þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Snápar

Hér til hliðar hef ég svo loks komið því í verk að setja linka á samnemendur mína í Blaða- og fréttamennsku. Þeir sem hugsa núna fjölmiðlafræði fá allir rafrænt spark í afturendann, ekki þó jafn fast og allir þeir sem héldu alltaf á sínum tíma að ég væri í bókasafnsfræði ...

sunnudagur, nóvember 28, 2004

Stuttar og langar fréttir

Merkilegt að flestar skýringar sem maður sér á vinsældum Fréttablaðsins snúast um það hve fréttirnar séu stuttar hjá þeim. Lítið fer hins vegar fyrir þeirri röksemd að það gæti eitthvað haft með það að gera að maður fái blaðið ókeypis og það sé meira að segja borið heim að húsi á höfuðborgarsvæðinu og fleiri stöðum. Enda náði Fréttablaðið ekki neinni almennilegri fótfestu fyrr en þeir fóru að birta eitthvað að ráði af lengri fréttum í bland við símskeytin.

laugardagur, nóvember 27, 2004

Það að Á móti sól taki "Rangur maður" í sjónvarpi með skylduáskrift er sambærileg helgispjöll og ef Britney Spears færi að syngja Nick Cave.

Annars er ég í heimaprófi, það skýrir það ef ég fer að sóa miklum tíma hér ...
Óþolandi þegar kvikmyndir eru ættgreindar eftir því hvaðan peningarnir koma en ekki eftir því hvaðan listamennirnir koma eins og hér virðist raunin. Merkilegt þó að þetta hafi ekkert komist til tals hér varðandi Edduverðlaunin - ef það má tilnefna Niceland (erlendir aðalleikarar, á ensku en leikstjóri+handritshöfundur íslenskir) mátti þá tilnefna Sterkt kaffi (erlendir aðalleikarar, á tékknesku en leikstjóri+handritshöfundur íslenskur)? Skal ekki segja, myndin vissulega afar tékknesk en hugverkið þó íslenskt. Teljast til dæmis bækur Gunnars Gunnarssonar íslenskar? Veit ekki - og hef á tilfinningunni að tilnefnarar Eddunar viti það ekki heldur
Indverjinn Radhakant Bajpai státar af 13,2 cm. löngu eyrnahári. Jamm, heimsmetabók Guiness var jólapakkinn í Eddupartíinu í ár. Munaði minnstu að ég endaði á að fara með 7 stykki af henni heim af Ölstofunni, fólk sér að maður hefur borið nokkrar bækur um ævina ...

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

í fyrra hitti skrattinn Hannes ömmu sína Helgu, nú deila tveir plebbalegustu rithöfundar Íslands hart hér. Hressilegar ritdeilur um jólabækurnar eru alltaf nauðsynlegar en það er farið að vera erfitt að finna sér einhvern til að halda með þegar svona stendur á. En það er nú bara nóvember ennþá ...

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Strámenn og Þráinn

Trúaðir menn kalla aðra menn heiðingja, vantrúarmenn kalla þá sem eru ósammála þeim strámenn. Eða er það bara málflutningur minn sem er strámaður? Þetta virðist vera einhver furðulegur orðaleppur sem þeir hafa fundið upp til þess að nota í rökræðum, helst virðist þeir nota þetta til að setja út á röksemdafærslur annara. Orðskrípið strámaður virðist því vera þeirra frábæru rök á alla gagnrýni. Eða kannski trúa þeir bara á strámanninn eins og aðrir trúa á jólasveininn? Í anda þessa er ég að hugsa um að kalla alla sem eru ósammála mér héðan í frá grasasna. Það er nefnilega nákvæmlega jafn málefnalegt.

Slær samt ekki út málflutnings bakþankans í Fréttablaðinu sem virðist sannfærður um að sérhver feitur maður sé trúlaus ef marka má tengsl trúleysis og ofáts. Það skýrir náttúrulega hvers vegna hinir tágrönnu þegnar Bandaríkjanna kusu sér trúarofstækisforseta annað kjörtímabilið í röð.

