föstudagur, apríl 30, 2004

BÚIÐ! Síðasti kennsludagurinn, aldrei fæ ég að kvelja þessi litlu grey aftur, snökt, snökt. Ekki nema með því að semja passlega andstyggilegt próf og svo er víst ágætis bunki af ritgerðum sem á eftir að fara yfir - en það verður notalegt að hafa bara tvö deadline - ekki deadline á hverjum degi.
Föstudagslagið

Í tilefni að því að ég lét plata mig í bakarí af 503 hópnum í dag og sökum þess að ég lét hafa mig út í nordisk sammarbæjde (ég nokkurn veginn ábyrgist að þetta var vitlaust skrifað) í síðustu viku þá er náttúrulega bara eitt lag sem kemur til greina ...

DANSKA LAGIÐ - Bítlavinafélagið

Manstu fyrir langa löngu?
Við sátum msaman í skólastofu.
Ég dáði þig en þú tókst ekki eftir mér,
ekki frekar en ég væri krækiber.

Þú varst alltaf best í dönsku,
það fyllti hinar stelpurnar vonsku,
þegar kennarinn kallaði á þig til sín
og lét þig syngja á dönsku fyrir okkur hin.

Ó, ég mun aldrei gleyma,
hve fallega þú söngst, þú söngst:

"Der bor en bager í Nørregade.
Han bager kringler og julekage.
Han bager store, han bager små
han bager nogle með sukker på

i hans vindu' er sukker sager
og heste grise og peberkager
og har du penge så kan du få
men har du Gingen så kan du gå."

Og svo mörgum árum seinna,
þá lágu leiðir okkar beggja
til útlanda þar sem fórum við í háskóla
við lærðum söng og héldum saman tónleika.

Og eina stjörnubjarta kvöldstund,
ég kraup á kné, ó, hve nett var þín hönd,
þú sagði: "Já", kysstir mig og nú erum við hjón
og eigum litla Gunnu og lítinn Jón.

Ó, ég mun aldrei gleyma,
hve fallega þú söngst, þú söngst:

"Der bor en Abager í Nørregade.
Han bager kringler og julekage.
Han bager store, han bager små
han bager nogle með sukker på

og i hans vindu' er sukker sager
og heste grise og peberkager
og har du penge så kan du få
men har du ingen så kan du gå."

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Fjölmiðlasirkus Íslands

Hef verið á leiðinni að úthúða þessu blessaða fjölmiðlafrumvarpi hérna. En er samt með bakþanka. Vissulega er frumvarpið út úr kú og öll vinnubrögð í sambandi við það virðast afskaplega vafasöm og þetta gæti verið óbætanlegt skemmdarverk á atvinnugrein sem ég hef persónulega alltaf haft í miklum metum. En eiga íslenskir fjölmiðlar eitthvað skárra skilið en þetta frumvarp?

Mér er nokk sama hvort þeir tala vel eða illa um Baug, fréttir úr matvælaheiminum eru ekki sérstaklega spennandi hvort sem þær eru ritskoðaðar eður ei. Hins vegar er ansi þægilegt fyrir suma miðlana að hafa engar alvarlegri ásakanir að glíma við heldur en paranojskar ásakanir forsætisráðherra í eilífum skærum sínum við Baugsfeðga, enda þær ásakanir mest óráðshjal.

Hins vegar er öllu alvarlegra að íslenskir fjölmiðlar eru upp til hópa ofurseldir afskaplega ófagmannlegum vinnubrögðum sem einkennast fyrst og fremst af metnaðarleysi og aumingjaskap. Það er sjaldnast nein hugsun eða dirfska í gangi, helst bara prúðbúin alvarlegheit eða yfirdrifin æsifréttamennska, allt eftir því hvaða guðspjall viðkomandi aðhyllist. Það var helst að Skjár einn væri að gera eitthvað nýtt hér fyrir einhverjum misserum síðan en um leið og kreppti að þar þá lifðu bara af flatir söluþættir á borð við Innlit – Útlit, Já og Fólk – allt kjöt var horfið af beinunum líkt og hjá hinum miðlunum og þegar maður rekur augun í þætti sem unnir eru að metnaði eða fréttir og greinar sem eru skrifaðar af einhverri list þá hefur maður hreinlega stundum á tilfinningunni að efnið hafi óvart sloppið í gegnum rusleftirlitið. Við þessar kringumstæður þrífast ýmsir hæfileikalitlir fjölmiðlamenn afskaplega vel. Það er svo sem ekki eins og það sé ekki líka hæfileikafólk að vinna á mörgum fjölmiðlum landsins - en það er bara í flestum tilfellum búið að draga flestar tennur sem eitthvað bit er í úr áður en nokkru er hleypt í landann enda má efnið ekki vera of tormelt svo Doritos-flögurnar standi nú ekki í mannskapnum.
Fimmtudagsbíó

