miðvikudagur, júlí 31, 2002

Hin ógurlega Verslunarmannahelgi nálgast

Það er ljóst að þessi stanslausi áróður gegn unglingadrykkju er farinn að gera margt foreldrið ofsóknarbrjálað. Það er svosem gott og blessað að vinna gegn unglingadrykkju - en þessi blessaði áróður er fljótur að snúast upp í andhverfu sína. Skilaboð eins og að það sé líka kærleikur að segja nei og aðrir passlega innihaldsrýrir frasar (sem örugglega bjarga einhverjum en skaða ennþá fleiri) tröllríða öllu og eftir standa foreldrar og spyrja sig: "já, nei? ... ég verð að segja nei af því að forvarnarfulltrúinn í sjónvarpinu/útvarpinu/dagblaðinu segir að þannig sýni ég barninu ást mína." En hvað varð um að tala við börnin sín? Eða jafnvel spyrja sig hvers konar manneskja krakkinn þinn er, hvað krakkinn er líklegur til að gera og hvað ekki. Flestir foreldrar þekkja börnin sín mun betur en forvarnarfulltrúar fjölmiðlanna (Og ef þeir gera það ekki eru þeir það óhæfir foreldar að það er barninu vafalítið fyrir bestu að komast í burtu sem mest). En Íslendingar eru ofboðslega gjarnir á að fordæma allt áfengi og annað slíkt hugsunarlaust í fjölmiðlum af því að það á að gera það. Það veit hver maður sem hefur farið niðrí bæ í Reykjavík eða einhverjum bæja Íslands um helgarnætur að þessar yfirlýsingar eru ekki í neinum takti við hegðun þjóðarinnar. Eða finnst okkur að við séum svona ömurleg?
Nei, við erum bara ofboðslega óheiðarleg við sjálf okkur. Ég hugsa stundum að sumir sem hafa ekki þekkt mig lengi haldi að ég drekki miklu meira en ég geri, ég geri sjálfsagt oft meira úr því en ástæða er til og finnst fátt skemmtilegra en að segja góða fylleríssögu þá sjaldan að tilefni er til. Ekki samt til að sýna hvað ég sé stór kall eða eitthvað slíkt (þó sjálfsagt hafi ég gerst sekur um það einhverntímann). Nei, aðallega af því mér finnst hitt svo ömurlegt. Fólk sem útmálar áfengisdjöfulinn í Kastljósinu og fer svo á barinn á eftir.
En flaska í skúffu er miklu hættulegri en flaska uppá borði. Því flöskur eru furðu mennskar að þessu leiti - ef þær eru óvinir þínir liggja þær í leyni eða ljúga að þér. Málið er bara að flöskur geta ekki talað eins og flestir vita þannig að þú ferð að ljúga fyrir flöskuna. Þú afneitar sjálfum þér og því sem þú gerir og hugsar, fyrst fyrir öðrum og að lokum fyrir sjálfum þér. Endar svo á að ljúga sjálfan þig í gröfina - því hvers virði er manneskja sem afneitar sjálfri sér fyrir sjálfri sér? Aðeins gömul og útjöskuð lygi.

Íslenskt foreldri sest niður með barninu sínu og skipar því sem aðrir sögðu honum að skipa. Barn lærir að það þýðir ekki að tala um annað en má tala um, barn lærir að ljúga. Ekki lærir það að drekka því það er erfitt að læra það sem hvergi er kennt. Loksins þegar það er nógu langt leitt til að segja sannleikann þá stendur það upp, þylur nafnið sitt og eigin alkóhólisma. Væri ekki betra að það hefði bara þorað einhverntímann að segja að nú væri það að fara að drekka? Það er nefnilega fyrsta skrefið í að læra þá list að drekka, vissulega er alkóhólismi sjúkdómur en eitthvað segir mér að ansi margir meðlimir hérlendis séu þar því þeir lærðu aldrei það sem þeir voru að gera.
Ha ha ha ha ha ha ha!

Þarna drap ég Nietzsche.

Tekið skal fram að brandarinn virkar bara út þennan sólarhring með linknum - nema þið séuð því betur lesin.
We're not in Kansas anymore ...

Mikki Torfa æsir bloggara til reiði þessa dagana. Einungis þriðjungur greinarinnar er eitthvað sérstaklega um blogg en fólk er orðið svo vant að lesa hluti út frá leitarorðum og fyrirsögnum að það skiptir greinilega ekki öllu. Til dæmis eru ýmsir að benda á að Baudrillard sé hálfviti - og treysta því auðvitað að ekki séu of margir búnir að lesa hann og geti þ.a.l. andmælt - en það skiptir barasta engu máli. Mikki er fyrst og fremst að lýsa eigin hugleiðingum út frá grautnum í hausnum á honum eftir lestur á Baudrillard. Og það eru athyglisverðar pælingar sem litlu bloggararnir virðast flestir vera frekar frústreraðir yfir. Er Mikki eitthvað skárri? spyrja sumir. Nei, eins og hann tekur fram sjálfur í p.s.-inu, Mikki er jafngegnsýrður og við öll. Bloggið er svosem ekkert slæm hugmynd, hún er bara sjaldnast alveg að virka ennþá frekar en netið yfir höfuð. Við kunnum ekki almennilega á það ennþá, það er enn það nýtt að við sem ólumst upp við gamaldags hluti eins og bækur og sjónvarp erum öll frekar villt hérna, jafnvel helstu tölvunirðirnir. En ofurveruleikinn er miklu eldri, "fólk í fréttum" Moggans hafa frá því ég man eftir mér verið einhversstaðar í grend við bíóauglýsingarnar og gert marga íslendinga þroskahefta þegar kemur að bíóferðum. "Nei, ég ætla ekki á þessa Vanilla Sky af því að Tom hætti með Nicole". Síðan fer landinn á næsta bar og tekur einhvern nýfráskilinn á löpp - en hennar/hans skilnaður skiptir ekki máli því þú last ekki um hann í Mogganum.

Það sem er samt sorglegast er hversu illa bloggarar taka gagnrýni - þó vissulega sé jákvætt að það sé smá hasar í hlutunum. Mikki er rifinn í tætlur og tekinn úr samhengi - en það er svo sem það sem hann vill. Kannski er það bara eftir allt saman ágætt að bloggararnir rífi Mikka í sig eins og hann bað rithöfundana um að gera fyrir nokkrum árum - en er ekki kominn tími til að ráðast frekar á einhverja aðra sem þurfa meira á því að halda - og gera það á aðeins málefnalegri hátt? Hér eru þó undanteknir þeir sem voru nafngreindir í greininni, Dr. Gunni og spurningatvíbbarnir sem svöruðu með reisn, sérstaklega Ármann sem hefur kannski heyrt þann ágæta brandara að það að vinna rifrildi á netinu sé svipað og að vinna ólympíuleika þroskaheftra. Þannig að við Óli rifrildishundar bíðum spenntir eftir að Mikki, Ármann og hinir bloggararnir líti til okkar á sambýlið þar sem við sláum upp einhverfu, tvíhverfu og jafnvel þríhverfu djammi til heiðurs (ó)raunveruleikanum. Staðsetning mitt á milli Kansas og Oz.

þriðjudagur, júlí 30, 2002

Hausamál

Connery áminnir Lambert: "Don't loose your head" í lok myndarinnar. Lambert er einn eftir og þar af leiðandi hólpinn þannig að ekki má skilja þetta bókstaflega lengur. Frekar smá pæling um frægðina og það að láta hana ekki láta hana ekki stíga sér til höfuðs nú þegar hann getur lesið huga pólitíkusa og vísindamanna. Enda er þetta allt barátta um frægð, verðlaunin. En hver höndlar frægðina? Ekki Hálendingurinn sjálfur, um það vitna framhöldin öll. En munum, there can be only one. Og þetta er sú eina.
Pikköpplína dagsins:

I’m Connor McLeod of the clan McLeod. I was born in 1518 in the village of Glenfinan on the shores of Loch Shiel. And I am immortal.

Þetta virkaði, chicks dig not dying. (And being scottish and sometimes wearing a kilt obviously.)
Eitt lítið ljóð fyrir svefninn

Við eigum enga tíð
við eigum engan stað

Hvaða kennd er þetta sem fyllir okkar drauma?
en gengur samt úr greipum okkar

sem viljum lifa að eilífu
sem viljum lifa að eilífu

Við fáum engu ráðið
okkur er mörkuð braut.

