fimmtudagur, september 26, 2002
Meira að segja myrkrið er öðruvísi. Prag er alltaf göldrótt og það verður erfitt að slíta sig í burtu. En það eru margar skemmtilegar bækur hérna hjá Leos gestgjafa mínum. Mesta athygli vekur óneitanlega merk bók Zdenek Samal, Ruske Mafie
Flugferðin var alveg eðalför enda sat ég við hliðina á tveim kórdrengjum og við vorum ad semja tvíblaða hringsögur. Ein var um flughermi sem var kannski og kannski ekki raunverulegur, önnur var splatter med Ofur-Múla og fleiri góðum og sú síðasta giska löng fréttaskýring þar sem Hannibal Lecter át meðal annars Þráinn Bertelsson. Vonandi setja þeir þetta á netið eins og þeir voru að íhuga, þá verður þetta allt hér.
Hetjur dagsins eru hiklaust strætóbílstjórinn á tvistinum og konan í flugafgreiðslunni sem sleppti mér þó ég væri með pínupons yfirvikt. Jamm, og ég er kominn til Prag
Fögur er hlíðin ...
Nei, þetta virkar ekki, ég er farinn! Bless Ísland, it was fun while it lasted. Ekki það að ég hundskist ekki hingað aftur eftir ekkert alltof langan tíma. En núna Zlín í Ceska, klakinn síðar.
Nei, þetta virkar ekki, ég er farinn! Bless Ísland, it was fun while it lasted. Ekki það að ég hundskist ekki hingað aftur eftir ekkert alltof langan tíma. En núna Zlín í Ceska, klakinn síðar.
mánudagur, september 23, 2002
sunnudagur, september 22, 2002
Er alveg að eipa hérna. Ef Zebrahesturinn fer ekki að koma með pönnukökurnar bráðum þá fer ég í verkfall.
laugardagur, september 21, 2002
Fyndnasti maður Íslands?
Úlfar Linnet er sorglegur. Sömuleiðis félagar hans Hemmi Feiti og Jón Mýrdal (sem var þó illskástur og gæti verið þolanlegur í betri félagsskap). Höfuðsyndin vissulega sú að þeir kunna ekki einu sinni hengingaleik, hvað þá stafrófið. Þessi svokölluðu "skemmti"atriði voru sem betur fer eini mínusinn á annars ágætu kvöldi, sérstaklega gladdi það gamalt hjarta að vera spurður um skilríki á Celtic Cross eftir að Stúdentakjallarinn var yfirgefinn. Væntanlega síðasta djamm mitt á klakanum þetta árið, sjáum til hvort einhver sakni mín.
Úlfar Linnet er sorglegur. Sömuleiðis félagar hans Hemmi Feiti og Jón Mýrdal (sem var þó illskástur og gæti verið þolanlegur í betri félagsskap). Höfuðsyndin vissulega sú að þeir kunna ekki einu sinni hengingaleik, hvað þá stafrófið. Þessi svokölluðu "skemmti"atriði voru sem betur fer eini mínusinn á annars ágætu kvöldi, sérstaklega gladdi það gamalt hjarta að vera spurður um skilríki á Celtic Cross eftir að Stúdentakjallarinn var yfirgefinn. Væntanlega síðasta djamm mitt á klakanum þetta árið, sjáum til hvort einhver sakni mín.
Já, það er kominn hasar í meistarabaráttuna þegar borgarfulltrúar eru að lýsa yfir stuðningi sínum við lið á miðopnu Moggans. Eins og Dagur vona ég að Fylkir taki þetta, aðallega af því mér finnst þeir eiga það inni - þeir hafa í raun verið besta fótboltalið á Íslandi síðustu 3 árin þó vissulega hafi sigurinn í undanúrslitunum verið skandall. Svo væri ágætt ef Keflvíkingar féllu með Þórsurum svo Ágústa Framari haldi gleði sinni. Annars er ég bara að fara að glápa, eitthvað gáfulegt kemur hér vonandi seinna í dag
fimmtudagur, september 19, 2002
Tryggvi virðist vera að velta Höddu nokkurri fyrir sér en þess má geta að með nokkrum milliliðum er Hadda arftaki Tryggva sem skemmtanastjóri MA. Þegar ég var ungur menntskælingur var það Tryggvi sem byrjaði á að skemmta mér og Hadda lauk því, gott að þurfa ekki að hafa áhyggjur af svona hlutum sjálfur! En vissulega er bara einn Inspector Clouseau.
Rauntíminn er framandgerður á meðan afturábaktíminn er raungerður
Jamm, eins og sjá má á fyrirsögninni er ég að komast loksins á skrið aftur í ritgerðinni - ekki örvænta samt, restin af ritgerðinni er mun skiljanlegri. Þessi setning er vissulega auðskiljanleg í samhengi en þar sem fullt samhengi hlutana kemur aldrei í ljós fyrr en hlutirnir eru fullkláraðir, ef þá, þá er samhengisleysið viðeigandi í augnablikinu. Og þar sem það er alltaf eitthvað eftir að gera þá öðlast lífið náttúrulega ekki neitt almennilegt samhengi fyrr en við drepumst og ég er farinn að sjá að það er verulega vond hugmynd að blogga í miðjum ritgerðaskrifum þannig að ég hugsa að ég láti gott heita og vona að líf ykkar verði samhengislaust sem lengst, allavega ef að kenningin hér að ofan stenst nánari skoðun sem ekki mun fara fram að minni hálfu að sinni sökum nánar skoðunar á öðrum hlutum. Þó ber að geta þess að það er gleði í kvöld enda mun verða reynt að Tyrfa eftirmann minn sem Torfstjóra. Það verður vissulega tyrfið verkefni og útheimir vafalaust nokkra mjólkurlítra.