8 Mile og Monster’s Ball

Tvær myndir þar sem rasisma er að einhverju leiti séður frá sjónarhóli hvíta mannsins, sú fyrri á öllu augljósari hátt. Báðar eiga það líka sameiginlegt að rapparar sanna það að þeir eru ágætir leikarar, Eminem (að vísu að leika sjálfan sig) og Sean Combs – sem aldrei nokkurn tímann á eftir að syngja nándar nærri eins vel og hann leikur hérna.

8 Mile er fín að mörgu leyti – en þó vissulega töluverð klisja. En það er stemmning yfir myndinni, rappsenurnar sterkar þó maður sakni þess að textinn sé jafn mergjaður og hjá aðalleikaranum á hans bestu dögum. Margt sem minnir á aðra minna þekkta rappmynd, Slam, báðar vilja vel og gera margt ágætlega en eru að falla í ýmsa óþarfa pytti. En ég gæti ímyndað mér að ef þær tvær yrðu bræddar saman yrði úr ansi mögnuð mynd.

Monster’s Ball er hins vegar mun áhugaverðari. Hún á margt sameiginlegt með As Good as It Gets – er eiginlega kolsvört útgáfa af þeirri mynd. Allir aðeins örvæntingafyllri, afleiðingar alls hatursins miklu óhugnanlegri. Forvitnileg hvernig fangavörður á dauðadeild er notaður sem holdgervingur rasisma hvíta mannsins, eitthvað sem kemur ágætlega í ljós þegar tölfræði er skoðuð.

En þó þegar allt kemur til alls einfaldlega saga um tvær týndar sálir sem ákveða að týnast saman. Kannski hafa skrímsli líka sál eftir allt saman?

mánudagur, apríl 26, 2004

Survivor All-Stars

xii

Samband Amber og Rob við Big Tom, Aliciu, Rupert og Jennu reyndist sterkara en mann hefði grunað, fyrst að Kathy tókst ekki að splundra því þá er lítil hætta af Shi-Ann þannig að þátturinn í kvöld verður væntanlega frekar fyrirsjáanlegur. En eftir það er allt opið, spurning hvort þau 4 hafi vit á að aðskilja parið enda ekki vænlegt að fara með þeim 2 í 4 manna úrslit. Alicia, Rupert og Big Tom mættu svo sem vinna mín vegna, synd samt að Rupert virðist ætla að komast lengra á því að vera litlaust núna heldur en með því að vera frábær í síðustu seríu. Þar af leiðandi enginn til þess að halda með beinlínis en aðalatriðið er að Rob og Jennu verði sparkað fljótlega.

föstudagur, apríl 23, 2004

Föstudagslagið

Var að horfa á Beautiful Girls og Almost Famous aftur fyrir tíma, það þýðir að það er erfitt að velja föstudagslag en það er stutt síðan það var lag sem tengdist Almost Famous þannig að "Beautiful Girl" er það, lagið sem byrjar um leið og myndin og heyrist alltaf í við og við, ég fléttaði af skömmum mínum þetta lag saman við ritgerð í kvikmyndafræði hjá Guðna hérna um árið enda segir það merkilega mikið um myndina þegar að er gáð. Fyrir þá sem hafa ekki enn haft vit á að sjá myndina þá er þetta ásamt Leon besta hlutverk Natalie Portman - allt saman áður en hún lennti í klónum á útbrunnum George Lucas í Stjörnustríðsleik. Virðist samt miðað við smáhlutverkið í Cold Mountain vera að ná sér á strik á nýjan leik ... fyrir utan það náttúrulega að maður getur ekki annað en klórað sér í kollinum og velt fyrir sér af hverju í ósköpunum Timothy Hutton er ekki stjarna.

"Beautiful Girl" - by Pete Droge and the Sinners

I woke up near Rittenhouse Square
There was noise in the hall; snow was flowing in the air
And I could see just then the flashing spark
Of the match to my first smoke

Some houses are built to last
It's the couple inside that change too fast
I can see their faces looking through the glass
They're not where they belong

I want to stay with you, baby.
Won't you let me stay?
You're a Beautiful Girl.
I'm right where I belong, baby.
I'm here with you.
You're a Beautiful Girl.

