miðvikudagur, september 29, 2004

Fréttavaktin

Mikið að gerast í fréttum í dag, hef áhyggjur af því að þessi vafasama ráðning Jóns Steinars skyggi á jafnvel enn siðlausari frétt, meðferðina á þeim sjaldgæfa Framsóknarmanni sem tók afstöðu með hugsjón sinni.
Svo hef ég náttúrulega miklar áhyggjur af því að ég þurfi bráðum að heimsækja flesta sæmilega tæknivædda vini mína í steininn svo okurfyrirtæki í afþreyingariðnaði græði nú örugglega nógu mikið. Hugtakið hugverk vissulega misnotað hér, það eru ekki þeir sem dreyma upp kvikmyndirnar / tónlistina sem hér eru að sækja rétt sinn heldur þeir sem græða á þessum listamönnum.

laugardagur, september 25, 2004

Bjórtilboð

Ein forsíðufréttin í Mogganum fjallar um að Tékkar hafi tekið upp á því að bjóða þeim sem gefa blóð frían bjór. Semsagt nýjan bjór fyrir gamlan bjór.

föstudagur, september 24, 2004

Takk Damien


Takk fyrir að segja ævisöguna okkar í kvöld.

Stundum gerðist ekki neitt, nokkrar sprengingar, smá steypiregn, þetta gerist allt í hausnum á okkur … lífið er annars staðar, nema kvöldið í kvöld þá var lífið hér, á nasa, örlítil geimferð, norðurljósin dansa og stúlka blikar. Stúlkan sem þú máttir ekki dansa við, stúlkan sem þú dansar ekki við lengur, stúlkan sem þú ætlar að bjóða upp næst. Það sem þú vilt gleyma en manst ávallt. Svo slægðum við dreka í borginni handan fjarskans, týndumst í sjálfum okkur og heiminum, komum til baka, veðraðir og mæddir, segjum sögur og stoppum tímann sem æðir hjá, skálum sorgum okkar og kveikjum á kerti sem lifir með nóttinni sem líkur á heimsókn frá okkar ímyndaða vini sem allt skilur og allt veit. Takk Lisa, vatnadís, fyrir að fljóta með, segja okkur sögur úr fornöld, skál bæði, skál fyrir nóttinni sem kemur seinna, skál fyrir kvöldinu sem leið, skál fyrir að gera hlutina af hugsjón, gleði og ástríðu.

miðvikudagur, september 22, 2004

Varúð! Talað vel um Sám frænda

Var að klára verkefni varðandi mismunandi siðareglur íslenskra og bandarískra blaðamanna. Aldrei þessu vant verður maður bara hálf stoltur af Könunum - annað en hægt er að segja um landann. Niðurstaðan erhér.

þriðjudagur, september 21, 2004

Kvikmyndum Svaninn!

Stóðst bara ekki mátið ...

miðvikudagur, september 15, 2004

Netið loksins komið í gagnið heima, spurning hvort þessi síða verði ekki aðeins líflegri í kjölfarið. Hvað er svo að frétta? Tja, þetta venjulega, skóli og vinna, ekkert sumarfrí lengur, brjálað að gera. En það fer hægt og rólega að róast í Bóksölunni úr þessu, verð samt eitthvað að leika mér þar fram eftir vetri ef einhverju skemmtilegu fólki langar að kíkja í heimsókn.