Jamm, eins og sjá má á fyrirsögninni er ég að komast loksins á skrið aftur í ritgerðinni - ekki örvænta samt, restin af ritgerðinni er mun skiljanlegri. Þessi setning er vissulega auðskiljanleg í samhengi en þar sem fullt samhengi hlutana kemur aldrei í ljós fyrr en hlutirnir eru fullkláraðir, ef þá, þá er samhengisleysið viðeigandi í augnablikinu. Og þar sem það er alltaf eitthvað eftir að gera þá öðlast lífið náttúrulega ekki neitt almennilegt samhengi fyrr en við drepumst og ég er farinn að sjá að það er verulega vond hugmynd að blogga í miðjum ritgerðaskrifum þannig að ég hugsa að ég láti gott heita og vona að líf ykkar verði samhengislaust sem lengst, allavega ef að kenningin hér að ofan stenst nánari skoðun sem ekki mun fara fram að minni hálfu að sinni sökum nánar skoðunar á öðrum hlutum. Þó ber að geta þess að það er gleði í kvöld enda mun verða reynt að Tyrfa eftirmann minn sem Torfstjóra. Það verður vissulega tyrfið verkefni og útheimir vafalaust nokkra mjólkurlítra.
miðvikudagur, september 18, 2002
Ekki nóg með að Arsenal ynni góðan sigur í gær heldur vann lókalinn minn frá í Prag, Viktoria Žizkov, Rangers 2-0 í uefa-bikarnum. Ég veit þetta gleður ykkur, sérstaklega bjórdrykkjumenn enda Žizkov mekka pöbbana, sérstaklega núna þegar gamli bærinn er kominn á kaf.
Kominn á götuna
en fæ að vera inná góðu fólki á meðan
Ekkert bloggað síðastliðna tvo daga vegna flutninga. Það var vissulega dramatískt með afbrigðum. En núna er víst á stefnuskrá að gera eitthvað uppbyggilegt. Ef ég hef ekki sjálfsaga í það bætist eitthvað meira við hérna fyrir ofan fljótlega.
en fæ að vera inná góðu fólki á meðan
Ekkert bloggað síðastliðna tvo daga vegna flutninga. Það var vissulega dramatískt með afbrigðum. En núna er víst á stefnuskrá að gera eitthvað uppbyggilegt. Ef ég hef ekki sjálfsaga í það bætist eitthvað meira við hérna fyrir ofan fljótlega.
mánudagur, september 16, 2002
Jalla! Jalla!
Skemmtilega kæruleysislegt sænsk gamandrama. Sambærilegri breskri mynd, East is East, skaut iðulega upp í kollinum á mér þegar ég var að horfa því Jalla Jalla gerir vissa hluti rétt sem sú annars ágæta en ofmetna mynd klúðrar illilega. Í báðum myndum hefst plottið á því að skikka á ungan mann / menn af innflytjendafjölskyldu í brúðkaup með stúlkum af sama kynþætti. En í East is East eru brúðirnar verðandi einhverjar skelfilegustu herfur kvikmyndasögurnar og við það fer allur broddur bæði úr ádeilunni sem og húmornum. Brúðurinn verðandi í Jalla! Jalla! er alveg jafn sæt og kærastan, sætari ef eitthvað er - en þau eru einfaldlega ekki skotinn hvort í öðru þó þeim komi ágætlega saman. Með því að gera þetta litla en mikilvæga atriði raunsærra þá kemst myndin upp með að vera miklu meira far out en East is East er nokkurn tímann, þeir misstu trúverðugleikan með að fara út í dellu á vitlausum stað.
+
Ef það væri eitthvað réttlæti í heiminum yrði bumbupabbinn Jan Fares (pabbi aðalleikarans sem og leikstjórans) næsti Schwarzeneggerinn í harðhausabransanum. Það er væntanlega engin maður með mönnum í Svíaríki þessi misserin nema hann sé með smábumbu - þó ekki væri nema í sjálfsvörn.
Skemmtilega kæruleysislegt sænsk gamandrama. Sambærilegri breskri mynd, East is East, skaut iðulega upp í kollinum á mér þegar ég var að horfa því Jalla Jalla gerir vissa hluti rétt sem sú annars ágæta en ofmetna mynd klúðrar illilega. Í báðum myndum hefst plottið á því að skikka á ungan mann / menn af innflytjendafjölskyldu í brúðkaup með stúlkum af sama kynþætti. En í East is East eru brúðirnar verðandi einhverjar skelfilegustu herfur kvikmyndasögurnar og við það fer allur broddur bæði úr ádeilunni sem og húmornum. Brúðurinn verðandi í Jalla! Jalla! er alveg jafn sæt og kærastan, sætari ef eitthvað er - en þau eru einfaldlega ekki skotinn hvort í öðru þó þeim komi ágætlega saman. Með því að gera þetta litla en mikilvæga atriði raunsærra þá kemst myndin upp með að vera miklu meira far out en East is East er nokkurn tímann, þeir misstu trúverðugleikan með að fara út í dellu á vitlausum stað.
+
Ef það væri eitthvað réttlæti í heiminum yrði bumbupabbinn Jan Fares (pabbi aðalleikarans sem og leikstjórans) næsti Schwarzeneggerinn í harðhausabransanum. Það er væntanlega engin maður með mönnum í Svíaríki þessi misserin nema hann sé með smábumbu - þó ekki væri nema í sjálfsvörn.
sunnudagur, september 15, 2002
Valentina gifti sig í dag - ef hún hefði beðið með það í a.m.k. þrjár vikur væri ég þá í Udinese að skála í kampavíni og smakka nýjustu uppskeruna af Nastro Azzuro á milli þess sem ég spjallaði við Guiseppe og Salvatore um varnartaktík, tæki vals með Fabiönu og daðraði við Donnu Rosa. Þess í stað verð ég væntanleg út í sveit.
Six Degrees of Seperation
eða að þekkja fræga poppara
Var að horfa á popppunkt, merkilegt hvað það er hægt að gera gott sjónvarpsefni með því að stela hugmyndum úr vondu sjónvarpsefni. Ekkert brill ennþá en þetta á eftir að smella hjá Doktornum og Felix. Og spurningarnar temmilega erfiðar sem er lykilatriði. Svo er auðvitað nauðsynlegt að taka nú einu sinni svona "frægt fólk sem ég þekki" senu að hætti Gneistans þar sem svo Skemmtilega vill til að stjörnurnar í báðum sveitunum eru vanar að heilsa mér. Jónsa þekki ég náttúrulega ágætlega og við Jakob Frímann erum orðnir merkilega nánir eftir að ég hjálpaði honum við að finna bækur tvisvar. En þetta verður væntanlega minn persónulegi hápunktur hvað þennan þátt varðar, ég afgreiddi Stebba Hilmarz nokkrum sinnum í Vínbúðinni hér um árið (í fyrsta skiptið var samstarfskonu minni svo mikið um að hún heimtaði að fá að að snerta debetkvittunina - ég veit ekki hvort hún ljósritaði hana) og Jónsa í Sigurrós einu sinni í Bóksölunni, Móu líka nokkrum sinnum ef hún skyldi vera í einhverri hljómsveit núna. Spjallaði þar að auki við Helga Björns í eftirpartíi einhverntímann. Og ef að Naglbítarnir mæta í þáttinn þá er ég náttúrulega í góðum málum - og ef þetta væru rithöfundar ennþá betri málum.
