Maður veltir fyrir sér hvort maður eigi að vorkenna eigenda Austurbæjarbíós fyrir að tapa fé út af pólitískri óákveðni borgarstjórnar – en við nánari umhugsun: Er það ekki bara ágætt að maður sem kaupir eitthvað sem hefur gildi í þeim eina tilgangi að rífa það niður til þess að græða pening fari á hausinn með það?
þriðjudagur, júlí 27, 2004
Vesalings niðurrifsmaðurinn
Maður veltir fyrir sér hvort maður eigi að vorkenna eigenda Austurbæjarbíós fyrir að tapa fé út af pólitískri óákveðni borgarstjórnar – en við nánari umhugsun: Er það ekki bara ágætt að maður sem kaupir eitthvað sem hefur gildi í þeim eina tilgangi að rífa það niður til þess að græða pening fari á hausinn með það?
Maður veltir fyrir sér hvort maður eigi að vorkenna eigenda Austurbæjarbíós fyrir að tapa fé út af pólitískri óákveðni borgarstjórnar – en við nánari umhugsun: Er það ekki bara ágætt að maður sem kaupir eitthvað sem hefur gildi í þeim eina tilgangi að rífa það niður til þess að græða pening fari á hausinn með það?
föstudagur, júlí 16, 2004
Furðuleg tilviljun annars að í hvert skipti sem ég labba inná bar þar sem staddir eru síðhærðir og sveittir karlmenn þá er Gneistinn þar líka. Afar dularfullt.
Komin heim, Bretlandseyjaför 2004 er þar með lokið í bili. Telst Írland annars ekki hluti af Bretlandseyjum þó það sé ekki hluti af Bretlandi? Gerir nafnið mun þjálla. Stutt ferðasaga? Oxford - Edinborg - Dublin - Galway - London. Sjáum til hvort ég nenni að láta lengri útgáfu í loftið.
föstudagur, júlí 09, 2004
Það er erfitt að skrifa minningargrein í rútu sem hristist stanslaust í 3 tíma. Ekki það að það sé nokkurn tímann auðvelt að skrifa minningargrein. Er í Galway núna, skemmtileg lítil borg með kvikmyndahátíð og Araneyjarnar rétt hjá. Langar að vera hérna lengur en bara þennan rúma sólarhring sem ég á eftir.
miðvikudagur, júlí 07, 2004
Fahrenheit 9 / 11
Forsýning í Dublin, skrifa meira um hana seinna, er búin að bóka flug og gistingar og fleira skemmtilegt í kvöld - en nú er spurning um einn kaldann fyrir svefnin.
kem svo heim á mánudagskvöld ef þið eruð farin að sakna mín - og íslenskra stafa hérna. Svo finnst mér að fólk ætti að senda manni kveðjur hingað út - sérstaklega ef það vill fá einhver póstkort áður en ég kem heim!
Forsýning í Dublin, skrifa meira um hana seinna, er búin að bóka flug og gistingar og fleira skemmtilegt í kvöld - en nú er spurning um einn kaldann fyrir svefnin.
kem svo heim á mánudagskvöld ef þið eruð farin að sakna mín - og íslenskra stafa hérna. Svo finnst mér að fólk ætti að senda manni kveðjur hingað út - sérstaklega ef það vill fá einhver póstkort áður en ég kem heim!
föstudagur, júlí 02, 2004
Oxford í dag, Edinborg á morgun, ef að ævintýri mín með breskar rútur halda ekki áfram. Er búinn að vera hérna í 4 daga, hef þegar sofið í 2 herbergjum hérna á Lineacre og bæti því þriðja með í kvöld ef sjónvarpsherbergið telst með. Tæknilega séð ólöglegur hérna þar sem ég er ekki háskólastúdent en flestum er sama og það er bara fundið laust herbergi fyrir nóttina. En á morgun er það hostelin sem taka við, St. Cristopher's á morgun, ætlaði til Dublin í kvöld en það eru allar rútur fullbókaðar - og líka á morgun - þannig að Edinborg græðir náttúrulega á því.