Þessi heimur bíður okkar
aðeins eina sælustund

sem viljum lifa að eilífu
sem viljum lifa að eilífu

sem vogum okkur að elska að eilífu
þegar ástin hlýtur að deyja

Þessi úrvalsljóðaþýðing á óð Drottningarmanna til ódauðleikans á Gísli Ásgeirsson heiðurinn af. Það er sjaldgæft að sjá sjónvarpsþýðendur sýna meistarverkum kvikmyndasögunnar (og tónlistarsögunnar) tilhlýðilega virðingu og metnað en ég er að hugsa um að lesa jafnvel textann einu sinni næst þegar ég glápi á Hálendinginn.
Glataðir snillingar

Í söknuði eftir Christopher Lambert sem ekki hefur sést í bíómynd síðan nítjánhundruðnítíuogsúrkál þá tók ég til við að skrifa handrit fyrir misskilda leiksnillinga. Keanu er búinn að skrifa undir, sömuleiðis Christian Slater og nafni hans Lambert. Einnig John Cusack sem óskarsakademían hefur hingað til misskilið en Ethan Hawke er enn að hugsa málið, eitthvað ofmetnast eftir að hafa fengið tilnefningu nú í vor. Myndin hefst á því að Ted "Theodore" Logan (Keanu Reeves) er í atvinnuleit og um leið að reyna að sigrast á sorginni eftir að æskuvinur hans Bill S: Preston, Esquire lést sviplega þegar hann tapaði fyrir dauðanum í Trivial Pursuit. Hann finnur loks vinnu hjá útvarpsstöðinni Pirate Radio Trademark, sem er í eigu Mark Hunter (Christian Slater). Excellent Adventure, óvenjulegir útvarpsþættir Teds - þar sem hann vekur áhuga ungs fólks á sagnfræði, tímaferðalögum og fleiri hættulegum hlutum nú á tímum augnabliksins - valda uppþoti í höfuðstöðvum Pirate Radio Trademark, smábænum Thicksville í Arizona, sem og fleiri andlegum eyðimörkum Ameríku. Hunter útvarpsstjóri bregst ókvæða við en það sem fæstir muna enn er að hann kallaði sjálfan sig eitt sinn Hard Harry Hard on og stjórnaði uppreisnarútvarpsþætti allra tíma, Pump up the Volume. En fangelsið braut hann að mestu og andleysið í útvarpi samtímans endanlega og þegar hér er komið sögu er hann við stjórnvölinn á útvarpsstöð sem með tímanum hefur þróast úr upprunalegu uppreisninni í risafyrirtæki yfirfullt af FM Radíó X 95,7 frösum sem nú tröllríður gervöllum Bandaríkjunum, líkt og Íslandi samtímans. En gamlar Harða Harry-glæður vakna í brjósti Hunter þegar hann hittir jafnaldra sinn Todd Anderson (Ethan Hawke) sem hefur áhuga á að endurvekja gamlan ljóðaklúbb. Ljóðin veita Hunter þá nautn sem útvarpið gerði eitt sinn, en hugsanlega of seint. Því Martin Q. Blank (John Cusack) er mættur í bæinn, tilbúin að vinna eitt lokaverk til að eiga fyrir brúðkaupi síns og æskuástarinnar Debi. Og stöndugir samkeppnisaðilar Harða Harry eru tilbúnir að borga fúlgu fjár til þess að sjá útvarpsmógúlinn dauðann. En Connor McLeod (Christopher Lambert) hefur leitað Martin uppi, hann hefur fréttir að færa hinum unga Blank - hann er ekki eins og aðrir menn. En hvernig mun Martin takast á við ódauðleikann? Er sverðið máttugra en skammbyssan? Er penninn máttugri en FM-takkinn? Svör fást í Blanklander: Pump up the Excellent Poets - í öllum betri bíóum 20 ágúst 2006.
Úrvalssjónvarpskvöld í þvottavélarglugga

Alltof margar færslur í hausnum á mér. Þetta byrjaði allt á örvæntingarfullri leit af tómri spólu þegar ég villtist inn á Sýn og sá að Highlander var að byrja. Hún var tekin upp og horft á með öðru auganu, hitt var ýmist á eldavélinni og þvottavélinni - sem er fjórum hæðum neðar þannig að þetta var óvenju flókið kvöld hjá þessari húsmóður. Á eftir var svo hinn eini sanni Christian Slater hjá Leno, á eftir honum kom lítt þekkt en nokkuð spennandi uppistandsbeib, Sarah Silverman, sem sagði við Leno: "You know the camera adds ten pounds". Slater: "I wish that was inches". Snillingur. Þvínæst voru Þóra og Maríkó með prófíl um reynslumikinn strætóbílstjóra sem átti fimm börn og þrjú fósturbörn eftir tuttugu ára starf hjá almenningsvögnum borgarinnar, ég held að hér sé kominn flagarastrætóbílstjórinn sem Eygló lenti í um daginn, það hversu getnaðarlega hann dansaði við "I Want to Break Free" staðfesti það líkast til endanlega. Þættinum og sjónvarpskvöldinu lauk svo með því að eðalsveitin Buff tók lagið. Mig langar í svona Spider-Man skyrtu eins og Pétur söngvari var í, übercool. En gæti að vísu reynst hættulegt.

mánudagur, júlí 29, 2002

Ay, Mate!

Ástralsk-tékkneska blómarósin Elk er sú eina sem stendur sig eitthvað í tölvupóstinum þessa dagana enda greinilega allt að gerast í Brighton. Smá drama í vikulokin en að sjálfsögðu eru öll dýrin í skóginum vinir á eftir ;)
Þýskir iðnaðarrokkseinglar

Jamm, það var búið að óska að ég skrifaði um Engel hérna, alltaf gaman að fá óskalög. Skemmtileg Himmel Über Berlin pæling, Þjóðverjarnir skilja þetta ágætlega, það eru til englar þó engin sé Guðinn. Og snillingurinn Ari Jósefsson auðvitað á sínum tíma með sinn eingil. Rammsteinarnir vilja ekki verða einglar en mér sýnist það vera orðið of seint, ódauðleikinn er óumflýjanlegur.

sunnudagur, júlí 28, 2002

Topp 5 unglingabækur:

Thea Beckman: Krossferð á gallabuxum. Börn nú til dags fá líklega Martin Lawrence - útgáfuna. Sorglegt. En verum þakklát fyrir hversu heppin við vorum.

Kirsten Holst: Min ven Thomas. Á ég góðar minningar úr dönskutímum bernskunnar? Já, eina. Og ég er ekki bara að tala um geysisatriðið ógleymanlega.

Olga Guðrún Árnadóttir: Peð á plánetunni jörð. Besta unglingabók sem hefur verið skrifuð á íslensku, punktur.

J.D. Salinger: Catcher in the Rye. Nú mótmælir einhver því að hún sé unglingabók. Vissulega geta fullorðnir notið hennar en hún er um unglinga og skrifuð fyrir unglinga. Einu mótrökin eru að hún er "literatúr". Þau mótrök dæma sig sjálf.

Christine Nöstlinger: Jói og unglingaveikin. Vert að geta að hún heitir því yndislega nafni Olfi Obermeier und der Ödipus á frummálinu. En Nöstlinger er náttúrulega drottningin og hefði þess vegna getað átt þrjár bækur á listanum (Vinur minn Lúki og Dagbók - Hvert þó í hoppandi!) og jafnvel fleiri ef þeir hefðu ekki hætt að þýða hana.

Eins er spurning með Falskan fugl og Sögu um stúlku eftir Mikka Torfa sem og Andrasögurnar hans Péturs Gunnars, þyrfti að lesa þær í réttri röð við tækifæri. Og nú er sko komið að mömmu að koma með komment! Enda eina manneskjan með uppeldismenntun sem líkleg er til að lesa þetta. OG hún aldi mig upp!
Talandi um Þorgrím þá fór maður að rifja upp vanmetnustu bókmenntagreinina, unglingabækur. Bækur sem þykir einfaldlega fínt að dissa. Raunar áttu Þorgrímur og jafnvel Eðvarð sína spretti og ef betur er skoðað má finna gullmola. Ef einhver vill aftur á móti halda í þá meiningu sína þá er ástæða til að benda á Helga Jónsson Ólafsfirðing sem skrifar verstu bækur á gervöllu Íslandi. Nú er hann ábyrgur fyrir eina kvikmyndatímaritinu sem kemur út á Íslandi, viðbjóðinum extrabíó. Í síðasta blaði var heil opna helguð Christina Aguilera. Afsökunin? "Hvaða mynd velur hún sér til að hefja kvikmyndaferilinn?" Bíddu, hún hefur aldrei leikið í kvikmynd og blessunarlega aldrei hótað því, Britney hefði verið slakt, en þó réttlætanlegt val. Skiptir svo sem ekki öllu en segir allt um blaðið. Og af hverju kemur þetta út? En aftur af unglingabókum, ef einhverntímann var þörf þá er nú nauðsyn - og vonandi að minnið leiki mig ekki of grátt.
Þetta á náttúrulega enn betur við nú en í gær enda er ég eins og fram hefur komið á nýjum skóm. He jumps, he scores. Annars bara gott að vita að maður er herramaður ...




which mr. men/little miss are you?
take the quiz & find out! :)
quiz made by

Labbitúrinn var ágætur en því miður er orðið svo kalt í Reykjavík núorðið að í fyrsta skipti síðan honum var lagður á hilluna í vor þá saknaði ég trefilsins míns Trausta. Og þar með er hann skýrður. Annars virðist Óli vera búinn að gleyma því að ég skoraði átta stig í röð á móti honum um daginn. En ég skoraði alveg örugglega ekki átta stig í röð í þessum leik, máski sex eða sjö. En svona fer fyrir mönnum sem leggja aðra í einelti, þeim hefnist fyrir það. Hí á þá frændur, they had it coming. Fyrir utan að krakkinn er ennþá að stunda þann leiða ósið að taka einkasamtöl, taka þau úr samhengi og setja á netið. Siggi tók sérstaklega fram að hann elskaði mig ennþá - en það var ekki frásagnarvert. Suss, suss, ég skil enn betur núna hvernig veslings Gríslu lýður nú þegar kynhvöt eigandans beinist að henni einni.
Að lokum skal tekið fram að "drög af heimasíðu" er vissulega stolið enda fæst nýtt undir sólinni en ekki þó af Megasi. Það er annars af Megasi að frétta að hann er fastakúnni í Bóksölunni og hækkaði mikið í áliti hjá mér þegar ég komst að því að hann er í áskrift af Prins Valíant bókunum hjá okkur.

laugardagur, júlí 27, 2002

Ég er að fara í labbitúr í 10-11 til að prófa nýju skóna mína. Ég er sannfærður um að þetta verður óvenju skemmtileg lífsreynsla.
Gneistinn ber greinilega enga virðingu fyrir einkalífi annara, greyið naggrísinn hans líkast til kominn til sálfræðings.

