttúrulega ekki svíkja aðdáendurna - eða sjálfsblekkinguna ...
Survivor All-Stars

v


Þá er einum Rob færra, það er vissulega jákvætt og vonandi að sú þróun haldi áfram þó spurning hvort samtök Robba í Bandaríkjunum hafi ekki áhyggjur af þeirri mynd sem birtist af þeim í þættinum.
Og hvað í ósköpunum er Amber að hugsa? Það vantar algerlega orð í tungumálið orð yfir það óútskýranlega fyrirbæri þegar sætar stelpur sem virðast hafa toppstykkið í ágætis standi falla fyrir krípum sem hafa það ekki einu sinni með sér að vera sæmilega útlítandi eða orðheppnir.
En ættbálkarnir eru að jafnast þannig að hýenukonungurinn Jeff Probst þarf ekki að fara að huga að sameiningu strax. Talandi um Jeff, maður gleymir náttúrulega alltof oft að minnast á þessa einu sönnu stjörnu þáttana. Staddur í siðferðilegu tómarúmi, Guð úr vélinni holdi klæddur, skemmtilega sadískur fyrir utan náttúrulega að eiga lang besta one-liner sjónvarpssögunnar: The tribe has spoken!