Helsta ástæðan fyrir að ég er svona pathetic núna er auðvitað sú að ég er að pakka - það er merkilegt hvað það er mikil undirbúningsvinna fólgin í því að vera umþaðbil að fara á götuna - jafnvel þó það sé einungis í níu daga. Ég hugsa að ég hafi hreinlega ekki þann aga og skipulagshæfileika sem til þarf til að gerast umrenningur til frambúðar.
eða að þekkja fræga poppara
Var að horfa á popppunkt, merkilegt hvað það er hægt að gera gott sjónvarpsefni með því að stela hugmyndum úr vondu sjónvarpsefni. Ekkert brill ennþá en þetta á eftir að smella hjá Doktornum og Felix. Og spurningarnar temmilega erfiðar sem er lykilatriði. Svo er auðvitað nauðsynlegt að taka nú einu sinni svona "frægt fólk sem ég þekki" senu að hætti Gneistans þar sem svo Skemmtilega vill til að stjörnurnar í báðum sveitunum eru vanar að heilsa mér. Jónsa þekki ég náttúrulega ágætlega og við Jakob Frímann erum orðnir merkilega nánir eftir að ég hjálpaði honum við að finna bækur tvisvar. En þetta verður væntanlega minn persónulegi hápunktur hvað þennan þátt varðar, ég afgreiddi Stebba Hilmarz nokkrum sinnum í Vínbúðinni hér um árið (í fyrsta skiptið var samstarfskonu minni svo mikið um að hún heimtaði að fá að að snerta debetkvittunina - ég veit ekki hvort hún ljósritaði hana) og Jónsa í Sigurrós einu sinni í Bóksölunni, Móu líka nokkrum sinnum ef hún skyldi vera í einhverri hljómsveit núna. Spjallaði þar að auki við Helga Björns í eftirpartíi einhverntímann. Og ef að Naglbítarnir mæta í þáttinn þá er ég náttúrulega í góðum málum - og ef þetta væru rithöfundar ennþá betri málum.
Helsta ástæðan fyrir að ég er svona pathetic núna er auðvitað sú að ég er að pakka - það er merkilegt hvað það er mikil undirbúningsvinna fólgin í því að vera umþaðbil að fara á götuna - jafnvel þó það sé einungis í níu daga. Ég hugsa að ég hafi hreinlega ekki þann aga og skipulagshæfileika sem til þarf til að gerast umrenningur til frambúðar.
laugardagur, september 14, 2002
Innantómt sjónvarpsgláp þegar ég ætti að vera að pakka
Litla Osbourne stelpan er að syngja "Papa Don't Preach" á popptíví. Sér virkilega einhver Ozzy Osbourne fyrir sér messa yfir einum né neinum?
-----
Leno virðist loksins vera búinn að ná upp smá húmor aftur eftir þjóðrembuna sem hann sem og aðrir fylltist eftir árásirnar fyrir rétt rúmu ári. Fékk Bush í viðtal í dag og spurði hann hversvegna hann vildi ráðast á Írak. "Because I like how it sounds. It sounds so catchy. Attack Iraq. Bomb Saddam." Venjulega eru að vísu bara aumar eftirhermur í stað forsetana í þessum spjallþáttum en með Bush var ég alls ekki alveg viss. En svo tók ég eftir að enskan hjá honum var óeðlilega góð.
Litla Osbourne stelpan er að syngja "Papa Don't Preach" á popptíví. Sér virkilega einhver Ozzy Osbourne fyrir sér messa yfir einum né neinum?
-----
Leno virðist loksins vera búinn að ná upp smá húmor aftur eftir þjóðrembuna sem hann sem og aðrir fylltist eftir árásirnar fyrir rétt rúmu ári. Fékk Bush í viðtal í dag og spurði hann hversvegna hann vildi ráðast á Írak. "Because I like how it sounds. It sounds so catchy. Attack Iraq. Bomb Saddam." Venjulega eru að vísu bara aumar eftirhermur í stað forsetana í þessum spjallþáttum en með Bush var ég alls ekki alveg viss. En svo tók ég eftir að enskan hjá honum var óeðlilega góð.
Manchester United töpuðu fyrir liði hvers fyrirliða og besta mann þeir versluðu í sumar fyrir 30 milljónir punda. Niðurlagið í forsíðufrétt soccernet er "Man Utd's Premiership challenge is already in tatters." Ég grét ekkert mikið.
föstudagur, september 13, 2002
Endir
Ég hef hér með lokið störfum hjá Bóksölu stúdenta og er, svo vitnað sé í systur mína, atvinnulaus aumingi. Hún var vitanlega fyrst til að óska mér til hamingju með það. Síðasta manneskjan sem ég afgreiddi var eðli málsins samkvæmt skorarformaður bókmenntafræðinnar, eitthvað skrítið karma þar í gangi. Þar með er loks ljóst hvernig lokaatriði áttunda bindis æviminninganna, "Tyrft er yfir Bóksölu", verður. "Þvínæst kom Álfrún skorarformaður og keypti bók og ritföng. Ég afgreiddi hana og sagði takk fyrir á eftir. Endir." Well, it needs a little work I admit ... Annars er ekki spurning að Sigurbjörg vinnur verðlaun sem elskulegasti kúnni dagsins, sniðugur ég að byrja á þeim verðlaunum í dag. En, Harpa, Nanna, Kristín, Guðný, Krista, María, Ása, Steini, Reinharð, Eiki, Eysteinn, Siggi og Dagga + Kollý og Védís, ég elska ykkur auðvitað öll (ég varaði við að ég yrði mushy þarna í endann!)
Ég hef hér með lokið störfum hjá Bóksölu stúdenta og er, svo vitnað sé í systur mína, atvinnulaus aumingi. Hún var vitanlega fyrst til að óska mér til hamingju með það. Síðasta manneskjan sem ég afgreiddi var eðli málsins samkvæmt skorarformaður bókmenntafræðinnar, eitthvað skrítið karma þar í gangi. Þar með er loks ljóst hvernig lokaatriði áttunda bindis æviminninganna, "Tyrft er yfir Bóksölu", verður. "Þvínæst kom Álfrún skorarformaður og keypti bók og ritföng. Ég afgreiddi hana og sagði takk fyrir á eftir. Endir." Well, it needs a little work I admit ... Annars er ekki spurning að Sigurbjörg vinnur verðlaun sem elskulegasti kúnni dagsins, sniðugur ég að byrja á þeim verðlaunum í dag. En, Harpa, Nanna, Kristín, Guðný, Krista, María, Ása, Steini, Reinharð, Eiki, Eysteinn, Siggi og Dagga + Kollý og Védís, ég elska ykkur auðvitað öll (ég varaði við að ég yrði mushy þarna í endann!)