I see your feet at the edge of the bed
While an old Love song is creeping into your head
And as your eyes just closed I could only guess
If you were dreaming of me again

Stained glass casts a flickering light
With the curtains closed I can't tell if it's night
But I know for sure that this sure feels right
With you here between my arms

I want to stay with you, baby.
Won't you let me stay?
You're a Beautiful Girl.
I'm right where I belong, baby.
I'm here with you.
You're a Beautiful Girl.

And I hope that you can take me
When I'm going out of my head.
And I hope that you will keep me
Keep me warm in your bed.

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Gleðilegt sumar!

Merkilegt nokk er veðrið sumarlegt, annan daginn í röð. En leikritið sem ég var fenginn í að leikstýra á síðustu stundu er hins vegar ekki beint sumarlegt, "Í völvunnar spor", Völuspá og Gylfaginning með áherslu á Ragnarök. Frumsýning (og eina sýningin) á þriðjudag, krosslagðir fingur - eða væri það kannski frekar hamarslagðir?

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Séríslenskur körfuboltafarsi

Það hefur mikið verið rætt um hvort íslenskur körfubolti sé á réttri leið með 2-3 útlendinga í hverju byrjunarliði. En þessir útlendingar virðast þó ekki vera jafngildir leikmenn þegar kemur að viðurkenningum - af 20 stigahæstu mönnum í deildinni á síðustu leiktíð voru 17 erlendir leikmenn - samt eru allir leikmenn í liði ársins sem valið var á uppskeruhátíð KKÍ íslenskir enda virðist ekki mega velja útlendinga þar - nema sem besta erlenda leikmann. Ef þetta er ekki hámark hræsninar þá veit ég ekki hvað, þessir erlendu leikmenn sem hingað koma er greinilega litið á sem algera málaliða - sem þó bera uppi nær öll liðin.

mánudagur, apríl 19, 2004

LjóðaIdol Fréttablaðsins

Forvitnileg keppni í Fréttablaðinu þar sem átta ung ljóðskáld eru sett í útsláttarkeppni með þremur þusandi dómurum á eftir a la Idol. (Bölvað rugl annars að kjósa eina strákinn sem eitthvað vit var í út úr þeirri keppni síðast) Fyrsta umferð búin og á morgun kemur í ljós hverjir lifðu hana af.

Fyrsta einvígið var á milli Benedikts Nikulásar Anesar Ketilssonar, sem brást við því að vera með lengsta nafnið í keppninni með því að senda stysta ljóðið, og Kristín Svava Tómasdóttir sem birtir Leiðréttingu á Únglingnum í skóginum. Það er að mörgu leiti sniðugt, sérstaklega titillinn – en almennt eru ljóðin í keppninni hingað til óþarflegar langlokur, þar á meðal þetta – sérstaklega því að Únglingurinn í skóginum var aldrei það merkilegt til að byrja með. “Ástargyðjan” eftir Nikulás er aftur á móti virkilega flott mynd og segir á sinn hátt alveg jafn mikið í sínum 4 línum og önnur ljóð í 40.

Á laugardaginn var það svo Kristín Einarsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir. Bæði ljóðin hefðu verið frábær með réttan ritstjóra. “Sálin er rakki sem á skilið að þjást” eftir Kristínu er virkilega flott fyrstu 3 erindin en það 4 virkar ekki alveg jafn vel. Allt í lagi en ekki á sama standard og restin af ljóðinu. Nafnlaust ljóð Steinunnar er svo með virkilega fína mynd en hefði virkað betur ef það hefði annað hvort verið skipt almennilega upp í línur eða farið alla leið í hina áttina og gert að prósaljóði – þetta er ekki alveg að virka þarna í milliveginum.

Á sunnudeginum kepptu svo þeir Jón Magnús Arnarsson a.k.a. Vivid Brain og Ófeigur Sigurðsson. Báðir kunna tæknina en hvorugt ljóðið er nógu gott. Nafnlaust ljóð Jóns er dæmi um frábæra tækni sem manni gæti ekki verið meira saman um, ekkert hjarta sjáanlegt, það týnist í orðaflaumnum og öllu sniðuga ríminu. Ófeigur hins vegar er flugmælskur á köflum og ljóðið ryþmar vel en það er óþarflega langt og stefnulaus – ég veit hins vegar að hann getur miklu betur þannig að ég vona að við fáum tækifæri til að sjá það.

