miðvikudagur, ágúst 27, 2003

"Kýr með sólsting"

Forsíðufréttin í Feyki, staðarblaðinu hér á Króknum. Menningarsjokk? Ekki enn, en það styttist. Hingað til hef ég barasta ekki haft tíma til að skoða menninguna almennilega ...

mánudagur, ágúst 25, 2003

Fyrsta Sauðárkróksblogg

Jæja, búin að flyja, búin að fara í mötuneytið í fyrsta sinn, búinn að eiga afmæli (still young, still young - hvar eru annars allir pakkarnir frá ykkur?), búinn að prófa gervigrasvöllinn og búinn að kenna fyrstu tímana. Svo ekki sé minst á allar æsispennandi áfangalýsingarnar sem ég er búinn að semja. Og prófa alla veitingastaðina á Sauðárkróki á meðan ég beið eftir að mötuneytið opni. Fer ekki útí meiri smáatriði enda aldrei að vita að litlu framhaldsskóladýrin mín læðist inn á síðuna, svo ekki sé talað um gagnnjósnadeild Skagafjarðar.
Fyrsta

mánudagur, ágúst 18, 2003

Stúdentagarðar, au revoir!

Í dag líkur ferli mínum sem leigjandi á Stúdentagörðum Háskóla Íslands. Ætli ég nái ekki rúmlega þremur árum samtals á fjórum stöðum - með góðum hléum. Þannig að ég er að flytja í þriðja sinn á þessu ári, það er svona sirka í meðaltali þessi sex ár síðan ég útskrifaðist (plús óteljandi hótel- og hostelherbergi), það er svona smásegulskekkja í manni en það verður gott þegar þetta verður búið og ég þarf ekki að flytja í heila níu mánuði. En núna - klára að pakka. Vona að tölvan komist heil og höldnu á krókinn ...
Pálína á eins árs afmæli í dag og er henni óskað til hamingju, sérstaklega sem einn stofnmeðlima hins merka félagsskapar A.T.L.I. Annars er ég aðallega upptekinn við að pakka. Eða finna mér eitthvað annað að gera en að pakka. En ef einhver hefur áhuga á að fá vinnu sem þræll á morgun þá vinsamlegast hafið samband.

laugardagur, ágúst 16, 2003

Til hamingju!

Nanna og Jón Geir eru nú væntanlega orðin hjón. Það er vitanlega menningarlegasti atburður dagsins hingað til - en nú er ég á leið niðurí bæ að gerast menningarlegur. Eða gera skandal - það er oft erfitt að greina á milli ;)

fimmtudagur, ágúst 14, 2003

og munið ...

Lefties Will Rule the World!
Lefties Pride

Alþjóðlegi Örvhentradagurinn er að verða búin og engin búin að óska mér til hamingju ennþá. Tillitsleysið í þessu rétthenta fólki alltaf. Það er væntanlega kominn tími til að halda skrúðgöngu næsta ár svo málsstaðurinn fái sanngjarna athygli. En best að óska karlmönnunum í fjölskyldunni og öðrum örvhentum til hamingju með daginn!

þriðjudagur, ágúst 12, 2003

Hæstvirt menntamálaráðuneytið hefur loksins lagt blessun sína yfir vafasama fortíð mína og þar með er endanlega komið á hreint hvar ég verð að vinna næsta vetur. Að þeim vetri loknum mun að sjálfsögðu ekkert annað en enska vera töluð í gervöllum Skagafirði, múhaha! Úbbs, ég á víst að kenna einn kúrs í íslensku líka, back to Evil Plan B.
Reykjavík Grapevine númer 5 er komið út, aldrei fallegra enda ekki nóg með að Alli snillingur eigi grein í blaðinu þá er líka grein eftir höfuðsnillingin sjálfan mig. Skrifa kannski meira fyrir þá þegar þeir fara að hafa efni á að borga okkur greinahöfundunum eitthvað - var þetta ekki annars góð afsökun fyrir andleysinu?
Draumur á Jónsemessunótt