Bóksala stúdenta, au revoir!
Einn dagur í viðbót, níu tímar, 540 mínútur. Og þá er nær fimmtán mánaða vinnu lokið. Hvernig byrjaði þetta svo allt saman? Aðrir hlutir sem ég var að skoða gengu ekki upp, þetta var stutt að labba - og þetta var bókabúð. Bækur - The stuff dreams is made off. En því miður hefur sömuleiðis allri skriffinsku veraldarinnar og sjálfshjálparviðskiptafræðiburðarþolsmælingum heimsins verið komið fyrir í bókum og sá pakki er töluvert þyngri en andagiftin. Sérstaklega hjá æðstu menntastofnunum landsins.
8 tímar á dag þar sem lífið er annars staðar, þegar heim er komið þá er maður oft of þreyttur fyrir lífið. Sérstaklega því ég var með meterslangan lista af hlutum sem áttu að vera undirbúningur fyrir líf. Maður sér það stundum einhversstaðar í hillingum handan fjallstinda ógerðra hluta. Ég gæti sjálfsagt stytt mér leið en það er ekki minn stíll. Öllu heldur; ég kann það ekki. Sumt verður sjálfsagt strikað af listanum en eingöngu þó það sem er skrifað með blýanti því ég er þrjóskur andskoti og þegar allt kemur til alls er penninn allt sem ég á. Ef hann lýgur að mér þá lýg ég að sjálfum mér. Skilji hver sem vill.
Hverju er ég annars að ljúga að ykkur núna? Já, ég var að tala um bókabúð hér á hjara veraldar. Á þrem hæðum, fæstir sjá nema eina-tvær og sumir virðast hafa komist alla leið í Háskóla án þess að læra stafrófið. Þessu fólki tekur maður langmest eftir eðlilega, meirihlutinn er hið ágætasta fólk sem er aðallega á leiðinni eitthvað annað en kemur við til að ná sér í bækur sem er áfangi að þeirra ógerðu hlutum. Einstaka tekst að gleyma öllum ógerðu hlutunum og finna eitthvað splunkunýtt. Svo við vinnuþrælarnir sem erum sjálfsagt stundum ósköp sæt og brosandi en líka alltof oft ofstressuð út af ... jú, væntanlega út af þeim sem halda að lífið sé hér og gera sér ekki grein fyrir að ef heimurinn ferst þá gerir hann það annars staðar. Heimsendir er aldrei í vinnunni nema vinnan sé orðin lífið. Ef svo er þá ertu annað hvort heppin eða sorglegur. Eða kannski bara þreyttur? Já, ég er ekki einn um að eiga minn síðasta dag á morgun. Það verður vonandi kaka eins og lög gera ráð fyrir og svo verður maður ósköp mushy síðasta hálftímann og vill barasta alls ekkert hætta. Svo labbar maður út frjáls maður og saknar skyldnanna.
En ég þarf að komast í burtu, langt í burtu og vekja sálina í mér aftur, ég er búinn að svelta hana aðeins of lengi því aðrir hlutir voru settir í forgang. Sálin er líka frekar ópraktískt fyrirbæri og hún fær ekki borgað fyrir að mæta í vinnu frá níu til sex. Þangað til einn góðan veðurdag ...
Auðvitað erum við öll að leita að þessari vinnu, þessari tilveru sem rímar við sálina í okkur og auðvitað er þetta bölvað væl í mér mestanpartin. Ég hef það ekkert slæmt þannig séð. Samt er hálfskrítið að þrátt fyrir að hafa það alveg þokkalegt (fyrir utan að vera bíllaus í dag, atvinnulaus á morgun og heimilislaus eftir helgi) í einu mesta velferðarríki heimsins þá þurfi maður að væla svona og hafi alveg efni á því. Af hverju nákvæmlega? Ef einhver kemur með einhverjar vinstri/hægri/kapítalisma/kommúnisma/krata-tillögur verður viðkomandi vissulega barinn enda eru stjórnmálakenningar eingöngu til þess fallnar að dreifa athygli fólks frá því sem skiptir máli. Þetta snýst ekki um hver fær hvað og hvað ekki, þetta snýst um það að við áttum okkur á því hvað er einhvers virði. Og gleymum því ekki svona fjandi oft.
Einn dagur í viðbót, níu tímar, 540 mínútur. Og þá er nær fimmtán mánaða vinnu lokið. Hvernig byrjaði þetta svo allt saman? Aðrir hlutir sem ég var að skoða gengu ekki upp, þetta var stutt að labba - og þetta var bókabúð. Bækur - The stuff dreams is made off. En því miður hefur sömuleiðis allri skriffinsku veraldarinnar og sjálfshjálparviðskiptafræðiburðarþolsmælingum heimsins verið komið fyrir í bókum og sá pakki er töluvert þyngri en andagiftin. Sérstaklega hjá æðstu menntastofnunum landsins.
8 tímar á dag þar sem lífið er annars staðar, þegar heim er komið þá er maður oft of þreyttur fyrir lífið. Sérstaklega því ég var með meterslangan lista af hlutum sem áttu að vera undirbúningur fyrir líf. Maður sér það stundum einhversstaðar í hillingum handan fjallstinda ógerðra hluta. Ég gæti sjálfsagt stytt mér leið en það er ekki minn stíll. Öllu heldur; ég kann það ekki. Sumt verður sjálfsagt strikað af listanum en eingöngu þó það sem er skrifað með blýanti því ég er þrjóskur andskoti og þegar allt kemur til alls er penninn allt sem ég á. Ef hann lýgur að mér þá lýg ég að sjálfum mér. Skilji hver sem vill.