Trú Vantrúar

Forvitnileg ádeila hér á vantrúarseggina. Raunar er ég sammála helstu gagnrýni sem komið hefur fram á þennan pistil, ásakanir um karlrembu eru langsóttar og þá er algengur feill að snúa í hugsunarleysi sinnuleysi upp í dyggð. En það segir sitt að gagnrýnin hefur aðallega verið á þetta, það eru nefnilega mjög forvitnilegar pælingar í pistlinum sem ekki hefur verið svarað svo neinu nemi. Það hvernig vantrú þeirra er löngu orðin að trú, trú á vísindin. Af hverju held ég því fram? Jú, þeir hafa sett hlutina upp í trúarkerfi, það er oftast fyrirsjáanlegt hvað þeir deila á því ekkiguðspjall vantrúarinnar snýst um það að það sem ekki sé hægt að sanna sé ekki til. En það er löngu búið að sanna að það er ýmislegt til sem ekki er hægt að sanna. Heimurinn gengur einfaldlega ekki upp eingöngu út frá því sem við vitum í dag. Það hvernig þeir setja allt undir sama hatt er það sem þeir eiga sameiginlegast trúfélögum, stjórnmálakreddum og öðru ópíumi fólksins. Ef þú samþykkir eitthvað brot af kreddum stjórmálaflokka eða trúarbragða þá ertu venjulega þvingaður að kaupa allan pakkann eða éta það sem úti frýs – því miður hefur vantrú þrátt fyrir marga ágæta pistla þróast svipað.

Svipað dæmi er einmitt í Idol-blaði nýjasta Séð og heyrt. Þar eru saklausir keppendur spurðir: “Trúirðu á ást við fyrstu sýn, Guð og geimverur” – þó engin rök séu fyrir því að vantrú á eitt af þessu útiloki trú á annað. Enda efast ég um að geimverur samræmist Biblíunni né að afdönkuð trúarbrögð eða litlir grænir kallar séu manni fremst í huga þegar maður sér stelpu sem er nógu falleg til að láta mann gleyma öllu öðru.

Það er rétt að taka fram að ég er því hlynntur að vantrúarseggir haldi áfram að berja á kirkjunni, á því er full þörf. En við það mætti einnig bætast gagnrýnin umfjöllun um önnur óútskýrð fyrirbæri. Ekki umfjöllun sem ávallt er byggð á fyrirfram ákveðnum kennisetningum. Ég er ekki að segja að þeir hafi ekki rök – en rökin eru venjulega búin til eftir á, skoðunin er löngu ljós.

Trú vantrúar er nefnilega fyrst og fremst á heimsýnina eins og hún er framsett af fræðimönnum í dag. Einu sinni var heimsýnin að jörðin væri flöt. Ef sumir hefðu fengið að ráða væri hún það enn en sem betur fer er alltaf til fólk sem er tilbúið að setja spurningarmerki við ríkjandi heimsmynd.
Fjórar hriflur komnar á Kistu og sú fimmta væntanleg. Sú að vísu um þrjár myndir sama leikstjóra.

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Enskt útlendingahatur og spænskur rasismi

Mikið hefur verið rætt í ensku pressunni um meintan rasisma Spánverja eftir köll þeirra að svörtum enskum leikmönnum í landsleik þjóðanna í síðustu viku. Gagnrýni á þá Spánverja sem þarna bauluðu eða kölluðu niðrandi orð sökum litarháttarins eins er svo sannarlega verðskulduð – en hafa Englendingar efni á að setja sig á háan hest? Sérstaklega þegar gagnrýnin virðist oft ekki vera aðallega beint gegn þessum ræflum sem öskruðu ókvæðisorðin heldur spænsku þjóðinni sem heild?