Hvenær fer hann annars næst út að borða með Þorgrími Þráins?
Berdreymni aðfaranótt föstudags

Dreymdi að mig hitti ritgerðarleiðbeinanda minn, hitti hann svo á leiðinni í vinnuna um morgunin, vona að þetta þýði að ég geri eitthvað að viti um helgina

fimmtudagur, júlí 25, 2002

Stundum skrifar annað fólk hlutina fyrir mann. Það er fallegt af þeim og ég votta þeim fulla samúð mína. Þegar raunum okkar er lokið þá sting ég upp á varðeldafylleríi þar sem gulnaðar viðskiptabækur og notaðar heimildir verða notaðar sem eldsneyti.

Annar þeirra er bókmenntafræðinemi að klára BA - ritgerð eins og ég. Samt þekki ég hann ekkert. Merkilegt hvað heimurinn er stór stundum.


Mér hefur orðið lítið úr verki í dag. Ástæðurnar eru margvíslegar en einna helst þessar:

a) Ég þurfti að strauja fötin mín í morgun.
b) Það var breikþrú í ritgerðarvinnu í gær. Og ég þarf að safna orku til áframhaldandi verka.
c) Við deyjum hvort eð er öll eftir sautján ár og sjö mánuði.
d) Ég er á leiðinni að hitta mentorinn minn á eftir og þá tekur vinnan hvort eð er allt aðra stefnu þar sem allt sem ég hef gert undanfarið er örugglega helbert rugl og vitleysa. Eftirfarandi samtal kemur líklega til með að eiga sér stað:

Þ: Sko það sem ég er að hugsa er að taka grein eftir Halldór Guðmundsson og...
M: Halldór Guðmundsson! Halldór Guðmundsson!!! Hvernig dettur þér þetta í hug Þór.
Þ: Eeeee, bara sona datt það í hug...
M: Hvað áttu við. Gerir þú þér ekki grein fyrir hvað þú ert að gera?
Þ: Jú, eða.. ég veit ekki.
M: Við vorum búin að tala um allt annað Þór. Halldór Guðmundsson er bjáni, við lesum ekki Halldór Guðmundsson. Hann er ekki okkar maður!
Þ: Ég veit, en ég bara fór einhvernvegin óvart að skoða þetta og pæla sona, þú veist...
M: Ég hef ekki tíma í svona vitleysu Þór. Ég samþykkti að taka þetta að mér vegna þess að ég hélt að það yrði eitthvað vit í þessu.
Þ: Fyrirgefðu. Ég fer þá bara. (kveður)
[tjaldið]

e) Það styttist í helgina og þar sem ég er alkóhólisti get ég ekki unnið fyrir tilhugsuninni um að hrynja í það.
f) Ég er afleitur námsmaður og kann ekki að skrifa B.A. ritgerð og þar með sýnt sjálfum mér og öðrum að ég hef á mínum langa námsferli ekki getað tileinkað mér akademískan hugsunarhátt og þaðan af síður sjálfstæð vinnubrögð.

es: Þó að allar þessar vangaveltur hafa flogið í hug minn, og ég trúað þeim sjálfur í augnablik er ekki þar með sagt að um helberann sannleika sé að ræða. Því eins og við vitum er hann ekki til. Ekki frekar en framtíðin.



Hinn vinnur á klámvídeóleigu einhversstaðar útí heimi - en það er merkilega líkt vinnunni minni. Við sleppum að vísu við líkamsvessana ...

The other day I realized, as a cold claw of pure fear squeezed my frantic heart, that I have been working as a video clerk for ten months.

This is a job that I took on a temporary basis for just a month or two until freelancing picked back up and I got my financial shit in order.

Ten months.

It has been a test of patience, humility, and character.

It has been a lesson in dealing with all humankind, including their personal bodily fluids.

It has been $6.50 an hour.


Annars var ég einmitt að koma úr vinnunni og andlaus eftir atvikum þannig að þessir herramenn björguðu færslu dagsins, það góða við eftirvinnu er þó að maður þarf hvorki að borga né útbúa kvöldmatinn í þau skiptin. Við þurfum samt að fara að komast að því hvort það er ekki eitthvað annað en kínamatur og pizzur sem hægt er að fá heimsent. Best að tékka á Argentínu eða Somelier ...

miðvikudagur, júlí 24, 2002

Djords Mækol
(óvenju skemmtilegt að skrifa þetta nafn upp á íslenskan máta, hljómar eins og einhver Júgóslavi)

Það hefur mikið verið talað um myndband George Michael við lagið Shoot the Dog – enda sjaldan komið myndband sem er jafn langt yfir lagið hafið – man einhver hvernig það er? Enda George greinilega aðallega að söngskreyta myndbandið – og athyglisvert að engin hefur rætt um hver teiknar eiginlega myndbandið. Ætlar Kaninn ekki að gera viðkomandi útlægan líka? Þó synd hve einsýnt hefur verið á þá félaga Bush og Blair í myndbandinu, Saddam Hussein fær nefnilega líka að vera með, gamli Wham!-dúetinn dúkkar upp, Beckham og Scholes eru að sparka bolta á milli sín þegar Blair kemur og hirðir knöttinn og umbreytir honum í Amerískan fótbolta í staðinn og eitt albesta mómentið er þegar George tjúttar með Bretadrottningu og í öllum hamaganginum þá hendist kórónan af höfði drottningar á höfuð Kalla prins. Segir allt um hve gáfulegt það er að viðhalda þessari kóngafjölskyldu.

Merkilegt raunar hve miklu fjaðrafoki myndbandið hefur vakið. Pólitískar skopmyndir, þar á meðal af þjóðarleiðtogum, hafa birst um einhverjar aldir í bæði Bretlandi og Bandaríkjunum sem og öðrum löndum. En um leið og þær hreyfast er það orðið sjokkerandi? Spurning um að fólk sé orðið of vant hinu, bækur sjokkera fólk til dæmis allt of lítið í dag hvað sem svo sem um er fjallað – eftir allar þessar aldir er fólk líklega orðið of vant þeim. Sem er synd því einmitt sökum þessarar elli er miðillinn loksins orðinn reglulega þroskaður núna. En þetta sannar náttúrulega bara það sem við Starri vorum að tala um á ógleymandlegum fyrirlestri
í þýðingakúrsi hérna um árið. Annars er verið að ræða um að George Michael, sem er af grískum ættum og heitir í raun Georgios Kyriacos Panayiotou muni syngja opinbert lag ólympíuleikanna í Aþenu. Það verður forvitnilegt að sjá Bandarísku keppendurna sprikla undir þeim söng.

p.s.: Það myndband sem sýnt er hérlendis er því miður ekki í fullri lengd. Það vantar framan á það þegar ráðgjafi Bush reynir að útskýra flókin milliríkjasamskipti fyrir honum og endar á að nota sokkabrúðu eftir ítrekaðar tilraunir til að útskýra þetta á eðlilegan hátt
Atvinnumenn?

eða fótboltafærsla til að gleðja þá fjölmargu laumusportista sem lesa þessa síðu

Það var mikið gert úr því í sjónvarpssendingunni af tapi Skagamanna fyrir Bosníumeisturum Zeljeznicar að þetta væri munurinn á atvinnumönnum og áhugamönnum. Bíddu, gegn hvaða milljónamæringum voru Skagamenn að spila? Jú, þeir koma frá stríðshrjáðu landi sem er ekki nema um tólf sinnum fjölmennara en Ísland - og með tólf sinnum lægri meðaltekjur. Það er ekki alltaf hægt að fara í Pollýönnuleik með litla Ísland þegar menn fá skell - stundum eru Íslensku liðin einfaldlega að gera í buxurnar

Who's your daddy?? Find out @ blackhole

Og Natalie Portman þá mamma mín? Þar með eru fantasíur síðustu fimm ára ritskoðaðar ...
Það er sama hversu hrottalega gagnrýnendurnir úti rakka hana í sig, í hvert skipti sem ég sé sýnishorn úr Reign of Fire fæ ég vatn í munninn. Drekar gera bara eitthvað fyrir mig …
Örverpi allra landa sameinist!

Stuttu eftir að ég tók mér einræðisvald í gær var lýðræði aftur komið á (þó það sé ennþá að vísu nokkurnveginn óskiljanlegt lýðræði með misjöfnum tilraunum til kýrillísks leturs) og hafði það óbætanleg áhrif á samningaviðræður mínar um að taka við sem keisari yfir Rússlandi. Eftir kommúnista og kapítalisma ætla þeir sem sagt að prófa einræðið aftur, ég er mjög svekktur að hafa ekki fengið þessa vinnu, ágæt fríðindi og tækifæri til að fá þjálfun í að koma fram opinberlega, verst að starfsöryggi er ekki mikið, ekkert verkalýðsfélag til staðar og óþarfa pressa um barneignir. Fyrir utan að mér finnst þessi regla um að elsti sonurinn erfi ríkið asnaleg …

Ásgeir örverpi

þriðjudagur, júlí 23, 2002

Rússneskur brandari eftir að múrinn féll

"Allt sem þeir sögðu um kommúnisma var lygi. Allt sem þeir sögðu um kapítalisma var satt."