Hverju er ég annars að ljúga að ykkur núna? Já, ég var að tala um bókabúð hér á hjara veraldar. Á þrem hæðum, fæstir sjá nema eina-tvær og sumir virðast hafa komist alla leið í Háskóla án þess að læra stafrófið. Þessu fólki tekur maður langmest eftir eðlilega, meirihlutinn er hið ágætasta fólk sem er aðallega á leiðinni eitthvað annað en kemur við til að ná sér í bækur sem er áfangi að þeirra ógerðu hlutum. Einstaka tekst að gleyma öllum ógerðu hlutunum og finna eitthvað splunkunýtt. Svo við vinnuþrælarnir sem erum sjálfsagt stundum ósköp sæt og brosandi en líka alltof oft ofstressuð út af ... jú, væntanlega út af þeim sem halda að lífið sé hér og gera sér ekki grein fyrir að ef heimurinn ferst þá gerir hann það annars staðar. Heimsendir er aldrei í vinnunni nema vinnan sé orðin lífið. Ef svo er þá ertu annað hvort heppin eða sorglegur. Eða kannski bara þreyttur? Já, ég er ekki einn um að eiga minn síðasta dag á morgun. Það verður vonandi kaka eins og lög gera ráð fyrir og svo verður maður ósköp mushy síðasta hálftímann og vill barasta alls ekkert hætta. Svo labbar maður út frjáls maður og saknar skyldnanna.
En ég þarf að komast í burtu, langt í burtu og vekja sálina í mér aftur, ég er búinn að svelta hana aðeins of lengi því aðrir hlutir voru settir í forgang. Sálin er líka frekar ópraktískt fyrirbæri og hún fær ekki borgað fyrir að mæta í vinnu frá níu til sex. Þangað til einn góðan veðurdag ...
Auðvitað erum við öll að leita að þessari vinnu, þessari tilveru sem rímar við sálina í okkur og auðvitað er þetta bölvað væl í mér mestanpartin. Ég hef það ekkert slæmt þannig séð. Samt er hálfskrítið að þrátt fyrir að hafa það alveg þokkalegt (fyrir utan að vera bíllaus í dag, atvinnulaus á morgun og heimilislaus eftir helgi) í einu mesta velferðarríki heimsins þá þurfi maður að væla svona og hafi alveg efni á því. Af hverju nákvæmlega? Ef einhver kemur með einhverjar vinstri/hægri/kapítalisma/kommúnisma/krata-tillögur verður viðkomandi vissulega barinn enda eru stjórnmálakenningar eingöngu til þess fallnar að dreifa athygli fólks frá því sem skiptir máli. Þetta snýst ekki um hver fær hvað og hvað ekki, þetta snýst um það að við áttum okkur á því hvað er einhvers virði. Og gleymum því ekki svona fjandi oft.
Smá verið að vinna í heimasíðunni minni á meðan ég get, veit ekki hversu gott verður að bæta við hana í ótæknivæddari ríkjum Evrópu, væntanlega án netsambands. Ég er náttúrulega búinn að vera óttalega duglegur, meira að segja búinn að setja upp teljara og allt ;) - og var ég búinn að segja ykkur að ég var að elda og tala í síma á sama tíma? Endilega kíkið í heimsókn fyrst þið eruð á annað borð kominn í forstofuna - og munið að klappa músinni áður en þið farið.
Einstaklega hæfileikaríkur og fjölhæfur ungur maður
Fyrr í kvöld talaði ég við báða foreldra mína í síma á meðan ég eldaði pylsupasta. Án þess þó að nota hálsinn til að halda símanum enda viðkvæmur fyrir hálsríg eftir að hafa verið hálshöggvin, hengdur og kyrktur í fyrra lífi. Það er að minnsta kosti eina almennilega skýringin fyrir því að ég kippi mér lítið upp við í bíó að sjá blóðslettur um alla veggi en fer í algjört panik ef ég sé nærmynd af æðaberum hálsi á t.d. gömlu horuðu fólki - auk þess sem mér verður oftast illt í hálsinum ef ég er eitthvað niðurdregin. Hmm, byrjaði þessi færsla ekki á eldamennsku?
Fyrr í kvöld talaði ég við báða foreldra mína í síma á meðan ég eldaði pylsupasta. Án þess þó að nota hálsinn til að halda símanum enda viðkvæmur fyrir hálsríg eftir að hafa verið hálshöggvin, hengdur og kyrktur í fyrra lífi. Það er að minnsta kosti eina almennilega skýringin fyrir því að ég kippi mér lítið upp við í bíó að sjá blóðslettur um alla veggi en fer í algjört panik ef ég sé nærmynd af æðaberum hálsi á t.d. gömlu horuðu fólki - auk þess sem mér verður oftast illt í hálsinum ef ég er eitthvað niðurdregin. Hmm, byrjaði þessi færsla ekki á eldamennsku?
fimmtudagur, september 12, 2002
Síðasta færsla, um 11. september, dó af óþekktum ástæðum. Stóri bróðir líkast til kominn að Íslandsströndum.
KA - Fylkir
Það var bara eitt lið á vellinum mestallan leikinn í Laugardalnum í kvöld. Vissulega vann það lið ekki. Þannig að við fáum Fram-Fylki í úrslitum, sem þýðir að Framarar verða í þeirri sérstæðu stöðu á sunnudaginn að geta fallið og tryggt sér Evrópusæti um leið. En ég tók gleði mína vissulega aftur þegar heim kom og sá að Man U tapaði heima fyrir Bolton - aftur. Þannig að Arsenal er á toppnum nú þegar - og athugum að þeir byrja oftast rólega. Það er semsagt réttlæti í heiminum þó ekki sé það komið hingað á Íslandsstrendur enn
Það var bara eitt lið á vellinum mestallan leikinn í Laugardalnum í kvöld. Vissulega vann það lið ekki. Þannig að við fáum Fram-Fylki í úrslitum, sem þýðir að Framarar verða í þeirri sérstæðu stöðu á sunnudaginn að geta fallið og tryggt sér Evrópusæti um leið. En ég tók gleði mína vissulega aftur þegar heim kom og sá að Man U tapaði heima fyrir Bolton - aftur. Þannig að Arsenal er á toppnum nú þegar - og athugum að þeir byrja oftast rólega. Það er semsagt réttlæti í heiminum þó ekki sé það komið hingað á Íslandsstrendur enn
miðvikudagur, september 11, 2002
Í framhaldi af þessu ...
Var Hitler mennskur?
spyr nýjasta mynd meistara Cusack, Max. Fín grein um hana á rakarastofunni, merkilegt að það megi ekki sýna Hitler mennskan á sama tíma og engin segir neitt þegar raðmorðinginn Hannibal Lecter er gerður af sjarmerandi séntilmenni. En við lærum lítið um illskuna á að sjá skrímsli, við lærum á að sjá hvað skapar þessi skrímsli. Kannski eru það bara litlu daglegu háðsglósurnar sem við missum öll einstöku sinnum út úr okkur. Öruggara að gerast ekki myndlistargagnrýnandi neitt á næstunni ...