Síðasta einvígið er svo á milli tveggja ekki ólíkra ljóða, stuttra æskumynda sem eru kannski ekki það frumlegasta í heimi en mjög skemmtilega einlægt hjá báðum og ef eitthvað er ættu þau bæði skilið að komast áfram á kostnað sunnudagsskáldanna. “Hamingja” Atla Bollasonar er þó alls ekki jafn gott ljóð og “Hugfróun í morgunsárið” eftir Hildi Lilliendahl Viggósdóttur. Bæði eru einlæg og ekta en það seinna er miklu ljóðrænna.

Þannig að: Benedikt, Kristín, Ófeigur og Hildur ættu að komast í undanúrslitin. En nú kemur í ljós hvort svo ólíklega vilji til að símakosning sé marktæk þegar kemur að ljóðum.
Survivor All-Stars

xi

Þar fór Lex, fyrsta hunchið var víst rétt hjá mér, that’ll teach me … enda gerði Lex grundvallarmistök sem þau hljóta að fara að hætta að gera: Hlusta á Rob. Amber er augljóslega mun skarpari af þeim skötuhjúunum en það verður þeim væntanlega að falli að nú fæst ekki heimskasta hæna einu né neinu sem Rob segir – og þó fyrr hefði verið. Spurningin er í raun hvort Alicia, Rupert, Big Tom og Jenna ætli að taka Rob og Amber með sér í 6 manna hópinn og sparka þeim þar eða hvort þau treysti þeim ekki og fái einhvern úr hinum hópnum með sér, Kathy þá helst. Shi-Ann hefur lítið með sér annað en að virðast meinlaus – sem var nú svo sem það sem Tina vann fyrir á sínum tíma. Þannig að væntanlega verður það önnur hvor þeirra tveggja ef þau hafa ekki vit á að aðskilja samlokurnar.

sunnudagur, apríl 18, 2004

Sunnudagsflug

Ég horfi niður á landið mitt og hef ekki hugmynd um hvar ég er. Gæti máski reiknað það út ef ég hefði fylgst með hvort við fórum á stað á réttum tíma. En ég var upptekin við að lesa um Eirík sem hatast við Reykjavík, langar til Vestfjarða en endar í Mexíkó. Að því er virðist, var að byrja á bókinni.
Og þetta er þessi fósturjörð, ómótað frekar tilgangslítið óreglulegt landslag, óbyggðir, á vissan hátt drungalegt en ég næ ekki að tengja mig við það að þetta komi okkur sérstaklega við. Landslag, oftast skýjum hulið, þar sem þögnin ein ríkir utan þess að vindgnauðið gerir einstaka innrás, landslag sem að við sjáum aðallega í litprentuðum gjafabókum sem gefnar eru á stórafmælum og barist er um á Austurvelli - einmitt þar sem sál blessaðrar höfuðborgarinnar er leyft að drabbast niður í hamaganginum við að byggja Smáralindir og Kringlur og hraðbrautir og hvað það annað sem getur fengið okkur til þess að gleyma því að við séum stödd rétt við heimskautsbaug.
Þar ryðst svo flugstjórinn inn með tillitslausa tilkynningu um hvar við séum, dulúðinni er svipt af, landslagið fær nafn og verður á endanum lokað inní bók þangað til að einn daginn verður það 10 % spurning á landafræðiprófi sem fellir táningsstúlku í Breiðholtinu sem í kjölfarið hættir í skóla og byrjar að vinna í 10 - 11, eignast 3 börn með stráknum á lagernum og verður svo löngu seinna litið á þennan blett þegar hún flýgur út á land löngu seinna, albúin að hefja nýtt líf.
Á Kaffi Vín

Skrýtin Reykjavíkurferð, tregur til að fara en átti eitt fljótlegt en mikilvægt erindi. Núna er maður aðallega að slæpast enda sunnudagseftirmiðdegi og ég búin að tékka út af Hótel Starra. Smá búðarráp í Eymundsson og Mál og menningu, fara yfir ritgerðir á Kaffi Vín, bíða eftir flugi og njóta þess hvað það afgreiðslustúlkurnar sem ég hitti í dag eru fallegar. Þrátt fyrir það nenni ég eiginlega varla að vera hérna núna en er aftur á móti farin að hlakka til að flytja hingað eftir rúman mánuð og vera annað hvort í sumarfríi á kennaralaunum eða í einhverri skemmtilegri vinnu. Sá ekki ástæðu til þess að sækja líka um þær leiðinlegu í þetta skiptið. Jamm, styttist í sumarið, sýnist við ætla að sleppa vorinu sem Huldar var einmitt að leita af í Fréttablaðinu í morgun.