Þetta útskýrir ágætlega pólitískt þunglyndi mitt undanfarin ár, fólk kaupir þessar úreltu draumórakenningar sem eru seldar hægri og vinstri eingöngu af því það eru engar skárri til. Stærsti gallinn við þær er að fólk er að dreyma dauðra manna drauma. Er ekki kominn tími á að byrja á að dreyma eitthvað sjálf? En í staðinn sofum við bara.
Svona byrja öll almennileg harðstjórnarríki ...

Eins og sjá má er lýðræðið tímabundið niðri vegna tæknilegra örðugleika. Á meðan mun Gambrinn tímabundið taka sér einræðisvald á þessari síðu.


Hvaða Sovétleiðtogi ertu? Ég er Vladimir Ilyich - en þú?

Við Eygló (sem er upptekin þessa dagana við að tæla strætóbílstjóra) erum Lenín, Óli er Trotskí - sem þýðir að þegar við Eygló hrökkvum upp af verður Óli sendur í útlegð. Eftir það var plottið minnir mig eitthvað svipað og í Basic Instinct minnir mig ...
Heiðarleiki borgar sig

Það var verið að tala um viðskiptasiðfræði í Kastljósinu. Ágætis þáttur en ég hefði getað sparað þeim þennan hálftíma með því einu að vitna í Paul Auster: "Commit a crime and the whole world is made of glass."
Starri er Martin Q. Blank, það veldur mér þar af leiðandi áhyggjum hve mikla eftirvinnu hann vinnur. Annars var ég að koma úr vinnunni sjálfur rétt upp úr tíu, hvenær á maður að hafa tíma til að blanda spólur og syrgja gamlar ástir?

mánudagur, júlí 22, 2002

Ég er úti eins og venjulega.

click to take it!
Casting directors of the world take note!

Jamm, Hi-Fi kemur ekki á óvart, Morpheus svona frekar á óvart og ég var frekar svekktur með mylluna - en þetta eru náttúrulega allt hávísindaleg próf ...


Which John Cusack Are You?



Take The Ewan McGregor Test!


click to take it!


When it comes to being mysterious, that's what you do best. You like to leave others puzzled and speak in riddles. You're not out there for the fame and fortune, you're just being yourself, doing what you do best. You're strong and courageous, and you're always the leader of the pack. You're skillful; people respect you, and you respect people.

laugardagur, júlí 20, 2002

Lífið er 27 þúsund fimmmhundruðsjötíuogníu sinnum skrítnara en ykkur hefur hingað til grunað. Svar á morgun - ef svar finnst

föstudagur, júlí 19, 2002

... og eitt enn ...

Það er barist um hvítvínsflösku, veðmál um fæðingardag fyrsta systkinabarns mín. Auður þorði ekki í kynjakeppni út af því að hún tapaði því síðasta fyrir Manna bróður, allt mér að kenna fyrir að fæðast með tippi. Annars skiptu m+p(bráðum líka a+a) 29 og 30 júlí með sér, við Auður vorum bæði með 1 ágúst. Hefur að sjálfsögðu ekkert með það að gera að við erum fædd í ágúst ... en krakkinn verður ljón, það er fyrir öllu.
Að lokum ...

Ein góð saga fyrir svefninn. Það er altalað hversu húmorslausir Amrískir tollarar eru orðnir eftir hryðjuverkin frægu. En það var ekki alltaf svo ...
"Mark Sandman, the bass player for Morphine, tells a story about the name. He says that one time when he came through customs, the agent asked him why the band was called Morphine. Sandman told him it was for Morpheus, the Greek god of dreams. "Good answer," the customs man said."

merkilegt raunar að Sandman er kallaður bassaleikari sveitarinnar, rétt vissulega, en ekkert er minnst á að hann er söngvari og lagasmiður að auki, kannski er virðingarstiginn að breytast, bassaleikarar allra landa sameinist!
(Þið hafið tollarana með ykkur)
Morfín beint í æð

Topp fimm listi til minningar um Sandmanninn

Topp 8 væri mjög auðvelt, Morfín er ójöfn hljómsveit, Cure for Pain er að vísu þétt í gegn en The Night er í heildina slöpp - en þrátt fyrir það þrjár snilldarlagasmíðar, fyrsta lagið, síðasta lagið og eitt í miðjunni. Þriðji diskurinn sem ég á með þeim fátæklegur og ég á eftir að hlusta á hina þrjá en heyrist að þeir séu ekki til mikils líklegir, hugsanlega með einni undantekningu. En þegar þeir eru góðir eru fá bönd sem geta snert þá. Þannig að, er ekki best að demba sér í listann? All wrong og Rope on Fire, einhvern annan dag ...

I'm Free Now
I'm free now to direct a movie sing a song or write a book about yours truly how I'm so interesting I'm so great but I'm really just a fuck-up and it's such a waste

Candy
Candy asked me if she died if I could go on of course I said I couldn't and of course we knew that's wrong

In Spite of Me
Sometime I tell a stranger all about you They smile patiently with disbelief I always knew you would succeed no matter what you tried and I know you did it all in spite of me

The Night
You're a bedtime story.
The one that keeps the curtains closed.
And I hope you're waiting for me
cause I can't make it on my own.
I can't make it on my own
.

Take Me With You
This town never gave you much back Just rumors and a whispering attack This town is not your friend Never mind the loose ends

Og þá er það lag allra laga, lækning allra meina, heiðurssætið, lagið sem er yfir topp fimm listann hafið,

Cure for Pain
Someday there'll be a cure for pain That's the day I throw my drugs away
...
I propose a toast to my self control You see it crawling helpless on the floor
Miðnæturbolti og miðnæturbjór

Var að vinna til tíu, risasending að koma, við Eiríkur hentum fimm tonnum upp í búð / á lagerana. Var uppgefin og í endorfínkasti þegar ég gekk heim og valið stóð á milli bolta og bjórs. Enginn sem vildi í bolta, Óli of syfjaður og Starrinn of þreyttur eftir að hafa nýbætt íslandsmetið ef ekki barasta heimsmetið í kraftlyftingum. Þannig að eftir að hafa tuðað í þeim andleysingjunum - loksins þegar maður er ekki andlaus sjálfur þá eru allir aðrir það - þá ákvað ég að slá þessu bara saman. Þannig að þetta var miðnæturbasket og bjór á eftir, þetta plús góður skammtur af Morfíni og alsælan staðreynd.

p.s.: Þar sem mér datt allt í einu í hug að mamma mundi lesa þetta og liggja í rúmina gervallan morgundaginn og gott ef ekki alla helgina af áhyggjum yfir því hve djúpt litla barnið hennar hafi sokkið þá er rétt að geta þess að hér er rætt um hljómsveitina Morphine. Hvað segiði, sagði einhver topp fimm listi?

miðvikudagur, júlí 17, 2002

Fréttir á RÚV

"Skagamenn töpuðu 3-0 fyrir Bosnísku meisturunum í kvöld" - eru einhverjir að gugna á framburðinum? Hvurslags ríkissjónvarp er þetta ef þau geta ekki einu sinni borið fram kjarnyrta Serbó-Króatísku?

Rodjo
Leiðrétting

Vitleysa var þetta í mér, helsta frétt dagsins er að sjálfsögðu sú að Monika á afmæli. Herzlischen glückwunch!
Helstu fréttir dagsins eru að ég er byrjaður að hugsa fyrir Óla og ég þarf að fá mér nýja vini (og fjölskyldu) af efnahagsástæðum. Var verið að hringja í mig frá Tal og mér sagt að ég ætti ennþá eftir að fá mér frítt númer hjá einhverjum hjá tali. Ég sagðist ætla að hugsa málið, fletti upp í símaskránni minni og sá að öll númerin sem ég hef hringt mikið oftar en einu sinni - tvisvar í í ár byrja á 8. Landsímapakk er þetta, ef ég væri tveim árum yngri og þar af leiðandi af þumalputtakynslóðinni (lifi sænska fimmaura sálfræðin) væri ég sjálfsagt í sjálfsmorðshugleiðingum núna.

þriðjudagur, júlí 16, 2002

Hávísindaleg skoðanakönnun

Þökk sé Óla þá er komið svona skemmtilegt kommentasystem inn á síðuna. Það er afturvirkt þannig að nú getið þið rasað út yfir öllum færslunum frá 20 júní sem þið eruð búinn að vera bandbrjáluð yfir síðan. En í því tilefni er að sjálfsögðu tilvalið að hafa skoðanakönnun til að tékka á hvort einhverjir svari. Byrjum á einni afar erfiðri samviskuspurningu:

Hvort heldurðu með Duran Duran eða Wham! ?

Ef þú getur ekki ákveðið þig þá er þetta líklega bandið fyrir þig
Borg dauðans II

Hitti tvo útlendinga í Austurstræti í dag. Þau spurðu mig hvar miðbærinn væri. Mikið skildi ég þau vel.

mánudagur, júlí 15, 2002

Auður systir er merkilega góður draumráðandi. Ég átti eftir að segja henni það.
Óli er að skemmta okkur með Topp 5 listum af lögum ýmissra merkra sveita. Þó Rollingarnir, Zeppelínarnir, Bítlarnir og Dúranarnir séu allra góðra gjalda verðir bíður maður náttúrulega eftir aðalnúmerinu - drottningunni sjálfri. Þannig að til að hita upp áður en sérfræðingurinn lætur taka til sín birti ég hér með minn lista yfir ...