Var Hitler mennskur?
spyr nýjasta mynd meistara Cusack, Max. Fín grein um hana á rakarastofunni, merkilegt að það megi ekki sýna Hitler mennskan á sama tíma og engin segir neitt þegar raðmorðinginn Hannibal Lecter er gerður af sjarmerandi séntilmenni. En við lærum lítið um illskuna á að sjá skrímsli, við lærum á að sjá hvað skapar þessi skrímsli. Kannski eru það bara litlu daglegu háðsglósurnar sem við missum öll einstöku sinnum út úr okkur. Öruggara að gerast ekki myndlistargagnrýnandi neitt á næstunni ...
Síðan mín fékk létt áfall við að fá Kobba kviðristu í heimsókn, vona að hún lagist fljótlega
(seinna eftir smá baráttu við óskiljanlegt tungumál tölvunjarða)
Djöfuls snillingur er ég, ef þið takið þetta próf af innri illmennsku ykkar ekki kópera fyrstu línuna - table border eitthvað
(seinna eftir smá baráttu við óskiljanlegt tungumál tölvunjarða)
Djöfuls snillingur er ég, ef þið takið þetta próf af innri illmennsku ykkar ekki kópera fyrstu línuna - table border eitthvað
Auðvitað slapp ég, múhahahaha
If i was a serial killer i would be Jack the Ripper.
Jack the Ripper,
by far the most notorious killer of all time. What would drive a man to kill 5 prostitutes, surgically mutilate the bodies, then stop, to never be heard from again? Most of the murders were pretty much the same, the victim had her throat cut and her abdomen exposed, the intestines were placed over her right shoulder and sometimes a kidney or even the heart had been removed.
Jack the Ripper's murders are still unsolved.
Kill count: 5
If i was a serial killer i would be Jack the Ripper.
Jack the Ripper,
by far the most notorious killer of all time. What would drive a man to kill 5 prostitutes, surgically mutilate the bodies, then stop, to never be heard from again? Most of the murders were pretty much the same, the victim had her throat cut and her abdomen exposed, the intestines were placed over her right shoulder and sometimes a kidney or even the heart had been removed.
Jack the Ripper's murders are still unsolved.
Kill count: 5
þriðjudagur, september 10, 2002
Ef þú ert að leita að Bóksölu stúdenta þá er hún ekki hérna. Gjörðu samt svo vel að hvíla þig hér á meðan þú bíður eftir að rigningunni sloti.
Hvað er verið að tala illa hér um alla bolina sem ég hef keypt í vinnunni í þvottavélahallæri? Aþena er vissulega glæsileg kona og lætur lítið á sjá með aldrinum. Spurning samt hvort kvenfólkið vilji frekar frá Seif eða Herkúles á sína boli? En vissulega eru til bolir og flíspeysur (sem vissulega eru hallærislegar líkt og sá fatnaður almennt), stundum bollar og einstöku sinnum lyklakippur. Þá er ástæða til að leiðrétta að allir haldi að Steinunn Þóra sé upplýsingafulltrúi Háskólans - þeir allra vitlausustu halda að ég sé upplýsingafulltrúi stofnunarinnar.
Heyrði í dag að stúlka nokkur væri á leiðinni að gera lokaritgerð um trúfélaga Gneistans, Helga Hóseasson. Ætli Óli viti hvað RÍÓ standi fyrir?
mánudagur, september 09, 2002
Auðvitað tókst mér að muna eftir Bóksölupartíinu hjá Kollý á sunnudeginum, svona er að lesa vinnupóstinn sinn á hlaupum. Hver sá viðskiptavinur sem truflaði mig með óskynsamlegum spurningum um verustað einhverra bóka á miðvikudaginn skulda mér hér með partí. Æji, fjandinn hafi það, skulda þeir mér ekki allir partí? Þannig að ef þú ert nemi í HÍ og neyðist þar af leiðandi til að versla einstöku sinnum hérna þá máttu eiga von á því að ég geri mig heimakominn hjá þér eitthvert kvöldið næst þegar mér leiðist. Annars heyrðist mér að ekkert hefði verið um skandala sem er vissulega óvenjulegt þegar ég mæti ekki - venjulega enda öll partí sem ég missi af með ósköpum. Þýðir þetta að röðin sé komin að mér að skandalisera? Best að stinga bara af til útlanda og skandalisera þar, það er vissulega öruggara, engir ljósmyndarar frá Séð og heyrt eða Fókus og svona ...
Shakespeare & co.
Var að svara Óla áðan á kommentunum og í skrifleti minni stytti ég Shakespeare, Tolstoj, Hemingway og Kafka (sem hefði auðvitað getað orðið mun lengri upptalning til að byrja með) í Shakespeare & co. Sem minnti mig á sérstaklega sjarmerandi bókabúð með því nafni. Hún er staðsett í nokkrum borgum Evrópu, þar á meðal Vínarborg og Róm minnir mig, sú sem ég fór í var í París. Það voru beddar uppi, ferðalangar unnu þarna oft gegn gistingu, og svo var köttur nokkur að þvælast um í mestu makindum. Mig hafði svosem lengi grunað að ég ætti einhverntímann eftir að vinna í bókabúð en þarna fékk ég það staðfest. Ég var í grænköflóttu skyrtunni sem ég fékk í arf frá bróður mínum og minnir mig alltaf á Dead Poets Society og var í mestu makindum að skoða úrvalið, frekar utan við mig samt. Þá spyr kona nokkur mig hvort við séum með Catcher in the Rhye. Ég verð eðlilega hissa á svipinn og hún gerir sér grein fyrir mistökunum og biðst afsökunar á misskilningnum. Áður en ég næ að svara þá verður mér litið niður á puttana á mér sem eru einmitt að styðja sig við umrædda bók Salingers. Ræddi svo lítillega við fylgdarmann konunar um Paul Auster - önnur tilviljun þó ég muni ekki hvernig það kom til - En þessi örlagafulla fingrasetning mín hefur vafalítið haft áhrif á starfsvetvang minn undanfarna fjórtán mánuði. En nú er ég að fara að hætta að vinna í bókabúð bráðum, einungis vika eftir. Ég skrifa kannski meira um það seinna - en vissulega er mínus á sjoppunni okkar að þar eru engin gæludýr.