Phil Ball er frábær penni sem skrifar um spænska boltann á Soccernet – en jafnvel enn meira um spænska menningu og hvernig hún tengist boltanum. Hann talar um muninn á þjóðfélögunum, á Spáni hafi pólitísk rétthugsun átt erfitt uppdráttar og samfélagið sé ekki jafn stofnanavædd og flest sambærileg Evrópuríki. Niðurstaðan er þessi:

It is this that the English have misunderstood, and as a result there now exists a wholly unjustified feeling that Spain is somehow racist. This is nonsense, just as it is nonsense to think that England itself is free of racism, just because the English are better at sweeping it under the institutional carpet.

Þó er rétt að athuga að þetta á allt eins við um Íslendinga, jafnvel frekar en Breta. Enda má segja það um Breta að þó ástandið hafi verið skelfilegt þar fyrir alls ekki svo mörgum árum síðan þá hafi það breyst mikið. Bretland er, í kjölfar nýlendustefnunnar gömlu, orðið fjölþjóðlegt þjóðfélag og hafa blessunarlega verið að bæði sætta sig við þá staðreynd og eru nú meira og meira að taka henni fagnandi. Verðlaunalisti yfir Bookerverðlaunabækur eru núorðið fullir af bókmenntum minnihlutahópa og flestir eru fyrst og fremst Bretar áður en þeir eru svartir, hvítir eða gulir. En á móti kemur að útleningahatur í Bretlandi skelfilegt sums staðar, sérstaklega í götublöðunum sem hafa miklu meiri áhrif í samfélaginu en Bretar vilja viðurkenna. Það að kalla Frakka hvítlauksróna og núa Þjóðverjum endalaust upp úr stríðinu er algjörlega viðtekið. Útlendingahatur og rasismi er vissulega nátengdir þættir en þó ekki alveg það sama, annað snýst um vegabréfið þitt, hitt um húðlitinn. Það er jákvætt ef búið er að ýta öðru út í horn, en bæði sú staðreynd að það sé í horninu og að hitt sé enn að grassera út um allt þýðir að það er töluverð hræsni fólgin í því að úthrópa flísina í augum fólks í öðrum löndum.

Endursýnt Kastljós

Þó íþróttalíkingar í stjórnmálum séu orðnar afskaplega þreyttar þá eiga þær við Kastljósþáttinn í kvöld. Að horfa á Steingrím J á móti Birki litla minnir glettilega mikið á það að horfa á áhugalítið úrvalsdeildarlið spila við utandeildarlið sem rembist eins og það getur en tapar samt 4-0.

sunnudagur, nóvember 21, 2004

Kvikmyndahátíð á Kistu

Við Jón Ólafsson (heimspekingurinn, ekki píanóleikarinn eða skattsvikarinn) erum alveg óvart fastir í good cop / bad cop klisju dauðans. Og það þó við höfum ekki hist síðan ég afgreiddi hann um einhverjar bækur í Bóksölunni fyrir margt löngu. En við erum báðir að gagnrýna myndir af Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni fyrir Kistuna. Ég datt frekar seint inní þetta en er búin að sjá 5 myndir núna, tvær eru slappar (þar af önnur afleit), eina get ég ómögulega ákveðið hvort er snilld eða brjálæði og tvær, Jargo og Control Room, eru hrein og klár snilld sem ég mæli með að þið sjáið á meðan þið getið - það verður sjálfsagt ekki lengi.
En Jón er þegar búin að afgreiða þær og þar sem ég hef litlu við ágæta dóma hans að bæta þá er ástæðulaust að ég dæmi þær líka. Þannig að ég verð í bili í hlutverki vonda nöldurkarlsins. Það fer mér vonandi vel - en samt helst ekki of vel samt :( En fylgist spennt með á kistu, mun nýji bölsýni kvikmyndagagnrýnandinn fara að tala vel um einhverja mynd? ;)

föstudagur, nóvember 19, 2004

slæður, pinnahælar og neglur

Átti í umræðum um meðal annars slæður múslimskra kvenna og pyntingaskó vestrænna kynsystra þeirra og pælingin var um hvort hér væri um samskonar kúgunartæki að ræða. En finnst virkilega einhverjum körlum háhælaðir pinnaskór og langar blóðrauðar neglur sexí? Er þetta ekki miklu frekar einhver kvöð frá konum sjálfum – eða jafnvel oddhvöss morðvopn sem nota má á karldýr sem koma of nálægt.