Topp 5 Queenlög:

The Prophet Song - því það sannar að þungt rokk þarf ekki að vera hávaðasamt

Bijou - því það er jafn stórkostlega einfalt og Prophet Song er stórkostlega flókið

Spread Your Wings - því það er gaman að syngja það á einkennilegum stöðum

Who Wants to Live Forever - því mér fannst það fallegt þegar ég var tíu ára og fimmtán ára skammtur af kaldhæðni hefur ekki breytt því

Show Must Go On - því í þessum heimi höfum við engan tíma fyrir dauðann

----------------------

Heiðurstilnefning:

Love of My Life - því það er eitt af örfáum dæmum um lag sem verður jafnvel fallegra í tónleikaútgáfu

One Year of Love - því "its always a rainy day without you" passaði svo nett við Christopher Lambert að drekkja sorgum sínum á einhverjum niðurníddum pöbb. Hvernig virkar áfengi á þig ef þú ert ódauðlegur?

All Dead, All Dead og Delilah - af því þau eru um ketti

We are the Champions - af því KA og Arsenal unnu meistaratitla á Hlíðarenda og Trafford með tveggja daga millibili í vor

Under Pressure - því Freddie og David eru svo sætir saman

Save Me - því myndbandið er ekki síðra listaverk en lagið

My Melancholy Blues - því ég held ég hafi heyrt eitt af mínum uppáhaldsorðum fyrst hér, blúsinn er fínn líka en melankólían það sem heldur vitinu í manni - allt annað en bölvað þunglyndið þó margir rugli því saman og íslenskan sé svo fátæk að eiga aðeins eitt orð yfir tvo hluti

Friends Will Be Friends - því þó Queen sé ekki uppáhaldshljómsveitin mín (hún var það einu sinni) þá er hún vissulega í uppáhaldi og er líka í uppáhaldi hjá mörgum elstu vinum mínum

Bohemian Rhapsody - þarf einhver að spyrja?
Veðurspá og drög af heimasíðum

Við Starri vorum eitthvað að skoða heimasíðugerð á háskólasvæðinu í dag. Bara smá tékk, ég er kominn með hálfgerða klígju af þessum bakgrunni en ég hef áhyggjur af því að ef ég skipti fari allt í fokk. Ekki það að möguleikarnir sem blogger gefur séu það glæsilegir. En það væri skemmtilegt að búa til eitthvað með aðeins meiri möguleika. Annars sýnist mér veðrið vera að skána hægt og rólega eftir gærdaginn, þetta verður orðið ágætt á föstudaginn eða svo.
Bleiki fíllinn talar

eða ritdeilan æsispennandi (sem er að vísu kannski ekki ritdeila út af því að sumir kunna ekki íslensku alveg nógu vel) heldur áfram.

Spámaðurinn mikli er ekki enn búinn að spá hvenær þessi færsla fer inn á netið en best að ljúka þessu núna. Hvað er ég búinn að læra af að lesa speki Gneistans síðasta sólarhringinn eða svo? Jú, í fyrsta lagi er blogger eingöngu til þess gerður að Óli geti linkað á hana. Allt annað, svo sem innihald síðunnar og fleira skemmtilegt er aukaatriði.

"Ég á aldrei eftir að reyna að gera þessa síðu ofurflotta, ég hef mun meiri áhuga á innihaldi." - setning á forsíðu heimasíðu Óla Gneista

Í öðru lagi þá er Óla illa við að rífast við einhvern sem gefst ekki upp. Óli er einmitt einn af þeim sem gefst ekki upp.

Í þriðja lagi er sannleikurinn ekki afstæður, þvert á móti er hann einmitt eins og Gneistinn sér hann. Allar aðferðir til rökræðna sem eru ekki nákvæmlega eins og hans eru óásættanlegar. Öll hugsun sem er ekki eins og hans líka.

Í fjórða lagi er tilvalið að láta lítt merkilegt flipp í vinum þínum inná netið, tilgangurinn með því er okkur dauðlegum dulinn en hann er sjálfsagt merkilegur.

Í fimmta lagi er golf ekki íþrótt sem gerir það ómerkilegt sjónvarpsefni. Að þessu skulum við draga þá ályktun að ef golf væri íþrótt þá væri það álitlegt sjónvarpsefni.

Að lokum má svo spyrja sig í sambandi við rifrildalimbóið: Hversu mörg rifrildi enda með sigri einhvers?

sunnudagur, júlí 14, 2002

Er sannleikurinn í fréttatímunum?

Starfstéttir með það að markmiði að vera ósýnilegar

Horfði á Storytelling í gær, mörg sterk móment en misjöfn mynd. Eitt sem fór þó sérstaklega í taugarnar á mér í þýðingunni - myndin skiptist í tvo hluta "fiction" og "non-fiction" - og non-fiction var þýtt sem sannleikur. Algengur misskilningur og auðvelt að spotta hann í bíómynd ef þú skilur frummálið - en hvað með allar bækurnar sem hafa verið skrumskældar fyrir þér með svona vinnubrögðum - og myndir á tungum sem þú skilur lítið eða ekkert í? En þýðingar eru vanþakklátt starf og kannski ætti maður að reyna að týna til það sem vel er gert - en sama klisjan á oft við um þýðendur og dómara í boltaleikjum, ef þú tekur ekki eftir þeim eru þeir að standa sig.
Ráðgjafar lýðsins

Óli telur þetta ekki vera ritdeilu þar sem hún sé ekki um neitt. Það er vissulega misskilningur, síðan hvenær hafa til dæmis ritdeilur íslenskra stjórnmálamanna verið um nokkuð annað en þá sjálfa? Það er nefnilega einmitt málið, ritdeilur eru oftast um menn og málefni en verða fljótlega aðallega um mennina. Það sem má lesa út úr þessari ritdeilu er sem sagt að við Óli erum báðir afskaplega þrjóskir andskotar og misskiljum hvorn annan ef við mögulega getum. Minnir mig á brot úr grein Guðmundar Andra um ritdeilur, Ráðgjafar lýðsins: "Ritdeila Nordals og Einars H. Kvaran einkennist af því að undir kurteislegu yfirborðinu kraumar gagnkvæm óvild - hér hins vegar er yfirborðið villimannslegt en undir má skilja samkennd: tveir próflausir menntamenn, drykkfeldir templarar, vinstri menn - útlagar, byssumenn." þó ekki passi öll lýsingarorðin þá er þetta kannski málið? Óli virðist hinsvegar farinn að dreyma upp einhverja ástarsögu sem ég vil ekkert af vita þannig að ég er að hugsa um að láta hér við sitja áður en Gneistinn bankar uppá hjá mér í Söndrulíki. Orð fá ekki lýst hrollinum ... Á annars ennþá eftir að fá botn í hvort hann sé að tala vel eða illa um Markgreifann af Sade ... En að lokum ber að geta þess að auðvitað er fallegur og hollur boðskapur í þessari sögu: Aldrei tala illa um afmælisgjafirnar sem vinir þínir gefa þér. Ekki einu sinni þó það séu bráðum sex ár liðin ...
Ætti ég að halda áfram þessari æsispennandi ritdeilu við Gneistann?

eða prófarkalesaranum leiðist

Hmm, það er náttúrulega alltaf gaman að rífast, sérstaklega þegar það er ekki um neitt merkilegt þannig að best að halda því áfram aðeins. Starri og Siggi eru líka byrjaðir að skrifa handrit af myndinni "The war of the webpage-diaries - the pathetic story of two men". Ég bíð spenntur eftir að sjá hverjir leika aðalhlutverkin, einhver með tillögur? Eins bíð ég spenntur eftir að sjá hvernig þeir dramatísera tvo menn að pikka á tölvur, tímamótaverk í vændum. Ég get séð hápunktana, þegar Óli kemst að því að ég hafi misskilið hjartnæma tilraun hans til að linka mig sem diss, enda greinilega útlærður í kenningunni "all publicity is good publicity". Og ég örvæntandi þegar síðan hans refreshast ekki fyrr en sólarhring seinna hvaða tölvu sem ég reyni. Á meðan er náttúrulega rétt að geta þess að þetta er náttúrulega allt stolið frá Bjössa sem var langt á undan okkur að lesa opinberlega. Hann virðist vera að lesa Sedaris líka, ég hélt ég væri sá eini hérlendis þar sem ég þurfti að sérpanta bókina í Bóksölunni - ég gleymi stundum að það eru til aðrar bókabúðir þar sem ég er ekki með afslátt í. Talandi um peningamál þá ætti ég kannski að rukka Óla næst þegar ég prófarkales ritgerð eftir hann. Kannski ég taki aukalega þegar það eru orð eins og Fooloose - það gæti verið fíflaúði, það gæti verið laust fífl, það gæti verið Footloose, svo margir möguleikar. En Fooloose finnst ekki í orðabókum þannig að maður þarf að geta í eyðurnar. Annars kann ég ekki gelgjumálið á netinu og er alveg sáttur við það þó stoltið sé ekki líkt því og Mark Twain og Óli hafa af margbreytilegri stafsetningu sinni - enda sérlegir aðdáendur Kiljans og tilrauna hans með tungumálið sem Óli er nú að reyna að herma eftir. Annars nenni ég venjulega ekki að setja útá stafsetninguna hjá fólki nema það hafi unnið fyrir nöldri á einhvern annan hátt. En Óli þarf að vinna og efast um að allar "þröngsýnu listaspírurnar" á þingi veiti honum styrki til að kvabba hér endalaust. Spurning um að stofna sjóð til að halda Óla heima?