Var að svara Óla áðan á kommentunum og í skrifleti minni stytti ég Shakespeare, Tolstoj, Hemingway og Kafka (sem hefði auðvitað getað orðið mun lengri upptalning til að byrja með) í Shakespeare & co. Sem minnti mig á sérstaklega sjarmerandi bókabúð með því nafni. Hún er staðsett í nokkrum borgum Evrópu, þar á meðal Vínarborg og Róm minnir mig, sú sem ég fór í var í París. Það voru beddar uppi, ferðalangar unnu þarna oft gegn gistingu, og svo var köttur nokkur að þvælast um í mestu makindum. Mig hafði svosem lengi grunað að ég ætti einhverntímann eftir að vinna í bókabúð en þarna fékk ég það staðfest. Ég var í grænköflóttu skyrtunni sem ég fékk í arf frá bróður mínum og minnir mig alltaf á Dead Poets Society og var í mestu makindum að skoða úrvalið, frekar utan við mig samt. Þá spyr kona nokkur mig hvort við séum með Catcher in the Rhye. Ég verð eðlilega hissa á svipinn og hún gerir sér grein fyrir mistökunum og biðst afsökunar á misskilningnum. Áður en ég næ að svara þá verður mér litið niður á puttana á mér sem eru einmitt að styðja sig við umrædda bók Salingers. Ræddi svo lítillega við fylgdarmann konunar um Paul Auster - önnur tilviljun þó ég muni ekki hvernig það kom til - En þessi örlagafulla fingrasetning mín hefur vafalítið haft áhrif á starfsvetvang minn undanfarna fjórtán mánuði. En nú er ég að fara að hætta að vinna í bókabúð bráðum, einungis vika eftir. Ég skrifa kannski meira um það seinna - en vissulega er mínus á sjoppunni okkar að þar eru engin gæludýr.
laugardagur, september 07, 2002
Það er krakki í grænum drekabúningi með rauðan hjálm að róla sér á leikvellinum fyrir utan svalirnar hjá mér. Minnir helst á risaeðlurnar í þeirru merku bók Shave the Whales. Ég er að hugsa um að fá mér eitthvað að borða
Sjónvarpskrítík
Ég var nógu sorglegur til að horfa á fyrsta þátt Djúpu laugarinnar í gær. Þátturinn var þó ekki nærri því jafn sorglegur og í fyrra enda nýju umsjónarmennirnir ólíkt skemmtilegri en þeir gömlu. Sérstaklega fær Kolbrún prik fyrir að bjarga keppendum þegar þeir voru orðnir vandræðalegir, það er skondið stundum en til lengdar verður slíkt bara pínlegt. Eins var mikil framför að vera komin með borð - að sitja á háum stól með ekkert fyrir framan sig var alltaf eitthvað sem ég hafði á tilfinningunni að væri einstaklega óþægilegt, sérstaklega fyrir ósjónvarpsvænt fólk. Svo var Jónsi í settinu í spjalli og hélt því fram að hann hefði verið nörri þegar hann var með mér í bekk. Veit ekki með það, hann var of ofvirkur til að einhver kæmist í að skilgreina hann, en hann á vissulega á hættu að breytast í chokkó núna sem væri synd enda vissulega efni í fyrirtaks nörra ef hann einbeitir sér að því. En ástæða fyrir að hrósa stráksa sérstaklega fyrir að benda á opinberlega hversu hallærisleg notkun orðsins kellingar er um konur - kelling er orð sem á að geyma fyrir sérstök tilfelli eins og Þráin Bertelsson.
Stóri mínusinn var þó hljómsveitin sem engin man lengur hvað heitir. Ef þú ert one-hit wonder þá áttu ekki að eyðileggja það með því að endurgera sama lag og gera það svona þrjátíu sinnum verra. Svona svipað og Europe mundu syngja 3 - 2 - 1, counting down ...
Ég var nógu sorglegur til að horfa á fyrsta þátt Djúpu laugarinnar í gær. Þátturinn var þó ekki nærri því jafn sorglegur og í fyrra enda nýju umsjónarmennirnir ólíkt skemmtilegri en þeir gömlu. Sérstaklega fær Kolbrún prik fyrir að bjarga keppendum þegar þeir voru orðnir vandræðalegir, það er skondið stundum en til lengdar verður slíkt bara pínlegt. Eins var mikil framför að vera komin með borð - að sitja á háum stól með ekkert fyrir framan sig var alltaf eitthvað sem ég hafði á tilfinningunni að væri einstaklega óþægilegt, sérstaklega fyrir ósjónvarpsvænt fólk. Svo var Jónsi í settinu í spjalli og hélt því fram að hann hefði verið nörri þegar hann var með mér í bekk. Veit ekki með það, hann var of ofvirkur til að einhver kæmist í að skilgreina hann, en hann á vissulega á hættu að breytast í chokkó núna sem væri synd enda vissulega efni í fyrirtaks nörra ef hann einbeitir sér að því. En ástæða fyrir að hrósa stráksa sérstaklega fyrir að benda á opinberlega hversu hallærisleg notkun orðsins kellingar er um konur - kelling er orð sem á að geyma fyrir sérstök tilfelli eins og Þráin Bertelsson.
Stóri mínusinn var þó hljómsveitin sem engin man lengur hvað heitir. Ef þú ert one-hit wonder þá áttu ekki að eyðileggja það með því að endurgera sama lag og gera það svona þrjátíu sinnum verra. Svona svipað og Europe mundu syngja 3 - 2 - 1, counting down ...
Skáldjöfurinn Óli
Af hverju er Óli alltaf svona upptekin við að taka sérstaklega fram að hann sé ekki bloggari? Jú, hér er ástæðan:
Gneistinn: mér finnst fínt að halda bili milli mín og þeirra sem nota einhver aulaheld forrit til að skrifa
Já, það er vissulega ástæða til að hafa bil á milli Óla og amatöra á borð við Shakespeare, Tolstoj, Kafka, Hemingway og fleira fólks sem notar aulaheldar aðferðir til að skrifa.
Af hverju er Óli alltaf svona upptekin við að taka sérstaklega fram að hann sé ekki bloggari? Jú, hér er ástæðan:
Gneistinn: mér finnst fínt að halda bili milli mín og þeirra sem nota einhver aulaheld forrit til að skrifa
Já, það er vissulega ástæða til að hafa bil á milli Óla og amatöra á borð við Shakespeare, Tolstoj, Kafka, Hemingway og fleira fólks sem notar aulaheldar aðferðir til að skrifa.