föstudagur, apríl 16, 2004

Föstudagslagið

Stundum þá er eins og heilu hljómdiskarnir séu sándtrakk fyrir ákveðin tímabil í lífinu, var einhvern veginn akkúrat það sem þú varst að bíða eftir en vissir ekki af. Einu sinni var það The Joshua Tree U2, veturinn í Prag var það Ágætis byrjun SigurRósar, veturinn eftir það Cure for Pain með Morphine og í fyrra Trading Snakeoil for Wolftickets með Gary Jules. Orginal útgáfan, áður en eitthvað risafyrirtæki fór að dreifa disknum og endurhanna lúkkið. Sem er gott í sjálfu sér en manni þykir nú vænt um þann gamla. En núna er það O Damiens Rice, diskur sem nemandi spilaði úr í tíma um það leyti sem tónleikarnir voru og ég varð aðallega forvitin að sjá að eitt lagið hét "Prague". Fann það svo ómögulega þegar ég fór að skoða diskinn og ákvað að taka sénsinn – þá er "Prague" í raun ásamt "Silent Night" vel falið aukalag á eftir Eskimóanum í lokin, 15 mínútna lagasyrpa sem eru þrjú lög en samt náttúrulega ein því þetta er allt sama trakkið sko … og líka út af því að þau tengjast á einhvern skrýtinn hátt sem ég er að grufla í. Eskimói á rólegu kvöldi í Prag að kirja heimsumból væntanlega. Ég er náttúrulega sökker fyrir Prag eins og venjulega og textinn nær til mín og er alls ekki jafn einfaldur og hann virðist í fyrstu, Lisa Hannigan er svo með mjög skemmtilegan útúrsnúning á Heims um ból í lokin og eskimóar eru náttúrulega ekkert annað en skemmtilegir, eina sem vantar eru nokkrar mörgæsir ...


ESKIMO

tiredness fuels empty thoughts
i find myself disposed
brightness fills empty space
in search of inspiration
harder now with higher speed
washing in on top of me so
i look to my eskimo friend when i’m down down down
rain it wets muddy roads
i find myself exposed
tapping does but irritate
in search of destination
harder now with higher speed
washing in on top of me so
i look to my eskimo friend when i’m down down down


PRAGUE

i pack my suit in a bag
i'm all dressed up for prague
i'm all dressed up with you
all dressed up for him too
prepare myself for a war
before i even open up my door
before i even look out
i'm pissing all of my bullets about
i wrap myself in a bag
i'm all wrapped up in prague
i'm all wrapped up in you
i'm all wrapped up in him too
prepare myself for a war
and I don't know what i'm doing this for
trying to let it all go
but how can i when you still don't know?
i could wait for you
like that hole in your boot waiting to be fixed
i could wait for you
but what good would that do but to leave me pricked?
cheers darlin'
here's to you and your lover
...darling
i got years...
pack my suit in a bag
all dressed up for prague
pack my suit in a bag
all dressed up for...


SILENT NIGHT – texti og söngur: Lisa Hannigan

silent night broken night
all is fallen when you take your flight
i found some hate for you just for show
you found some love for me thinking i'd go
don't keep me from crying to sleep
sleep in heavenly peace
silent night moonlit night
nothing's changed nothing is right
i should be stronger than weeping alone
you should be weaker than sending me home
i can't stop you fighting to sleep
sleep in heavely peace

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Fimmtudagsbíó

Whale Rider

Seinni tvær myndirnar sem ég sá fyrir sunnan voru ekki alveg að ná standardnum á þeim tvem fyrri. American Splendor samt fín þó ég hafi á tilfinningunni að ég hafi einhvern veginn ekki verið rétt stemmdur. Nógu góð a.m.k. til þess að ég keypti teiknimyndasöguna. (Meira um AS þegar ég kemst í að klára bókina) Whale Rider var hins vegar mikil vonbrigði. Sjálfsagt mjög forvitnileg ef þú ert í mannfræði en sagan, stelpa sem fær ekki að leika sér með strákunum, er alveg jafn mikil klisja hvort sem hún gerist í maóraþorpi eða LA. Sérstaklega þegar það er ekki gert neitt nýtt og spennandi við hana. Svo er ofboðslega tilgerðarlegur symbólismi, einhver hvalur alltaf að velta sér eitthvað - atriðið með hvölunum í lokin hefði hins vegar getað orðið mjög áhrifaríkt ef að það hefði verið búið að byggja almennilega undir það þannig að hvalirnir hefðu einhverja merkingu fyrir áhorfendunum. En kannski er þetta bara af því mér hefur alltaf fundist hvalir frekar óáhugaverð dýr og þeir sem ég hef talað við engan vegin staðið undir meintu gáfnafari dýranna. Rétt þó að taka fram að stelpan, Keisha Castle-Hughes, stendur hins vegar undir öllu lofinu og óskarstilnefningin verðskulduð, hún á miklu betri mynd skilið.