laugardagur, júlí 13, 2002

Fíflið er laust - eða Fooloose

Í hugarheimum sumra manna þá er það að vera á undan öðrum að gera eitthvað kallað að herma eftir. Í öðrum hugarheimum er það öfugt. Ég minntist á að hafa klárað Sedaris á fimmtudagskvöldið og færsla sumra um Vonnegut var ekki kominn á netið fyrr en á föstudegi. Og ég veit að minnsta kosti hvað það sem ég les heitir, Óli las víst bók sem ég lánaði honum og heitir Mother Night, nóttin varð að landi í hans meðförum, maður hefði haldið að manni tækist að ala hann eitthvað upp með því að lána honum meistara eins og Vonnegut og Hornby en þetta virðist því miður fara inn um annað og út um hitt. Samt gæti Grosse Pint Blank verið skemmtilega skökk, sumir stúkupiltar að fá ómeðvitaða útrás fyrir leynda bjórþörf? Skál fyrir því. Og líka því að Óli Gneisti hafi fyrstur manna notað heimasíðu til að minnst á hvaða bók hann las síðast. Annars var hann eins og að virðist allir aðrir að stela minni hugmynd um topp fimm lista villt og galið (sem ég játa fúslega að hafa stolið úr Hi-Fi þó ég hafi að vísu verið byrjaður að gera slíka lista löngu fyrir útgáfu þeirrar bókar), kannski ég ætti að vera memm - og halda mig við fimm núna?
Hetjusaga

Auðvitað er nauðsynlegt að láta smá hetjusögu fylgja með, ég náði að toga pikkfastan tappa úr rauðvínsflösku. Ekki kannski í frásögur færandi ef ekki hefði næst á undan mér Norðurlandameistari í bardagaíþrótt gefist upp. Ætli þetta flokkist sem keppnisgrein á ólympíuleikum?
Það endaði í vafasömu bókmenntafræðipartíi hjá MA nemum þar sem ég var semí-löglegur þátttakandi, drakk bjór og smárauðvín og auðvitað ungverska skotið, Unicum. Hugsaðu um einhyrning og líkamsvessa og þú manst nafnið. Það voru deildar meiningar um hvort það væri trébragð eða hjólbarðabragð af drykknum. Ég var á trénu en þrátt fyrir óvéfengjanleika þeirrar kenningar reyndist hjólbarðadrykkurinn einfaldlega meira grípandi og hafði á endanum vinningin. Annars lofaði ég náttúrulega að geyma allar umræður úr þessu partíi fyrir Ársritið, líklegur titill "Einar Már Pussa" - einhver frústrasjón í gangi hjá sumum - en þú hefðir ekki viljað heita Einar í þessu partíi. Furðulegt samt að þeir sem dissuðu hann voru nú búnir að lesa hann töluvert meira en ég sem var svo sem alveg tilbúinn að verja hann. En Kárason á aftur á móti titilinn skilinn.

föstudagur, júlí 12, 2002

Fréttablaðið skreið inn um lúguna til mín í fyrsta skipti í meira en mánuð, lítið um breytingar við fyrstu sýn, húsmóðirinn ennþá á baksíðunni og virðist nú vera að reyna að koma öllum vandræðum blaðsins á nýfundinn frummann frá Afríku. Já, það var svo sem auðvitað að kenna negrunum um. Það er rökrétt heimspeki hjá blaði sem ekki vill borga blaðburðarbörnum. Annars er Senegalbúinn hér hinum megin leikvallar í feiknastuði og ber trommur af miklum móð, vonandi einhver vúdúgaldur á Þráin, og ég er að hugsa um að halda upp á það með því að bregða mér í gleðskap.
eins og sjá má kvelur andleysið mig og ég klára þessar færslur á morgun eða laugardag

og nú eru umræddar færslur búnar og andleysið vonandi farið veg allrar vinnuviku. Óli hafði víst miklar áhyggjur af þessu, en þetta var allt í lagi, hann þurfti ekki að vera nálægt mér. Eini munurinn á mér og honum samt sá að ég gengst við mínu andleysi, hvenær kemur eiginlega næst reglulega djúsí færsla hjá Gneistanum ógurlega?
Bless Kex - Kent

Eini virkilegi karakterinn sem kemur reglulega í bóksöluna - ef undan er skilinn sækó nafni og guðfræðiróninn domgreind@simnet.is - er á leiðinni aftur til Samma frænda. Ég hitti Kent fyrst þegar hann var að afbyggja Hringadróttinssögu fyrir Nönnu, endaði á að lesa ævisöguna hans - þar sem ekkert er samt minnst á störf hans hér - og fá hann til að skrifa í Torfið. En Stóra eplið kallar, Kent kvaddi okkur í dag, fyrst Bíóborgin, svo Kent, ætli það sé ekki komið af mér sjálfum að kveðja næst? Verður samt aldrei jafn slæmt og árið eftir Gamla garð - heil nýlenda af úrvalsfólki sem var orðið góðir vinir mínir hurfu af klakanum - og það minnir mig á að ég þarf að fara að drífa mig í að ímeila öllum útlendingunum mínum. Annars skrifaði ég óvart Jack hérna fyrir ofan fyrst, Kent minnir mig alltaf á hann. En Jack var náttúrulega einstakur, fyndnasti einstaklingur sem ég hef kynnst og saman vorum við orðið comedy team par excellance. those were the days ...
Borg dauðans

Árni Samúels heldur uppá sextugsafmælið með því að loka skemmtilegasta bíóinu sem hann rekur, ég var að hugsa um að kveðja í dag en um leið og þeir buðu frítt í bíó mokuðu þeir öllum almennilegum myndum í önnur hús. Þannig að ég kvaddi þá bara í staðinn með Amores Perros sem er alls ekki slæmt. En auðvitað er þetta eitthvað sem er ástæða til að syrgja hvað sem bíóhúsahatarinn Óli segir. Honum finnst kannski öll hús eldri en tvævetur niðurnídd en það er nokkuð ljóst að þetta þýðir einfaldlega vaxandi fábreytni á bíómarkaðnum hérna. Og ekki var á bætandi. Þannig að nú eru tvær blokkir sem eiga öll bíóin í borginni, örfáar myndir sýndar í þrem-fjórum bíóum hver og sjálf miðborgin er kominn niður í eitt ræfils bíó. Á sama tíma gerum við okkar besta til að drepa nýfætt kvikmyndasafnið í Firðinum. Það er vissulega satt að Íslendingar fara oft í bíó - en það er fjandi langt í að það verði eitthvað hér sem heitir bíómenning.
Snælduormurinn lesinn

Var að klára bók David Sedaris, Me Talk Pretty One Day, enn hann er óopinbert hirðskáld eðalblaðsins Esquire og fylgir þar í kjölfar Hemingways og fleiri góðra manna. Fyrst er rakinn barátta hans við að segja – eða öllu heldur forðast – stafinn s, svo fær hann sinn eigin persónulega dverg til að kenna sér á gítar og ekki má gleyma tíðum gæludýraskiptum á heimilinu: Eulogies tended to be brief, our motto being, Another day, another collar.
Svo vex stráksi upp, lærir frönsku og reynir að nota þá takmörkuðu kunnáttu sem hann hefur í því tungumáli til að útskýra páskana og aðrar kristnar hátíðir fyrir múslimskum konum. Botninum virðist náð þegar samlandar hans í París telja hann illa lyktandi vasaþjóf en þá á hann ennþá eftir að fara í greindarpróf.
Í rauninni ekki merkilegri ævi en hver önnur, þó fjölskyldan sé skrítnari en flestar, en Sedaris sannar í eitt skipti fyrir öll að það ræður öllu hvernig þú segir söguna. Og hér veldur það reglulegum hláturskrampa – og þetta er hlátur sem nær niðrí maga, enda þekkir maður góðan húmor á því hvar maður hlær, ekki hversu mikið.

miðvikudagur, júlí 10, 2002

Smá sending til Mannabror og Erlu - verður krakkinn svona á sinni fyrstu Halloween? Eða eruð þið kannski búinn að plata Kanadann í að hafa öskudag?

Leist tæplega á þetta próf þegar Óli fékk Girl, Interrupted - en þetta er miklu betra. Vantar samt að koma inná pervertismann í umsögninni ... ég set bara Winonuprófið inn ef ég fæ Heathers eða Reality Bites ...




you're american beauty. you're full of hope and appreciate the beautiful things in life.

take the which prettie movie are you? quiz, a product of the slinkstercool community.


svo skil ég ekki af hverju þeir kalla þetta tilgangslausasta prófið. Ég hef aldrei verið sálgreindur af meira innsæi og djúpskyggni - nema kannski í strætó ...






Og innan þessa hrings er veröld þín

paranoja og véfréttir

Óli! (nei, þetta upphrópunarmerki gerði hann ekkert áhugaverðari) hefur einhverjar efasemdir um speki véfréttana sem finnast í almenningsvögnum borgarinnar, ó, þið bílaeigendur í ykkar lokuðu veröld ... Annars þarf ég að fara að hætta að ljúga að fólki að hann sé kvikmyndaleikstjóri og söngvaskáld - en ég get náttúrulega ekki sagt hvar hann vinnur í alvörunni enda er það hernaðarleyndamál ...

þriðjudagur, júlí 09, 2002

Are you a lecturer at the university?

