Mikið að gerast í fréttum í dag, hef áhyggjur af því að þessi vafasama ráðning Jóns Steinars skyggi á jafnvel enn siðlausari frétt, meðferðina á þeim sjaldgæfa Framsóknarmanni sem tók afstöðu með hugsjón sinni.
Svo hef ég náttúrulega miklar áhyggjur af því að ég þurfi bráðum að heimsækja flesta sæmilega tæknivædda vini mína í steininn svo okurfyrirtæki í afþreyingariðnaði græði nú örugglega nógu mikið. Hugtakið hugverk vissulega misnotað hér, það eru ekki þeir sem dreyma upp kvikmyndirnar / tónlistina sem hér eru að sækja rétt sinn heldur þeir sem græða á þessum listamönnum.