mánudagur, apríl 12, 2004

Survivor All-Stars

x

Ísdrottningin brædd í burtu síðast, ólíkt flestum þá hafði ég alltaf dálítið gaman af Jerri – fannst hún aldrei beinlínis sama bitchið og flestir töluðu um, þó hún tæki vissulega góðar syrpur. Óljóst hvað Lex er að pæla, líklega að fórna einu atkvæði fyrir tvö (Rob & Amber) ef hann kemst í lokaúrslitin. Forvitnileg þessi hefð hans að segja alltaf fólki áður en hann sparkar þeim – ber þó að geta þess að hann gerði það ekki við Colby, sem bendir til þess að þetta sé óvitlaus herkænska – þegar hann sleppir því næst að segja einhverjum að hann sé rekinn kemur það því meira á óvart. En hann var náttúrulega nokkuð náinn Ethan og Jerri, sé engan sem hann er sérstaklega náinn núna.

Styttist sjálfsagt í sameiningu, núna er ljóst hverjir eru kandídatar í kviðdóminn að öllu eðlilegu þannig að nú þurfa menn að tryggja það að fólki líki vel við þig þó þú sparkir þeim.

Staðan vissulega forvitnileg fyrir sameininguna, 5-4 fyrir hinum nýja Mogo Mogo en það hvernig Lex bjargaði Amber hefur væntanlega skekkt þá tölu verulega, líklega var þetta snjallt hjá honum eftir allt saman (fannst það satt best að segja ekki þegar ég horfði á þáttinn). Annað hvort verða Shi-Ann og Kathy skotmörk (Shi-Ann færi þá væntanlega fyrr út nema þeir taki þann hættulegri fyrst) og Lex fær gálgafrest eða að Rob og Amber taki höndum saman með þeim og Lex og hendi Aliciu eða Rupert, Big Tom og vælukjóinn Jenna virka frekar örugg þó það sé allt óvíst með það. Nema náttúrulega að fólki finnist Lex eða Rob farnir að vera full stórir með sig og sparki þeim? Nú fyrst er þetta virkilega að verða forvitnilegt, verst að mann vantar einhvern til að virkilega halda með, ég verð bara að treysta á það að Rupert byrji að skína aftur.

laugardagur, apríl 10, 2004

Leonard Cohen, Damien Rice, Jeff Buckley og David Gray í takt við Krusovice, smá heimsókn frá slöppum Starra, gamlar gulnaðar myndir í fjölskyldualbúmum og Greifapizza. Það er kvöldið í kvöld.

Cohen er svona hálfgerð frummynd af lífinu, þessi fortíðarnostalgía sem okkar kynslóð hefur frá því alvöru flagarar voru til, fólk orti um ástina án þess að muldra oh, baby í annari hverri línu og Frakkar voru ennþá dálítið kúl en ekki dottnir í einhvern tekknófíling. Passar allt saman best í late night pub í Zizkovhverfinu í Prag, mitt í nostalgíu eftir kommúnisma, nýfengnu frelsi sem nú er farið að rotna og þeirrar vonar að maður fari loksins að uppgötva borgina fyrir fullt og allt.

Damien Rice er svo aftur eins og lífið ætti að vera, eins og það væri ef sú klisja að maður gæti valið sér vini sína væri sönn. Maður velur sér frekar hverja maður geymir, heldur kontakt við. En það er hellingur af fólki sem hverfur án þess að maður geti gert neitt mikið við því, fólki sem er í raun fáránlegt að yrði ekki góðir vinir manns, fólki sem var rétt fólk á röngum tíma, Damien Rice er einhvern veginn þessi fáu augnablik þar sem allt er á sínum stað, líf þitt eins og það á að vera samkvæmt handritinu.

David Gray er svo meira hvernig líf þitt er, working class gaur sem veit að hann hefur burði til að vera eitthvað miklu meira en fær bara ekki réttu breikin, venjulegur gaur sem veit samt vel að það er ákveðinn Cohen í honum.