Öfugsnúið íþróttaár
Bandaríkjamenn tapa og tapa á heimsmeistaramótinu í körfu, þeir voru í gær slegnir út í fjórðungsúrslitunum - sem var einmitt jafn langt og fótboltaliðið þeirra komst. Samkvæmt þessu eru Bandaríkjamenn í augnablikinu jafn góðir í körfubolta og fótbolta. Og í þessum töluðum orðum eru Færeyingar að vinna Skota 2-0 eftir 12 mínútur í Þórshöfn með tveim mörkum John Petersen sem er væntanlega frægastur hérlendis fyrir að falla með Leiftri úr úrvalsdeildinni fyrir tveim árum. Ætli Atli verði rekinn ef Færeyjar verða fyrir ofan okkur?
Bandaríkjamenn tapa og tapa á heimsmeistaramótinu í körfu, þeir voru í gær slegnir út í fjórðungsúrslitunum - sem var einmitt jafn langt og fótboltaliðið þeirra komst. Samkvæmt þessu eru Bandaríkjamenn í augnablikinu jafn góðir í körfubolta og fótbolta. Og í þessum töluðum orðum eru Færeyingar að vinna Skota 2-0 eftir 12 mínútur í Þórshöfn með tveim mörkum John Petersen sem er væntanlega frægastur hérlendis fyrir að falla með Leiftri úr úrvalsdeildinni fyrir tveim árum. Ætli Atli verði rekinn ef Færeyjar verða fyrir ofan okkur?
miðvikudagur, september 04, 2002
Við Starri kíktum á Sum of All Fears áðan, margt ágætt vissulega, fínn hasar í restina og Liev Schreiber átti öll bestu atriðin, ég mundi eiginlega frekar vilja sjá heila bíómynd um þann karakter. Þá sveiflast Ryan dáltið órökrétt á milli þess að vera vitlaus rookie og algjört séní, auk þess sem á kafla virðist boðskapurinn vera að það sé algert racial tolerance í US of A á meðan gervöll Evrópa sé á valdi fasista. Eins var líka frekar órökrétt að þegar árás var gerð á Bandaríkin voru Rússarnir fyrstir grunaðir. Það hefur sjálfsagt passað í bók Clancy sem ku kominn til ára sinna en ekki núna þegar Arabar eru helstu óvinirnir og Kínverjar helsta ógnin. Rússar eru of blankir til að þora að styggja einn né neinn. Aðallega finnst mér samt sorglegt að Morgan Freeman sé ennþá á sjálfsskiptingunni eins og hann hefur verið síðustu árin, hvað varð um stórleikarann úr Seven og Shawshank? Núna virðist hann oftast vera að sofna. En þessi umkvörtunarefni eru flestöll fyrir hlé - hún var traust eftir hlé þegar við vorum komnir með poppið í hendurnar.
þriðjudagur, september 03, 2002
Var annars loksins að klára afmælisfærsluna hennar ömmu frá því í gær, ljóðið mitt gamla fannst loksins. Horfði tvisvar á Donnie Darko um helgina, það verður vafalítið efni lengri skrifa en þessara, hún er ennþá föst í meltingarveginum einhversstaðar. Ástæða til að minnast samt sérstaklega á brilljant útgáfu Gary Jules á gamla Tears for Fears-laginu Mad World sem ásamt Halleluja útgáfu Jeff Buckley eru meðal fárra réttlætinga ótæpilegrar útgáfu cover-laga nú til dags. Svo er sérstök ástæða til að taka bíóstjóra Íslands rækilega á teppið fyrir að sýna þessa ræmu ekki í bíó. En það þarf náttúrulega tvo sali til að sýna Slap Her, She's French og heila þrjá til að sýna Austin Powers-leiðindin. Ef Mike Myers þarf að gera framhöld þá á hann auðvitað að gera þau af Wayne's World eða So I married an Axe Murderer. Samt best að vera ekki of fljótur á sér að dissa vondar myndir - ef fyrsta mynd Egg Films sem Drew Barrymore rekur, Never Been Kissed, hefði ekki slegið í gegn, er alls óvíst hvort viðkomandi kompaní hefði getað fært okkur Donnie Darko. Og Drew Barrymore hefur aldrei verið nærri jafn góð og hér þó hlutverkið sé lítið. Auðvitað get ég haldið áfram og hrósað Bráðavaktarlækninum Noah Wyle, Mary McDonnell, Jena Malone og fleiri fyrir góðan leik, svo ekki sé minnst á aðalleikarann Jake Gyllenhaal. En þetta er mynd sem á skilið pælingu, ekki hrós - hrósið er sjálfgefið.
Annars er rétt að taka fram að tunglið er 27 daga, 43 mínútur, og 11.47 sekúndur á leið sinni í kringum jörðina. Ég veit að ykkur líður betur núna.
Annars er rétt að taka fram að tunglið er 27 daga, 43 mínútur, og 11.47 sekúndur á leið sinni í kringum jörðina. Ég veit að ykkur líður betur núna.
Christopher Lambert og þroskaheftar mýs
Hér er greinilega á ferðinni alvarlegur misskilningur á eðli æðri leiklistar. Því miður er þetta algengur misskilningur og hefur orðið til þess að téður stórleikari hefur ekki fengið þau hlutverk sem honum ber. Og jú, Eminem er að þykjast. Það hélt ég að allir föttuðu nema Kaninn.
Annars spurning hvort markhópurinn hér
séu þroskaheftar mýs?
Hér er greinilega á ferðinni alvarlegur misskilningur á eðli æðri leiklistar. Því miður er þetta algengur misskilningur og hefur orðið til þess að téður stórleikari hefur ekki fengið þau hlutverk sem honum ber. Og jú, Eminem er að þykjast. Það hélt ég að allir föttuðu nema Kaninn.
Annars spurning hvort markhópurinn hér
séu þroskaheftar mýs?
mánudagur, september 02, 2002
Í dag á sómakonan Soffía Ásgeirsdóttir afmæli og því ástæða til að tileinka henni einu færslu sólahringsins.
Til hamingju með afmælið!
Amma
Sú sem kann uppskrift að besta rúgbrauði í heimi
þó engin kunni lengur uppskriftina
að bestu ömmu í heimi
út af því sumt er bara hægt að baka
þegar verið er að halda á sér hita
í köldum húsum
sem eru núna komin með rafmagsofna.
Til hamingju með afmælið!
Amma
Sú sem kann uppskrift að besta rúgbrauði í heimi
þó engin kunni lengur uppskriftina
að bestu ömmu í heimi
út af því sumt er bara hægt að baka
þegar verið er að halda á sér hita
í köldum húsum
sem eru núna komin með rafmagsofna.