Að þessu var ég spurður í strætó, BA - gráðan getur varla verið langt undan fyrst ég er orðinn svona læriföðurslegur frekar en bóksölulegur. Annars varð ég bara að koma því að að ég var ógeðslega duglegur í dag í vinnunni, alveg til fyrirmyndar - og hvað er þessi síða fyrir annað en þvílíkar æsispennandi fréttir?

mánudagur, júlí 08, 2002

Eins og glöggir lesendur sjá þá er ég búinn að bæta aðeins (eða kannski aðeins meira en aðeins) við flestar símskeytafærslurnar allt aftur á miðvikudag. Sögufölsun vissulega, en ég komst bara ekki í þetta / var ekki í stuði fyrr en í kvöld. Talandi um glögga lesendur þá fékk ég bréf frá Hafdísi þar sem hún tjáir sig um síðuna - fyrstu merki þess að ég ætti kannski að skoða alvarlega hvort ég get fengið mér gestabók. Merkilegt að einhver lesi þetta röfl eftir að ég er búinn að ýta á takkann hér fyrir ofan, ábyrgðin, ábyrgðin. Annars er greinilegt að ég þarf að fara að taka mig á með fótboltann, varla búinn að minnast neitt á þá merku iðju frá því HM lauk. Ætli það séu ekki einhverjir skemmtilegir leikir í þriðju deildinni á morgun? Mér tekst að snúa þessum antisportistum fljótlega ... En hvað um það, Hafdís fær prik fyrir að senda síðunni póst og ef fleiri fylgja þessu fordæmi fer ég að íhuga gestabók alvarlega. Hún minnist eitthvað á hvort ég vilji ekki koma með einhver tips um Prag, spurning hvort maður eigi ekki að fara að reyna á gloppótt minnið, furðulangt síðan ég fékk flashback. Meira um það seinna. Annars verð ég víst að vera fjórfaldur í vinnunni á morgun og næstu vikur, vegna sumarfría þarf ég að vera ég, Nanna, Auður og Reinharð. Helst að ég geti komið því að vera ég yfir á einhvern annan. Ég verð sem sagt ekki alveg með sjálfum mér ef þið heimsækið mig í vinnuna á næstunni ...

-----------

Óli tekur fram að Kínaforseti sé hrifinn af jeppum, það má vel vera en hann er mjög hrifinn af því að ríkið geti bannað hitt og þetta og pirrar sig afskaplega þegar einhver notar orð eins og forræðishyggja og frelsi einstaklingsins gegn honum enda leiðindahugtök þegar maður þarf að banna það sem fer í taugarnar á manni. Annars verð ég að fara að finna einhvern annan en Óla til að röfla í ...

sunnudagur, júlí 07, 2002

Skrapp út að fá smá loft, sat á sjóveggnum niðri við ströndina þegar hver annar en Steini Hallgríms kemur hjólandi, nýkominn úr partíi og á leiðinni heim að sofa fyrir næstu vakt. Við erum víst báðir á leiðinni til útlanda í haust, höldumst illa á föðurlandinu, sérstaklega Steini sem þarf náttúrulega allar þessar peysur til þess að lifa af ...
Sá endann á endursýningu af Djúpu lauginni, í þriðja sinn var einhver sem ég þekkti að keppa - og loksins vann viðkomandi. Hinir tveir voru af eðlisfræðibraut úr MA, þessi var Andrés, heimspekinemi. Segir þetta ekki allt sem segja þarf? Hugvísindin rúla!

laugardagur, júlí 06, 2002

Óli vill banna jeppa út af einhverri skýrslu. Ég er viss um að vinur hans Kínaforseti yrði sammála

----

Mætti ónýtur í bakinu í vinnuna, smánudd í morgunsárið kom mér þó í gegnum daginn. Ég er greinilega að verða gamall og ónýtur, eða kannski er þetta einhver refsing fyrir að vera aldrei veikur. Maður er bara reglulega ónýtur í staðinn. Annars hitti ég Jane Gamla garðsbeib af fyrstu hæðinnni í fyrsta skipti í þrjú ár líklega, hún kom í vinnuna að versla eitthvað. Hún var í flokknum "útlendingar" í hausnum á mér sökum bresks uppruna og þar af leiðandi hugsaði ég með mér að hún væri lík Jane en það hvarflaði ekki að mér að þetta væri hún, þar sem fólk sem er í viðkomandi flokki er fólk sem ég býst við aldrei við að hitta hér á Íslandi. Best að búa til undirflokk með Gamla garðsliðinu, Rússinn hægláti Andrei (sem notaði mig víst sem dæmi um norðlensku og tók upp á spólu, málvísindamenn í Rússlandi fá eitthvað dubious mynd af norðlenskunni af þessu) er eitthvað að þvælast hérna og Javier líka. Svo kemur Ilona vinkona alltaf reglulega í heimsókn. Samt alltof sjaldséð að hitta gamla garðsbúa enda stinga allir þessir útlendingar mann af, snökt, snökt, ég hlakka til þegar ég á næst jafn skemmtilegan vetur og þann sem ég átti á útlendinganýlendunni við Hringbrautina - og vona að sá endi ekki á því að allir vinir manns yfirgefi mann! Ákveðin léttir samt þegar maður gerir þá uppgötvun að það sé þó eitthvað skipulag í hausnum á manni eftir allt saman ...

föstudagur, júlí 05, 2002

Áðurnefnd Amores Perros hefur mikið verið borin saman við ofmetnustu mynd síðasta áratugar, Pulp Fiction. Það er vissulega eitthvað til í því, Kim Newman hjá Empire orðar það líklega best: "Amores Perros is the film Pulp Fiction might have been if Quentin Tarantino were as interested in people as movies." Ekki það að það skipti máli, Shakespeare stal öllu steini léttara - en hver man hvað það var sem hann stal, þjófarnir eru oft minnistæðari en eigendurnir ef þeir vita hvað á að gera við góssið. Annars gladdi það mig að leikstjórinn sjálfur segir að helsti áhrifavaldurinn hafi verið samtstarfsverkefni míns manns Paul Auster og Wayne Wang, Smoke, með allt sitt mannlífsgallerí sem rekst á fyrir tilviljun í einni og sömu borg, líklega New York bara aðeins rólegri en Mexíkóborg. Í sama viðtali má finna skemmtilegan pirring út í mexíkanska styrkjakerfið og allt sem því fylgir - eitthvað sem mætti vafalaust heimfæra hingað upp á klakann. "Where we were in agreement was regarding the deficiencies of Mexican cinema. We loathe the government-financed movie-making that seems to operate by the maxim: "If nobody understands and nobody goes to see a movie, that must mean it's a masterpiece." - Alejandro González Iñárritu. En þrátt fyrir allt er greinilega eitthvað að gerast þarna í bakgarði Samma, tvær bestu myndir sem ég hef séð í ár eru mexíkanskar, hin er Y Tu Mama Tambien með einhverjum skemmtilegastu kynlífssenum sem sést hafa - en satt best að segja man ég ekki eftir að hafa séð neitt af mexíkönskum myndum fram að því. Jú, Kryddlegin hjörtu sem var ekkert spes.
Hundaást

Ég sá fyrstu – og bestu – mynd Terence Malick, Badlands, upphaflega í kvikmyndakúrsi út í Prag. Kennarinn var Erik S. Roraback, mikill snillingur sem kvaldi okkur með stórfurðulegum heimspekilegum greinum sem var afskaplega erfitt að sjá hvað höfðu með myndirnar að gera. Eitthvað um demanta og tígla og þríhyrninga og svona. En það komu reglulega gullmolar frá kallinum. Einn af þeim var undir lok umræðnanna um Badlands. Við vorum að tala um að þau dræpu pabba Sissy Spacek – en hann spurði hvort það væri ekki fullkomlega eðlilegt. “But he shot the dog, so he must have been evil.” – og þar af leiðandi réttdræpur? Hann glotti við tönn þegar hann sagði þetta og sagði að hann hefði aðallega verið að reyna að koma af stað debati – en það var of seint, tíminn var búinn. En ég var eiginlega alveg sammála honum, hann drap hund dóttur sinnar án nokkurar almennilegrar ástæðu, fullhraustan hund og ekki var hann að skaffa kjöt. Að drepa mann er slæmt, aðrar mannskepnur eru ekki ólíklegar til þess að hafa unnið fyrir því. Að drepa málleysingja (eðlilegar veiðar undanskildar) það segir allt um þitt eigið innræti, ekki þjóðfélagið sem skóp þig. Sem leiðir okkur að Amores Perros, mexíkanskri ræmu um hundaat. Þrjár mismunandi sögur, samtvinnaðar í gegnum eitt bílslys og í öllum sögunum þremur gegna hundar stóru hlutverki. Ekki bara til að tengja sögurnar, heldur segir samband mannana við hundana allt sem segja þarf um mennina. Leigumorðingi, fyrirsæta, atvinnuleysingi, húsmóðir, skrifstofumaður og búðarloka – þetta eru bara merkimiðar, hvernig þau fara með hundana sína kemur upp um þau. Einmitt með þessari áherslu á ferfætlingana kemur myndin niður á eitthvað ótrúlega mannlegt, það eru engar klisjur hérna, í jafn stéttaskiptri og brjálaðri borg og Mexíkó fá allir sömu meðferð frá myndavélinni þó lífið hafi leikið þau misjanlega.
Weirdoar, frægt fólk og gamall Stones slagari