Svo er það Buckley, hellraiserinn, það koma augnablik sem þú ert hann, oftast ertu þó bara vinur hans, hann er sá sem allir vita hver er en bara þú þekkir. En hann er auðvitað farinn, lífið er samsett úr Cohen, Rice og Gray, þeim sem eftir eru. Buckley svífur alltaf yfir við og við, halastjarna sem sést á áratuga fresti og lýsir upp himininn – á meðan tekur engin eftir götuljósunum sem eru alltaf til staðar.

föstudagur, apríl 09, 2004

Föstudagslagið

Langur föstudagur, langt lag ...

The Prophet Song - Queen

Oh oh people of the earth
Listen to the warning
The Seer he said
Beware the storm that gathers here
Listen to the wise man

I dreamed I saw on a moonlit stair
Spreading his hands on the multitude there
A man who cried for a love gone stale
And ice cold hearts of charity bare
I watched as fear took the old men's gaze
Hopes of the young in troubled graves
I see no day, I heard him say
So grey is the face of every mortal

Oh oh people of the earth
Listen to the warning
The prophet he said
For soon the cold of night will fall
Summoned by your own hand

Oh oh children of the land
Quicken to the new life
Take my hand
Ooh, fly and find the new green bough
Return like the white dove

He told of death as a bone white haze
Taking the lost and the unloved babe
Late too late all the wretches run
These kings of beasts now counting their days
From mother's love is the son estranged
Married his own his precious gain
The earth will shake in two will break
And death all around will be your dow'ry

Oh oh people of the earth
Listen to the warning the seer he said
For those who hear and mark my words
Listen to the good plan

Oh oh oh oh - and two by two my human zoo
They'll be
Running for to come
Running for to come
Out of the rain

Oh, flee for your life
Who heed me not, let all your treasure make you
Oh, fear for your life
Deceive you not the fires of hell will take you
Should death await you

Oh, oh, people can you hear me (oh, oh, people can you hear me)
(Oh, oh, people can you hear me)

Now I know (now I know) (now I know)
Now I know (now I know) (now I know)
Now I know (now I know) (now I know)
Now I know that you can hear me (now I know that you can hear me)
(Now I know that you can hear me)

Now I know (now I know) (now I know)
Now I know (now I know) (now I know)
Now I know (now I know) (now I know)
Now I know (now I know) (now I know)
Now I know (now I know) (now I know)
Now I know (now I know) (now I know)
Now I know (now I know) (now I know)
Now I know (now I know) (now I know)
Now I know (now I know) (now I know)
Now I know (now I know) (now I know)

The Earth will shake in two will break in two will
Shake in two will break in two
(the earth will shake in two will break in two will
shake in two will break in two)
(the earth will shake in two will break in two will
shake in two will break in two)

Doubts all around around around around around around around around
(Doubts all around around around around around around around around)
(Doubts all around around around around around around around around)
Now I know (now I know) (now I know)
Now I know (now I know) (now I know)
Now I know (now I know) (now I know)
Now I know (now I know) (now I know)
Now I know (now I know) (now I know)
Now I know (now I know) (now I know)
Now I know (now I know) (now I know)
Now I know (now I know) (now I know)
Now I know (now I know) (now I know)
Now I know (now I know) (now I know)
Now I know (now I know) (now I know)
Wow ooh wow ooh wow ooh wow ooh wow ooh wow ooh wow ooh wow ooh
(Wow ooh wow ooh wow ooh wow ooh wow ooh wow ooh wow ooh wow ooh)
(Wow ooh wow ooh wow ooh wow ooh wow ooh wow ooh wow ooh wow ooh)
Listen to the wise (listen to the wise) (listen to the wise)
Listen to the wise (listen to the wise) (listen to the wise)
Listen to the wise (listen to the wise) (listen to the wise)
Listen to the wise (listen to the wise) (listen to the wise)
Listen to the wise man (listen to the wise man) (listen to the wise man)

Laa laa - la la la la laa laa (laa laa - la la la la laa laa)
La la la la laa laa (la la la la laa laa)
La la la la laa laa (la la la la laa laa)
La la la la laa laa (la la la la laa laa)
La la la la laa laa (la la la la laa laa)
La la la la laa laa (la la la la laa laa)
La la la la laa laa (la la la la laa laa)
La la laa laa (la la laa laa)
La la laa laa (la la laa laa)
La la (la la)

Come here (Come here)
I you come here (I you come here)
I you come here (I you come here)
I you (aah)
Aah (aah)
Ahaa (ahaa)
Aah (aah)
Ahaa (ahaa)

Listen to the mad (Listen to the mad)
Listen to the man (Listen to the man)
Listen to the mad (Listen to the mad)
Listen to the mad man (Listen to the mad man)

God give you the grace to purge this place
And peace all around may be your fortune

Oh oh children of the land
Love is still the answer, take my hand
The vision fades, a voice I hear
"Listen to the madman!"