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Langt síðan ég hef farið í bíó og lesið eitthvað sem tengist ekki ESB (meira að segja List skáldsögunnar tengdist ESB), sakna bókmenntafræðinnar smá núna, vantar meiri literatúr í þetta nám, hlakka til helgarinnar, þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu sérstöku þá. Hlakka til jólanna, veit ekki hvað ég geri um áramótin ennþá, Reykjavík eða Akureyri? Um jólin er náttúrulega engin samkeppni ...
3 í viðbót og ég er hálfnaður ... þyrfti samt að fara að kíkja til Rússlands svo þetta lúkki betur ...

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Where Netið is Sloshed Into Bottom

Einhver brjálæðingur tekið upp á því að þýða að virðist allar íslenskar bloggsíður. Uppáhaldsorðið mitt á ensku virðist samkvæmt þessu vera snuggle.

mánudagur, nóvember 15, 2004

Ritgerð búin!

Heill kassi af Jibbí kóla fyrir því!

Það góða við hópvinnu er annars að það geta aðrir séð um að blogga um alla dramatíkina fyrir þig.

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Kani dagsins ...

... er tvímælalaust minn gamli vinur Jim Curtiss sem er búin að senda öllum útlendingum sem hann þekkir formlega afsökunarbeiðni fyrir hönd þjóðar sinnar. Gott að vita að það er enn von.
Þegar er búið að telja að 51 og hálf milljón Bandaríkjamanna eru haldnir alvarlegri siðblindu. Talan fer hækkandi. Líklega er álíka mörgum einfaldlega sama. Hvernig sem fer, og það lítur ekki vel út, þá er þetta sorgleg niðurstaða fyrir mannkynið og meinta siðmenningu þess.

Kosningasjónvarp RÚV rétt fyrir 3 að nóttu - Halleluja

Ólaf Sigurðsson er að ræða við Karl Blöndal aðtoðarritstjóra Morgunblaðsins. Karl er að tala um að þau ríki Bandaríkjanna þar sem kirkjusókn sé meiri o.s.frv. séu líklegri til þess að kjósa Bush. Karl er ekki að taka neina afstöðu, eingöngu að benda á staðreyndir sem styðja mýtu sem flestir þekkja. Treður spyrillinn Ólafur sér ekki inn með þetta furðulega komment um Biblíubeltið:

“Það er sjaldgæft að maður hitti betra og grandvara fólk en þar”

Þá vitum við það.

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Á morgun ræðst hvort heimurinn fer endanlega til andskotans eða ekki. Hvernig sem það endar er ég búin að ákveða að flýja land daginn eftir. Að vísu er Danmörk náttúrulega land andskotans þannig að það er hvort eð er nokkuð ljóst hvar ég enda ...

mánudagur, nóvember 01, 2004

alltof langt síðan ég hef póstað tilgangslausan lista hérna ... stal spurningunum frá Palla sem stal þeim frá Birki ...