Kominn aftur suður - en stoppa væntanlega stutt. Villtist smá í skógarrjóðri rétt hjá Dalvík og var svo heppin að sjá Fangor Olivier og fleiri skógálfa leika sér af mikilli list. Held þetta hafi verið síðasta sýning þeirra á Jónsmessunæturdraumnum þannig að ég mæli eindregið að fólk reddi sér tímavél til að ná á leikritinu við eðlilegar aðstæður - næst þegar einver setur þetta upp verður það sjálfsagt inni með gervitrjám og það er aldrei jafn skemmtilegt - fyrir utan að fangor verður varla nokkurn tímann svona hávaxin aftur ...

föstudagur, ágúst 08, 2003

Það er spurning hvort maður neyðist ekki til að vorkenna Dabba + Dóra núna. Eftir að þeir veittu Könum góðfúslegt leyfi til að drepa Íraka þá er Bandaríkjastjórn hundfúl að við viljum drepa nokkra hvali. Hins vegar er lausnin einföld, klæðum bara dýrin upp í kufla og vefjarahatta og þá mun Bush & co. örugglega átta sig á því að hvalir eru af hinu illa og útrýma þessum ofvöxnu spendýrafiskum um leið.
casablanca
"You must remember this, a kiss is still a
kiss". Your romance is Casablanca. A
classic story of love in trying times, chock
full of both cynicism and hope. You obviously
believe in true love, but you're also
constantly aware of practicality and societal
expectations. That's not always fun, but at
least it's realistic. Try not to let the Nazis
get you down too much.


What Romance Movie Best Represents Your Love Life?
brought to you by Quizilla

Já, og því til viðbótar er ég ekki nema 13,8 % nörd - en það er bara af því að helv. prófið er alltof miðað við tölvunörda. Bíónördinn fékk svosem smá respekt en bókanördinn varla neinar spurningar.

miðvikudagur, ágúst 06, 2003

Frá Hulk til Árna Johnsen

Gróf upp gömlu Hulk-blöðin frá Siglufjarðarprentsmiðju þegar ég kom norður, Daredevil fékk alltaf að fljóta með eins og fróðir menn muna. Skoðandi teikningarnar þá dettur manni helst í hug Martin Short sem Bruce Banner og Val Kilmer sem Daredevil. Talandi um Val Kilmer, af hverju snéri Hollywood baki við honum? Jú, út af því Joel Schumacher, Ed Wood okkar tíma (sorrí Ed), talaði illa um hann. Það er svona álíka gáfulegt og ef fangelsismálastjóri yrði útskúfaður af því Árni Johnsen talaði illa um hann. Eiginlega væri Schumacher best kominn með Árna í djeilinu að gera heimildamynd um litla brekkusöngvarann sem allir voru vondir við, bréfið hans Árna litla var til dæmis eins og beint upp úr einhverjum soranum hjá Joel. Eða kannski væri bara betra að fá Hulk til að berja þá báða?
Still in Habitville

Verslunarmannahelgin búin og ég enn á Akureyri – enda á ég lögheimili hér og stefni á að halda því til dauðadags þó ég efist um að ég eigi eftir að búa mikið hérna á næstunni. En maður afsalar sér ekki ríkisborgararéttinum. Sunnudagskvöldið eina alvarlega gleðin, enduðum á Kaffi Akureyri þar sem ég þurfti ekki að borga sjálfur fyrir vökva eftir annan bjórinn. Það hve ókunnugir karlmenn eru æstir í að bjóða mér í glas veldur mér vissulega áhyggjum en ég er engan vegin nógu ríkur til að segja nei. Þegar einhver úr ástarþríhyrning Bush, páfans og Árna Johnsen bíður þá er hins vegar ástæða til að fara barasta heim og detta í það með Saddam og Osama bin hérna í neðanjarðarbyrginu í bakgarði Vanabyggðarinnar.