Var í spóluskilaleiðangri í strætó, það var líklega viðeigandi að ég væri að skila spólunni sem fjallað er um í næstu færslu á undan. Fyrst kom strætóinn á nákvæmlega sama tíma og ég, það gerist svona einu sinni á ári. Síðan kom á Lækjartorgi maður sem leit nákvæmlega út eins og þrítugur Stephen King, hálf druslulegur og þekkti alla skrítnu mennina sem komu uppí á leið okkar upp Hverfisgötuna. Eða þeir þekktu hann, hann var ekki beinlínis jafn orðheppinn og tvífari hans, orðaforðinn virtist takmarkast við já og nei. Fyrsti vinur hans var efnilegur súmóglímukappi (hann sagðist vera að fara á æfingu og það var eina æfingin sem mér datt í hug) og svo kom einn sem spjallaði lengi við hann, settist svo fyrir framan mig og tók upp kampavínsflösku og tók sér sjúss. Fullvissaði mig að vísu um að þetta væri ekki alvöru kampavín, ég skammaði hann auðvitað fyrir að vera að drekka einhverja eftirlíkingu og yfirgaf svo vagninn. Skilaði spólunni og mitt í því að ég hugsaði mér til matar hringdi systir mín og spurði hvort ég vildi ekki borða einhversstaðar úti í góða veðrinu. Ég jánkaði og Ruby Tuesday var passlega á milli okkar – ég var uppi við Hótel Esju og hún niðri á Lækjartorgi – og þar voru borð úti, smá rok en franskarnar héldust allar á sínum stað. Ég hleraði viðtal sem Finnur fyrrum Sílikonstjórnandi og nú Fókusskrifari var að taka við Jón Gnarr um nýju myndina hans á meðan systir mín skipulagði eitthvert útivistarbrjálæði með gönguhópnum sínum í gegnum síma. Síðan kom maturinn og að honum loknum ákváðum við að það væri orðið of kalt til að vera úti þannig að við fórum inn og pöntuðum okkur ís.
Að því loknu fór ég á sjöbíó, ég fór einn þar sem ég vissi að mexíkanskar myndir um hundaat væru ekki líklegar til að heilla systur mína.

fimmtudagur, júlí 04, 2002

Goðsaga um heilagan drykkjumann

viðskiptafræði draumóra

Mynd eftir ítalska leikstjórann Ermanno Olmi sem gerist í París en fer þó mestmegnis fram á ensku – smá frönsku líka sem ekki er þýdd, með hollenska leikaranum Rutger Hauer í hlutverki pólska rónans Andreas. Rutger er auðvitað brilljant og algerlega óþekkjanlegur. Ljóðrænt allra þjóða kvikindi um upphitunarhimnaríki rónans, eitt sem vantaði samt, sérpólsku drykkjutaktarnir sem vinir mínir á Vétrnik kenndu mér. Na zdrowie!

miðvikudagur, júlí 03, 2002

Tilvitnun dagsins

"Með guðlegum áttavita hef ég ratað hingað og já Óli ég las dagbókina þína...í einu orði sagt þá er ég hræddur við þig...temper management!"

- Daníel Ómar Frímannsson
úr gestabók Óla Gneista Sóleyjarsonar
Það er erfitt að vera Gneistinn í dag eins og sést í pistlinum "Hádegi hálvitanna". Tekur að vísu aðeins broddinn úr þegar hálfviti er vitlaust stafsett en hvað um það, þetta og aðrar raunir hafa orðið til þess að ekkert bólar á tilvitnun þennan sólarhringinn þannig að ég hugsa að ég verði að bjarga þessu fyrir hann einu sinni. Tilvitnunin hér að ofan verður tekin úr gestabók Óla og aldrei þessu vant er það ekki ég sem er að skrifa.
Utanbæjarferð

Dagurinn í dag markaði tímamót í lífi mínu, ég fór í kirkju mammons eftir þögul níu mánaða mótmæli og kraup fyrir framan myndina af Haraldi Erni og reyndi að láta mér detta eitthvað jafnsniðugt í hug og Davíð mundi segja. Annars var ég aðallega að kaupa mér skó. Það tókst ekki frekar en venjulega, fann þarna eitt par sem mér leist á sem var ekki til í minni stærð, sama sagan með þrjú pör í miðbæ Akureyrar um daginn og alls ekki neitt skótau til að tala um í Kringlunni né á Laugaveginum. Skónúmer 43 og 44 greinilega mjög afbrigðilegt fyrirbæri hérlendis, nema það sé ætlast til að við göngum í ljótum skóm. Stærðin á tánum mínum kemur sem sagt upp um hversu mikill lúði ég er innst inni. Musterið mikla olli þó vissum vonbrigðum að sumu leyti, það var ekkert sérstakt vöruúrval sýndist mér, fáar búðir en stórar - og ég gat ekki séð að þetta væri neitt stærra en Kringlan. Og það var varla kjaftur þarna. Aftur á móti er ég ósammála þeim sem hafa verið að tala um að það sé svo vont loft þarna og allt hálf púkó, eiginlega er sá eini sem fær prik hjá mér arkitektinn - svo lengi sem ég þarf ekki að hugsa um reikninginn sem á auðvitað aldrei að gera í almennilegum verslunarleiðangri. Loftið er ágætt sem ég get ekki sagt um Kringluna og eins er þetta bjart og opið en samt ekki jafn öskrandi og Kringlan sem virðist meir og meir byggð utan um McDonald og Dominos. En Kringlan er í næsta póstnúmeri, Smáralind í Kópavogi, og með almenningssamgöngur á steinaldarstiginu eins og raunin er hér á höfuðborgarsvæðinu þá þýðir það að líklega mun Kringlan áfram hafa vinninginn þegar mér finnst of kalt til að fjúka um Laugarveginn.

* Hér skal tekið fram að ekki eru taldar með tvær bíóferðir á Star Wars og Panic Room í Smárabíói utan opnunartíma og það er náttúrulega ekki fullgild verslunarferð ef það er ekki hægt að versla

þriðjudagur, júlí 02, 2002

Gaddavír á gresjunni

Var að lesa um nýjan sjónvarpsþátt sem er að byrja úti, The Wire. Er venjulega passlega mikið fyrir þessa lögguþætti en þessi virðist athyglisverður. Vona að RÚV eða Skjár 1 kaupi hann svo fátækir námsmenn eins og ég hafi efni á að horfa. Smá sýnishorn – og þetta á líklega jafnvel við stríðið gegn hryðjuverkum og stríðið gegn fíkniefnum.

We bought in to a war metaphor that justifies anything. Once you're at war, you have an enemy. Once you have an enemy, you can do what you want. I don't think that the government will ever find a meaningful way to police desire and human frailty. I'm not supportive of the idea of drugs, but what drugs have not destroyed, the war on them has managed to pry apart.

Sjá allt viðtalið hér.
Bækur og möndlur

Dagurinn í dag var sögulegur. Sjálfur ódýrarierlendrabókadagurinn – eða bara bókadagurinn. Þó spurning um að geyma það nafn þangað til að vaskurinn verður algerlega feldur niður af bókum. Það gerist þó varla í bráð – og þó ég verði að segja að ég sé frekar fylgjandi því þá er ansi margt sem mér finnst eðlilegt að verði um leið undanskilið virðisaukaskatti, svo sem kvikmyndir, tónlist og fleira (hvernig sem þess er neitt). En það voru sem sagt óvenju glaðir viðskiptavinir í litlu bókabúðinni okkar enda var nammidagur líka og það var meira að segja röð stundum. Feels almost like september ...

mánudagur, júlí 01, 2002

Horfir Guð á Survivor?

-og er hann Brasilískur hárgreiðslunemi?-

Var loksins að horfa á lokaþáttinn í Survivor sem ég missti af á mánudaginn. Ekki sáttur við úrslitin - hefur einhver logið jafn blákalt í þáttunum til þessa og Vecepia? En hún bað Guð fyrirgefningar þannig að það hlýtur að vera í lagi. Hræsnin í algleymingi og þó hún hafi unnið var það Sean sem representaði. Auk þess sem þeir eru farnir að vera ansi frjálslegir með reglurnar þegar einhver sem fékk aldrei eitt einasta atkvæði gegn sér, Paschal, er látinn fara af því hann dró vitlausan stein. Eftir 2-2 jafntefli hjá Kathy og Nelee. Svona svipað og ef úrslitaleikurinn í HM hefði farið með jafntefli og öllum hinum 30 þjóðunum væri boðið að taka þátt í vítakeppninni. Talandi um HM þá var víst Brasilískur fáni dreginn að húni heima í Vanabyggðinni - svona er að búa í raðhúsi. Mörkin tvö frá Ronaldo sönnuðu endanlega hárgreiðslukenninguna mína auk þess sem þetta sýnir að álagið í Evrópuboltanum þýðir að stjörnur HM eru ansi oft menn sem hafa verið meiddir mestallt tímabilið á undan og mæta þar af leiðandi ferskir. Paolo Rossi 82 og van Basten í EM 88 eru þar góð dæmi.
Læður eru ei bleyðar

Var að skoða nokkrar síður þar sem verið er að deila um hvað kvenkyns kettir eigi að heita á Norðurlandi. Kveikjan er auðvitað sú að Reykvíkingur, sem viðurkennir að hafa aðeins einu sinni yfirgefið vinnustað sinn í borginni, Minjasafnið, undanfarin fjögur ár í meira en viku, gagnrýnir stúlku nokkra af Norðurlandi fyrir að kalla sig ljósvakalæðuna. Hann staðhæfir að Norðlendingar kalli nefnilega kvenkynsketti sína bleyður og hananú. Þetta er greinilega einn af þeim mönnum sem er sannfærður um að Akureyringar drekki kók í bauk. En honum til upplýsingar er rétt að taka fram að við drekkum okkar kók í gleri, flösku/plasti eða dós - eða barasta glasi og köllum betri helming kattanna læður. Vissulega notum við orðið bleyða stundum - en ekki um kettina okkar, frekar um suma Reykvíkinga. En þetta sannar auðvitað að ólíkt því sem sumir íslenskumenn virðast vilja þá er íslenskt mál ekki að finna á minjasöfnum.