1)ever had a song written about you? – ekki sannanir fyrir því ennþá að vísu ...
2)what song makes you cry? – Svefninn laðar, NýDönsk
3)what song makes you happy? – Blister in the Sun, Violent Femmes
4)
height - 1.83
hair color – skolhærður
eye color - gráblár
piercings - nei
tattoos – nei, enda fm-hnakkar fyrir löngu búnir að stela tattúunum
what are you wearing? – buxur og skyrta
what song are you listening to? – We Hate it When Our Friends Become Succesful með The Smiths. Þeir eiga það samt skilið.
what taste is in your mouth? - kók
whats the weather like? – logn inni, Rvk úti
how are you? – pirraður útí sjálfan mig
get motion sickness? – nei, mér finnst fátt notalegra en hristingur
have a bad habit? – wait while I pull my finger out of my nose
get along with your parents? – eftir að ég flutti að heiman kemur það alveg fyrir
like to drive? – já, en leiðist sú bílaborg sem Rvk er og stefni að því að gera ástandið ekki verra með ökutækjaeign
boyfriend – neibb
girlfriend – væri ég þá að eyða tímanum í þetta?
children? – eftir að hafa verið kynntur fyrir sækópatasíðunni barnaland.is í gær vona ég aldrei
had a hard time getting over somone? –Já
been hurt? – Já
your greatest regret? – aðallega og nær eingöngu hlutir sem ég hef ekki gert
your cd player has in it right now? –Morrisey
if you were a crayon what color would you be? - grænn
what makes you happy? – skemmtilegar hugsanir. Það er svo skemmtilegt fólk og skemmtilegir hlutir sem oftast kveikja á þeim hugsunum
whats the next cd you're gonna get? Nýji Elliot Smith eða nýji U2.
seven things in your room?
bækur, sjónvarp, sófi, kertastjaki, stofuborð, dagblöð, skór
seven things to do before you die...
eina hjátrúin sem ég hef er að gefa ekki upp framtíðaráform við hvern sem er ...

top seven things you say the most...
hmm, endilega, heyrðu, já, nei, hæ, daginn. Ég hef flesta grunaða um að breyta þessu í uppáhaldsorð en best að sleppa því að svindla svona einu sinni ...

do you...
smoke? - nei
do drugs? - nei
pray? - nei
have a job? – part-time með skóla
attend church? – nei
have you ever....
been in love? - tja
had a medical emergency? - varla
had surgery? - nei
swam in the dark? - já
been to a bonfire? - nei
got drunk? - já
ran away from home? - ... og er ennþá að hlaupa
played strip poker? - nei
gotten beat up? – bara klassískir skólaslagir
beaten someone up?- sömuleiðis. Tókst að blóðga stærsta strákinn í bekknum einu sinni. Tilviljun but worth being proud about at the time
been onstage? - já
pulled and all nighter? - já
been on radio or tv? - já
been in a mosh pit? - varla
do you have any gay or lesbian friends? - já
describe your first kiss – öðruvísi en ég átti von á
wallet – gamalt og er þar af leiðandi ekki stolið
coffee - nei
shoes – en gengur illa að finna rétta parið núna
cologne – sjaldnast
in the last 24 hours you have...
cried - nei
bought anything - já
gotten sick - nei
sang - nei
been kissed - nei
felt stupid - já
talked to an ex - nei
talked to someone you have a crush on - nei
missed someone – eitthvað smá
hugged someone – nei

Ef tímaeyðsla væri listform væri ég nóbelsverðlaunahafi

Norðurlandaferð eftir 60 tíma, á eftir að gera skriljón mikilvæga hluti fyrst - en kemst ekki í neitt vinnustuð þessa helgina. Ég er alltof mikill deadline-junkie. Tarnabrjálæðingur eins og flestir Íslendingar. Væri lífið miklu betra ef maður gerði alltaf allt á réttum tíma? Ég geri að vísu flest á réttum tíma ... þ.e.a.s. á síðustu stundu. En það þýðir að það kemur fyrir að það verður lítið af þeim hlutum sem ekkert deadline er á ... kannski ætti ég að afhenda ríkislögreglustjóra lista með öllum hlutunum sem ég ætla að gera áður en ég verð 30 ... úff, alltof stutt þangað til, best að hafa listann ekki of langan ...