Ooh, but still I fear and still I dare not
Laugh at the madman

fimmtudagur, apríl 08, 2004

Skírdagsbíó

Hinn stóri villimaður, faðir vor …

Sonur hefur ekki talað við pabba sinn í langan tíma, sambandið er stirt. Þeir eru – eða halda að minnsta kosti að þeir séu – gjörólíkir. Svart og hvítt. Sonurinn fullur ábyrgðar, aðallega af því það er einmitt það sem pabbann skorti ávallt. En pabbinn er að deyja, axir eru grafnar – en til þess þarf að grafa djúpt.

Árás villimannana (Les Invasions barbares) og Big Fish, tvær fyrstu myndirnar sem ég sá í þessari suðurferð, hafa þennan sama útgangspunkt sem lýst er hér fyrir ofan. Þar líkur þó samanburðinum því úrvinnslan er gjörólík. En báðar galdra magnaðan seið.

Fyrst að nýjustu mynd Tim Burton, Big Fish. Burton var einu sinni með forvitnilegri kvikmyndagerðarmönnum, en eftir Sleepy Hollow (skelfilega ofmetin, það var eins og þeir annars góðu leikarar Johnny Depp og Christina Ricci hefðu gleypt svefnpillur) og Apaplánetuna var maður farin að efast. Og jafnvel í hans bestu myndum var það sjaldnast handritið sem heillaði – þangað til núna. Sagan minnir á margan hátt á sögu Ivo Andric um Brúna yfir Drínu, báðir höfundarnir eru að reyna að finna hvað er á bak við öll ævintýrin og tröllasögurnar. Niðurstaðan máski ekki sú sama en skilur þó eftir sömu spurningar hjá áhorfendum.

Denys Arcand er á öllu lágstemmdari og pólitískari nótum í Innrás villimannana. Þó gleymist pólitíkin, sem þó er mjög forvitnileg, fljótlega einfaldlega vegna þess hvað persónurnar eru magnaðar. Það eru óteljandi bíómyndir í þessari mynd, örstuttar frásagnar jafnvel lítilsgildustu persóna galdra fram heila bíómynd í hausnum á manni – samt er sagan á yfirborðinu jafn jarðbundin og Big Fish er uppi í skýjunum. En Arcand hefur ekki ósvipaðan frásagnarstíl og Lukas Moodyson sem býr til veröld þar sem hver einasta smápersóna fær sitt vægi. Báðum hefur á óskiljanlegan hátt verið líkt við Woody Allen en ég kýs að bera þá tvo saman, Allen er ekki samanburðarins verður. Að auki er rétt að geta þess að myndin hefur held ég örugglega að geyma fyrsta leiksigur sem unnin er í tölvupósti – eitthvað sem þarf að sjá til að skilja.

Báðar eiga það líka sameiginlegt að vera fyrst og fremst um lífið þrátt fyrir návist dauðans, yrðu seint settar í bás með tragedíum, en ég finn samt að mynd Arcand á eftir að sitja meira í mér, það er eitthvað við fjölskyldudýnamíkina sem er svo kunnuglegt.

föstudagur, apríl 02, 2004

Föstudagslagið

Er að fara til Reykjavíkur eftir hálftíma, Akureyrar eftir nokkra daga, enda er ég kominn í PÁSKAFRÍ! Verður líklega rólegt hérna á næstunni sökum skorts á netsambandi - en eitt klassískt stuðlag í lokin, frá þeim tíma þegar Winona Ryder var ennþá sæt og var upptekin við það að leika frekar en stela fötum ...

My Sharona - The Knack

Ooh my little pretty one, pretty one.
When you gonna give me some time, Sharona?
Ooh you make my motor run, my motor run.
Gun it comin' off the line Sharona

Never gonna stop, give it up.
Such a dirty mind. Always get it up for the touch
of the younger kind. My my my i yi woo. M M M My Sharona...

Come a little closer huh, ah will ya huh.
Close enough to look in my eyes, Sharona.
Keeping it a mystery gets to me
Running down the length of my thighs, Sharona

Never gonna stop, give it up. Such a dirty mind.
Always get it up for the touch
of the younger kind. My my my i yi woo. M M M My Sharona...

When you gonna give it to me, give it to me.
It is just a matter of time Sharona
Is it just destiny, destiny?
Or is it just a game in my mind, Sharona?
Never gonna stop, give it up.
Such a dirty mind. Always get it up for the touch
of the younger kind. My my my i yi woo. M M M My Sharona...