mánudagur, október 10, 2005

Flutningar

Ég er ekki fæddur á ári vatnsberans. Ég á hvorki mussu né útvíðar gallabuxur. Ég hef ekki þolinmæði til að safna almennilega síðu hári. Ég er engann veginn nógu virkur í því að faðma tré. Ég er of nískur til þess að tíma að reykja gras. Ég hef aldrei fattað hvað er svona frábærlega æðislegt við Bítlana þó þeir séu ágætir. En þó er löngu tímabært að gera eitthvað fyrir sinn innri hippa og því hef ég ákveðið að ganga í Kommúnu. Það verður að duga þangað til ég kem áætlunum mínum um heimsfrið í framkvæmd – eða þangað til ég rek rakarann minn.

Þannig að Gambrinn flytur hér með lögheimili sitt frá www.asgeirhi.blogspot.com yfir á www.kommunan.is/asgeir þar sem ég mun halda áfram sömu vafasömu skrifum þangað til internetið kemst úr tísku. Já, þetta var hótun.

Þannig að uppfærið linkana, breytið bókamerkjunum og kíkiði í heimsókn.

Ég vil að lokum þakka Herra Blogspot fyrir samstarfið, þetta var ekki þér að kenna heldur þurfti ég bara að prófa eitthvað annað sko ... Hann hefur samt lofað að passa upp á allar gömlu arkívurnar mínar áfram sem verða linkaðar af nýju síðunni. Fortíðin verður ennþá hér þó framtíðin verði annars staðar.

fimmtudagur, október 06, 2005

Hvað getum við gert fyrir heiminn?

Ég er víst duglegri þessa dagana að skrifa alls staðar annars staðar en hér. Þannig að í stað þess að sakna mín óhóflega mikið getið þið lesið þetta rant hér. Þetta venjulega diss á viðskiptafræði, Íslendinga og Runnasleikjur og smá vemmilegheit um það að bjarga heiminum náttúrulega, enda bölvaður óþarfi að hamra á lyklaborð fyrir eitthvað minna ...

mánudagur, október 03, 2005

Þessi yfirmáta hallærislega stúdentapólitík

... er titilinn á grein sem villtist hingað inn. Enjoy.

laugardagur, október 01, 2005

Ísbar

Af hverju fer fólk ekki bara til Moskvu í janúar og gerir þetta almennilega? Þá slyppi maður líka við uppalýðinn sem er líklegur til að fara á svona stað ...